föstudagur, 8. apríl 2011

Síðasta Icesave bloggið?

Jæja, stóri dagurinn á morgun.

Ég kaus "Já" utan kjörfundar í síðustu viku og atkvæðið ætti að vera löngu komið heim til Íslands.

Ekkert í umræðunni á síðustu metrunum hefur haft áhrif til þess að ég skipti um skoðun.

Frekar að ég sé sannfærðari en áður um að "Já" sé mun skárri kosturinn af tveimur vondum.

En, kannanir gefa til kynna að ég sé í minnihluta.

Svo sem ekki óvanur því.

Þ.a. líkast til verður þetta ekki síðasta Icesave-bloggið...

...en ég hugsa að ég muni frekar vilja skrifa um eitthvað annað.

Eða bara nýta afgangstíma í að fikta við músík. Það er mun meira gaman...
Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.