laugardagur, 8. janúar 2011

Hvað varð um auðlindagjaldið?

Ég skal viðurkenna að það er margt sem ég ekki skil í auðlindaumræðunni. Nú er t.d. búið að vera að syngja karaókí í 3 daga gegn prívateigu á orkuauðlindum, þó ljóst sé að í lögum er slíkt nú þegar verulega takmarkað þó heimilt sé að selja nýtingarrétt til ákveðins tíma. Aftur er líka farið að tala um að gera verði eitthvað róttækt út af kvótakerfinu þ.a. "arðurinn" af auðlindinni skili sér til "þjóðarinnar" þó það liggi fyrir að sjávarútvegurinn í dag geri það dag hvern með öflun gjaldeyristekna, margþáttuðum skattgreiðslum til þjóðarbúsins og þeirri staðreynd að ennþá vinna margir við sjávarútveg bæði á landi og sjó, sem skilar ekki littlum efnahagsáhrifum, og þar með "arði" inn í þjóðarbúið.

Mikill vill hins vegar eflaust meira sem er ástæða spurningarinnar hér í fyrirsögn.

Ef ég man rétt þá var ein af fyrstu efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem hér var við völd haustið 2008 að afnema tímabundið auðlindagjald á sjávarútveg. Það auðlindagjald, og kallað var hóflegt, hafði verið niðurstaða síðustu umferðar "sáttaumleitanna" um fiskveiðistjórnunarkerfið og hafði ekki verið í gangi mjög lengi.

Síðan þá og þrátt fyrir mikla sköpunargáfu núverandi stjórnvalda hvað varðar skattheimtu, bæði í nýjum álögum og hækkun þeirra sem fyrir voru, hefur það a.m.k. farið framhjá mér að tímabundnu afnámi auðlindagjalds á sjávarútveg hafi verið aflétt. Þrátt fyrir að öll teikn séu á lofti um að sjávarútvegurinn sé að koma ágætlega úr hruninu.

Kíkti m.a. í fjárlög 2011, 202 síður, og fann ekki stafkrók um auðlindagjald.

Afnám sjómannaafsláttar er m.a.s. hafið – í skrefum.

Veit einhver?

4 ummæli:

 1. Lygavefur samfylkingarinnar er þéttriðinn.

  SvaraEyða
 2. auðlindagjaldið var fellt út þegar kvótinn var skertur um 20% árið 2007 og var svo komið á aftur vorið 2009 þegar ný ríkisstjórn tók við. auðlindagjaldið á sjávarútveg sem er einn allra atvinnuvega landsins sem þarf að bera sérstakt auðlindagjald, er um 9 eða 9,5%. síðan eru launagreiðslur til sjómanna um 40% af útgjöldum fyrirtækjanna og það er tekið núna um og yfir 50% af þeim launum í skatt. eins og þú bendir réttilega á þá er svo aðrir skattar og gjöld sem leggjast á fyrirtækin. miðað við öll þessi gjöld og skatta þá er ekki ósennilegt að 30 til 40% af fjármunum sem verða til við sjávarútveg renni beint inn í ríkiskassan. síðan er veltan margföld þegar fyrirtækin kaupa þjónustu af öðrum.

  -FannarH

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus: ???

  FannarH: Takk fyrir þetta. Ef það er rétt sem þú segir að auðlindagjaldið hafi verið endurvakið vorið 2009, veistu undir hvaða tekjulið það er í fjárlögum? Mér hefur ekkert gengið að finna það í fjárlögunum. Væri áhugavert að sjá hverju það er að skila. Og já, það er athyglsivert hvernig oft virðist gefið í skyn að sjávartúvegurinn sé einhverskonar "freerider" út af gjafakvóta, sem þó er búin að ganga kaupum og sölum nú í hvað 30 ár?

  SvaraEyða
 4. Auðlindargjaldið er 9,5% af framlegð útgerða, þannig skuldsetning fyrirtækja kemur málinu ekki við. Eins og háttvirtur borgarstjóri skildi ekki hvernig OR gat skilað c.a. 4milljörðum í framlegð en þurfti samt að skera niður. Gleymdi þá að eftir var að taka tillit til afborgun lána. Því ef eins væri farið með orkufyrirtækin myndi OR borga auðlindargjald upp á 9,5% af þessum 4 milljörðum. Væri það ekki sanngjarnt?
  Skilst að það skili c.a. 3 milljörðum í ríkiskassan, þá auðlindargjaldið. Þá er það fyrir utan almenna skatta sjávarútvegsfyrirtækja. Áhugavert væri hreinlega ef fjármálaráðherra myndi upplýsa þetta og staðfesta töluna en aðilar í ríksstjórninni og í þessum flokkum sem stýra vilja bara tala illa um þennan grunn atvinnuveg þjóðarinnar.

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.