Hún er athyglisverð um ræðan um leiguhúsnæði sem fram fer á Íslandi. Ein afleiðing séreignarstefnu þeirrar sem rekin hefur verið áratugum saman er sú að aldrei hefur orðið til þroskaður leigumarkaður.
Enda þannig að nánast hefur verið litið niður á þá sem leigja. Aumingjar sem ekki gátu keypt sér húsnæði!
Meira að segja hefur félagslega húsnæðiskerfið áratugum gengið út á að gera fólki sem hefur engin efni á því kleift að "eignast" að nafninu til eigin húsnæði. Af hverju ekki félagslegt leiguhúsnæði?
Hér væri reyndar vettvangur tilvalinn til fjárfestingar og fjármögnunar fyrir lífeyrissjóði landsins. Hingað til hafa sjóðirnir aðallega stundað lánastarfsemi (verðtryggð bréf gegn "traustum" veðum) á fasteignamarkaði, en ekkert virðist koma í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir væru beinlínis þátttakendur á fasteigna- og leigumarkaði, þ.e. eiga og reka húsnæði til útleigu.
Hér gæti verið bæði almennt húsnæði og sérhæft (íbúðir fyrir aldraða, félagslegt leiguhúsnæði).
Þetta væri sjóðunum trygg tekjulind, og ætti að opna leið fyrir umtalsvert ódýrara leiguhúsnæði fyrir sjóðsfélaga ásamt því að skapa sjóðunum traustan langtímatekjugrunn. Ætti fjárfesting af þessu tagi að standa lífeyrissjóðunum nær en ýmislegt annað sem sýslað hefur verið með af peningum eigenda sjóðanna á undanförnum árum.
Er ekki tækifærið einmitt núna?
Talað er um að þúsundir íbúða sé haldið utan markaðar til að halda uppi verði.
SvaraEyðaHér eru mörg fasteignafélög að verki, flest í eigu banka og eitt þeirra er Íbúðalánasjóður.
Er þetta ekki klárt brot á samkeppnislögum? Með öðrum orðum: markaðssamráð. Nóg að gera í Öskjuhlíð!
Heyrist lítið í Búseta nú um stundir. Hvað skyldi hafa orðið um það fyrirbæri?
SvaraEyðaÞÚB
Þrátt fyrir að það sé góðra gjalda vert að spá í samfélagslegt hlutverk lífeyrissjóða og ábyrgð sem ´mér virðist þú vera að gera og get tekið undir með þér ... þá er það áhugavert að hugsað skuli um "tækifæri" í stað þess að það skuli vera tekið fyrir hver er kjarni málsins varðandi leiguhúsnæðið og stækkandi hóp leigjenda?
SvaraEyðaÞað er nefnilega grátleg og sorgleg mynd sem við horfm upp á þar. Fólk hefur í stórum stíl verið knésett fjárhagslega að undanförnu og það hefur misst heimilin sín. Þess vegna er svona fjölgandi í hópi leigjenda. Staðan er semsagt komin upp á afar ljótum forsendum og það verður að hugsa hlutina út frá því.
Viljum við virkilega svoleiðis samfélag? Samfélag sem gerir fólk fjárhagslega örkumla með ósjálfbæru og klikkuðu lánakerfi og þegar fólk missir t.d. vinnuna tímabundið þá sé hægt að taka bara af því heimilið med det samme? Hvers vegna voru hlutirnir ekki hugsaðir til enda áður en fókli var hent út? Hvers vegna var því ekki boðið ákveðið kaupleiguform í gegnum hrunið, t.d í 5 ár eða þar til það fengi vinnu aftur? Hvers vegna var farið í öll nauðungaruppboðin áður en niðurstaða er fengin varðandi gengistryggðu lánin? Hvers vegna voru öll þessi risastóru mistök gerð sem hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þúsundir fjölskyldna í stað þess að hugsa hlutina í víðara samhengi?
Við viljum varla byggja upp leigumarkað með illa fengnum eignum lífeyrissjóðanna? Ég vil heldur sjá leiðréttingar á ranglætinu og því sem miður fór.