laugardagur, 1. ágúst 2009

Alkinn Ísland

Það er mikill misskilningur í fuglahvísli AMX frá því í gærmorgun að norræn samvinna hafi splundrast vegna ICESAVE.

Au contraire!

Norræn samvinna er augljóslega mjög þétt hvað varðar ICESAVE – og gildir þar einu hvort viðkomandi norðurlandaþjóð er í eða utan ESB eða í eða utan NATO.

Norðurlandaþjóðirnar eru ein stór fjölskylda og stundum er það sem þarf í góðum fjölskyldum að tekið sé að festu á þeim fjölskyldumeðlim sem leiðst hefur á glapstigu.

Ísland er alkinn í norrænu fjölskyldunni og Ísland þarf í meðferð, með tilheyrandi yfirbót, viðurkenningu á ábyrgð, raunverulegri iðrun, og já, æðruleysi – jafnvel með tilheyrandi 12 sporum. Höfum jafnframt í huga að í þeirri stöðu er það ekki alkinn sem setur skilyrðin.

“Tough love” er stundum það sem þarf innan fjölskyldunnar.

Það þýðir ekki að hinir í fjölskyldunni séu orðin “óvinir” okkar, heldur þvert á móti.

Fyrsta sporið af tólf er jú að viðurkenna vanmátt okkar.

Eftir að meðferð er hafin og þegar fyrsta hluta hennar lýkur, verður fjölskyldan til staðar með sinn stuðning.

Það er bæði betra, auðveldar og skynsamar að hjálpa þeim sem vill hjálpa sér sjálfur, en viðurkennir jafnframt að hann sé hjálpar þurfi.

21 comments:

  1. Ætli þetta sé ekki ein besta lýsing sem ég hef lesið um stöðu Íslands í vinasamfélaginu.

    Næstum barnalega einföld og tær. Ekkert ryk og engin froða.

    Vonandi lesa þeir þetta Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð og talíbanarnir hans Steingríms. Skiptir líklega ekki máli hvað Birgitta og Þór lesa. By the way - hvað varð eiginlega um hann Magnús Þór Hafsteinsson?

    - g

    SvaraEyða
  2. Svona er þetta bara og litlu við þetta að bæta.

    SvaraEyða
  3. Sú afneitun er svæsin sem afgreiðir allar efasemdir um icesave-samningana á einu bretti sem alkóhólisma.

    Þér hefur oft tekist betur upp. En þetta mun nægja nægjusömum.

    Rómverji

    Mæli með þessu í bland: http://eyjan.is/silfuregils/2009/08/01/grein-evu-joly/

    SvaraEyða
  4. Þeir hjá AMX misskilja ekki neitt, eða er hægt að segja að þeir sem skilja ekki neitt, geti misskilið eithvað.

    SvaraEyða
  5. Góð "intervention" inniber ekki að alkinn sé barinn til óbóta og látinn ganga við hækjur það sem eftir er.

    SvaraEyða
  6. Hárrétt mat og verið öllu upplýstu fólki lengi ljóst.

    Almenningur er meðvirkur gagnvart ástandinu og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga.

    Ice-Save er lykilatriði, úr því sem komið er, sem þarf að gangast við af auðmýkt og æðruleysi.

    Eftir meðferð munu óvæntir og jákvæðir hlutir fara að gerast hér á landi.

    SvaraEyða
  7. Góður pistill Friðrik. Batnandi manni er best að lifa, er gamalt og gott ísl.spakmæli. Höfum það í huga og verum bjartsýn á framtíðina. Haukur Kristinsson

    SvaraEyða
  8. Þú hefur væntanlega ekki horft á Penn & Teller þar sem 12 spora kerfið er tekið fyrir

    SvaraEyða
  9. Að segja "Ísland er alkinn í norrænu fjölskyldunni og Ísland þarf í meðferð" er álíka gáfulegt og að halda því fram að ég (sem hef aldrei á æfinni drukkið neitt sterkara en rauðvín og aldrei meira en 2 glös pr. kvöld) sé alki og þurfi í meðferð af því að Gulli fyrrverandi maðurinn hennar Hebu frænku konunnar minnar ráði ekki við drykkjuna sína.

    Ég hélt í alvörunni að menn væru komnir yfir þetta "við berum öll ábyrgð saman" kjaftæði og væru farnir að átta sig á því að þjóðinn vill ekki kóa með þeim sem hina raunverulegu ábyrgð bera.

    Ef einhver er alki og þarf í meðferð þá eru það spilltir og getulausir fjármála-, stjórnmála- og embættismenn sem bera ábyrgð á stöðunni sem við hin - 98% þjóðarinnar - erum í. Losum okkur við þetta lið og göngum svo hnarreist fram sem þjóð með sjálfvirðingu, en látum ekki kúga okkur undir ok þeirra sem heimta að við tökum ábyrgð á drykkju annarra.

    Skammastu þín fyrir að skrifa svona. Skrif eins og þín eru einungis til þess að mergsjúga þróttinn úr þjóðinni, sem á svo sannarlega betra skilið en að láta senda sig í fjöldameðferð á Vogi bara til að hinir raunverulegu alkar geti falið sig í hópnum og sleppi við ábyrgð á gerðum sínum.

    SvaraEyða
  10. Hilmar Ólafsson

    "Við berum öll ábyrgð saman" er auðvitað alveg rétt. Líka það að við séum öll á sama báti.

    Fólk, kjósendur, kusu þetta yfir sig og settu blinda augað fyrir sig þegar annmarkar þess og spilling kom í ljós.

    Það að segja að sumir beri ekki ábyrgð er það sama og að segja að viðkomandi hafi ekki búið og starfað hér á landi.

    Ef þú heldur að þú og þínir séu ekki samábyrgir fyrir stöðu mála hér á landi þá skaltu segja okkur hinum hvað þið hafið kosið fram til þessa, við hvað þið hafið starfað og hvað þið hafið gert til að vernda okkur hin!

    Hvernig vöruðu þið þjóðina við?

    Þið hafið þá ekki heldur stundað nein fjárhættuspil með því að taka erlend lán og veðjað á óstabíla krónu gegn erlendri mynt til þess að kaupa bíla eða húsnæði.

    Þið hafið heldur ekki fengið meira gera í "góðærinu" né aukinn kaupmátt.

    O.s.frv.

    Hilmar...hvort sem þér líkar það betur eða verr þá eru samábyrgur fyrir bullinu vegna þess að þú bjóst og starfaðir á Íslandi þetta tímabil og þarft að borga vegna þess að við erum öll á SAMA BÁTI þegar kemur að endurreisninni.

    Að fyllast heilagri vandlætinu og afneitun á ábyrgð þína er klárt sjúkdómseinkenni og spesmennska sem þjóðin hefur ekki efni á.

    Ps. Steingrímur J. heldur þessu ekki einu sinni fram um sjálfan sig heldur segir að við þurfum, eigum og verðum að borga sem er rétt hjá honum.

    Gangi þér vel, F

    SvaraEyða
  11. Þjóðverjar og þýska þjóðin var öll ábyrg fyrir gjörðum nasisma Hitlers þó að stór hluti þjóðarinnar væri ekki actívur sem slíkur eða framdi stríðsglæpi og hefði skömm á slíku.

    Öll Þýska þjóðin var dæmd af umheimunum sem sek eða samsek.

    Þýskur almenningur er ENN ÞANN DAG Í DAG að greiða stríðsskaðbætur fyrir það tímabil í sögu þjóðarinnar.

    Sú þjóð, almenningur, sem kýs yfir sig og samþykkir spillt stjórnvöld (einkavinavæðingin) og horfir framhjá því af því að hún hagnast á því tímabundið (plat) sjál er ábyrg fyrir þessum sömu stórnvöldum.

    Afneitun er engum holl...og allra síst nú á tímum.

    Góðar stundir

    SvaraEyða
  12. Friðrik Jónsson, ég frábið mér hér með algerlega að vera flokkaður með fjölskyldu minni og börnum, bæði fæddum og ófæddum með elítu-glæpa-mafíunni sem raunverulega ber ábyrgð á gjaldþroti þjóðarinnar.

    ÞAÐ VORU EKKI ALLIR ÍSLENDINGAR SEM TÓKU ÞÁTT Í RUGLINU.

    Að flokka alla íslendinga í sama flokk og ætlast til að þeir séu greiðendur og ábyrgðarmenn að skuldum bankanna sem allir vita að við berum ekki öll ábyrgð á lýsir eingöngu þinni eigin meðvirkni og greindarskorti.

    Ekkert fer eins mikið í taugarnar á mér þessa dagana eins og þegar þeir sem vilja borga skuldir útrásarhálfvitanana fyrir þá nota orðið "VIÐ" um okkur íslendinga eins og VIÐ höfum öll skrifað uppá ábyrgðir fyrir þetta lið.

    Ég hef ALDREI kosið SjálfstæðisFLokkinn eða Framsókn og hætti stuðningi mínum við Samf. fljótlega eftir að sá viðbjóður sigldi í kjölfar hinna. Kommana mun ég sennilega aldrei kjósa.

    Fyrir hönd fjölskyldu minnar og annarra sem eru sammála mér bið ég þig hér með formlega að flokka okkur aldrei aftur með þessu glæpaliði sem gerði Lýðveldið Ísland gjaldþrota.

    Virðingarfyllst, Baldvin Björgvinsson

    SvaraEyða
  13. Nafnlaus:

    Það er ótrúlegur grundvallarmisskilningur hjá þér og skoðanabræðrum þínum að þjóðin beri ábyrgð á ástandinu af því að við "kusum þetta yfir okkur". Þið eruð eins og hundbarðar og langkvaldar eiginkonur sem leita lúbarðar í kvennaathvarfið annað slagið en snúið alltaf aftur til hrottans sem þið eruð giftar af því að þið eruð jú giftar honum og "kölluðu þetta yfir okkur" (biðst forláts ef einhverjum þykir líkingin ósmekkleg: það er svo sannarlega ekki ætlun mín að gera lítið úr hlutskiptri kúgaðra eiginkvenna.)

    Sjálfur kaus ég VG og hef engin lán tekið í erlendri mynt, svo að ég gæti svosem sett mig á háan stall og sagt að þetta komi mér ekkert við, en það er bara ekki kjarninn í málinu: Kjarninn í málinu er tiltölulega fámennur hópur fjárglæframanna sem setti þjóðina á hausinn. Við kusum þessa menn ekkert, er það nokkuð? Kjarninn er líka óhæf og spillt stjórnsýsla síðustu 10-15 árin. Vissulega kusum við sem þjóð þetta fólk til valda en heldurðu eitt einasta andskotans augnablik að við hefðum gert það ef að við vissum hvaða mann þetta fólk hefur að geyma?

    Nei, það hefðum við aldrei gert, enda eru dæmin úr sögu 20 aldarinnar óteljandi þess efnis að þjóðir verða ekki gerðar ábyrgar í heilu lagi vegna óheilinda einstakra ráðamanna.

    Talandi um að vera í afneitun: ef eitthvað getur kallast "afneitun" þá er það að spenna greipar og talað frómlega um "alka" og "meðferðir" í stað þess að horfast í augu við þá hrikalegu kúgun sem nágrannaþjóðirnar eru að beita Ísland þessa dagana. Afneitun? Lestu grein Evu Joly í heimsmiðlunum í dag. Hún orðar þetta svo mikið mikið betur en ég.

    Og að síðustu verð ég að segja að úrtölufólk á borð við þig, sem fylgir í algerri blindni einhverri fyrirfram gefinni flokkslínu án neinnar sjálfstæðrar hugsunar, eruð í besta falli auðtrúa ginningarfífl en í versta falli harðsvíraðir landráðamenn.

    Hvort ert þú?

    SvaraEyða
  14. Hilmar Ólafsson

    Þú segir: "Vissulega kusum við sem þjóð þetta fólk til valda..."

    Það að þú vissir eða vissir ekki hvaða mann þetta fólk hafði að geyma gerir þig ekki stikkfrían heldur ábyrgan.

    Þú tókst þínar ákvarðanir, líkt og aðrir, og kaust og hegðaðir þér í samræmi við það.

    Þetta voru og eru Íslensk Stjórnvöld og Íslenskir Víkingar og Íslenskt bankakerfi.

    Einfalt.

    Það má vel vera að þú viljir ekki kannast við landa þína og stjórnvöld en þú ert engu að síður hluti af sömu heild og getur ekki sagt þig frá henni nema koma þér úr landi og fá þér annan ríkisborgararétt (efast samt um að tekið verð við þér nema þú gangir frá skuldum þínum áður).

    Ég hef sætt mig við þá hlut sem hér voru í gangi og áttu sér stað þó ég hafi ekki tekið "beinan" þátt frekar en þú. Annað er ekki í boði í raun og ég vil geta haldið áfram með líf mitt og tilveru í sátt og samlyndi við umhverfi mitt.

    Engin afneitun og enginn ótti heldur bara kalt mat og raunsæi. Merki um kjark og þor og viljann til þess að halda áfram en á breyttum forsendum.

    Baldvin Björgvinsson:
    Ég veit ekki hvort þú skilur umræðuna en ég verð því miður að hryggja þig með þeirri staðreynd að þú er venslaður þjóð þinni og bundinn af hegðun stjórnvalda eins og aðrir íslendingar. Þú berð 100% ábyrgð eins og aðrir íslenskir ríkisborgarar. Ef það er eitthvað sem þú getur ekki sætt þig við þá ættir þú að flytja af landi brott líkt og víkingarnir og láta okkur hin um að borga skuldir ykkar.

    Vandlæting þín ber vott um barnaskap, lítið innsæi og skort á vitsmunum.

    Gangi þér vel, kæri landi.

    SvaraEyða
  15. Allt rétt sem kemur fram um ábyrgð íslendinga.

    Við höfum (já, þú líka) hegðað okkur eins og ómerkilegir tölvuhakkarar og hakkað okkur inn í sparnað útlendinga (og íslendinga auðvitað) og í raun rænt honum.

    Það kemst sem betur fer enginn upp með það. Að gangast við Ice-Save er þægileg yfirbót og ódýr leið til þess að fá að tilheyra hinum siðmenntaða heimi á nýjan leik.

    Þjófum er sjaldnast boðið í samkvæmi siðaðs fólks.

    Tökum pusið í hnakkann og bætu fyrir brot okkar og förum að hegað okkur eins og siðað fólk.

    SvaraEyða
  16. Nafnlaus: Mikið innilega er ég feginn að raddir sem þín eruð í minnihluta þessa dagana. Sífellt fleiri eru að vakna til meðvitundar um þær drápsklyfjar sem verið er að hlaða á þjóðina af fólki eins og þér, sem hefur hugsanlega eitthvað að fela, eða í það minnsta slæma samvisku út af einhverju, og vill því hóa í alla þjóðina til að þjappa sér saman og bera ykkar klyfjar fyrir ykkur undir merki "samábyrgðar".

    Sem betur fer þá fer ykkur fækkandi og á endanum munið þið standa uppi berstrípaðir og varnarlausir á víðavangri; afhjúpaðir sem þeir landráðamenn sem þið svo sannarlega eruð; skjálfandi undan nístandi fyrirlitninguni í augnaráði þjóðarinnar.

    O-já, ykkar tími mun koma.

    Og að svo stöddu kveð ég enda hef ég betra við tímann að gera á þessum góðviðrisdegi en að standa í svona stappi. Þú mátt hinsvegar sitja yfir lyklaborðinu og kjökra undan þessari þrúgandi ábyrgð sem eigendur þér óskyldra einkafyrirtækja hafa lagt þér á herðar.

    Eitt get ég sagt þér: ekki búast við neinum þökkum frá þessu fólki þó þú borgir skuldir þeirra fyrir það.

    SvaraEyða
  17. Hilmar Ólafsson og Baldvin Björgvinsson ættu að taka upp óánægju sína með Ice-Save og hrunið við þá sem innleiddu þá ógæfu og spillingu: Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.

    Það að þeir virðast báðir vilja vera þjófsnautar með stjórnvöldum, bankamönnum og Víkingum segir meira um þá en flest orð.

    Þeir eru vandlætinarfullir Þjófsnautar og gott dæmi um það að enginn munur er á þeim og bræðrum þeirra Víkingunum. Sumir stálu og aðrir nutu gæðanna.

    Það er enginn munur á kúk og skit í þessu tilfelli.

    SvaraEyða
  18. Í 1.sporinu er komið út úr afneitun. í sporum 2-5 er hreinsuð upp fortíðin og í sporum 6-12 er hafið nýtt neyslulaust líf. Nýja lífinu fylgir breytt hegðun og með tímanum fer umhverfið að treysta því að breytt hegðun sé varanleg.
    Þjóð sem sækir ekki rétt sinn hvað varðar eignir og refsingu glæpamanna er lufsa sem getur ekki orðið edrú og umhverfið sér það og veit þá að þetta er aumingi sem er veikur og á ekki séns.
    Ef við skrifum undir Icesave án þess að sækja eignir auðrónanna og gera það sem þarf til að halda í lágmarks-sjálfsvirðingu þá erum við fórnarlömb íslenskra stjórnvalda.
    Rósa

    SvaraEyða
  19. Einn sem skammast sín fyrir að vera Íslendingur1. ágúst 2009 kl. 14:36

    Rósa skrifaði: "Ef við skrifum undir Icesave án þess að sækja eignir auðrónanna og gera það sem þarf til að halda í lágmarks-sjálfsvirðingu þá erum við fórnarlömb íslenskra stjórnvalda."

    Rósa mín: ég er þér svo innilega, hjartanlega, yfirnáttúrulega sammála að ég á ekki til orð. Leyfðu mér að hrista á þér spaðann og segja "Heyr, heyr!"

    En ég held þú sért á rangri bloggsíðu. Hér inni má helst ekki skrifa annað en "Við erum öll ábyrg og eigum öll að fara í meðferð saman (kjökur)" án þess að kalla yfir sig reiði Nafnlausa Bloggarans.

    SvaraEyða
  20. Ég held að sumir sem hér skrifa hefðu gott af því að lesa leiðara Jóns Sigurðssonar í Fréttablaðinu í dag: http://www.visir.is/article/20090801/SKODANIR/532410743

    Að sama skapi er rétt að hafa í huga að þrátt fyrir að undan ábyrgðinni á ICESAVE verði ekki vikist er ekki þar með sagt að fyrirliggjandi samningur sé gallalaus, sjá m.a. fyrri skrif mín hér: http://fridrik.eyjan.is/2009/07/icesave-3-valkostir.html

    Það er ekki ný staðreynd að við greiðum reglulega fyrir hluti sem halda mætti fram með rökum að komi okkur annað hvort ekki við eða séu ekki okkur að kenna. Samtrygging samfélagsins í gegnum skattkerfið er gott dæmi um þetta, en betra dæmi er greiðsla okkar á bifreiðatryggingum. Í gegnum hærri iðgjöld greiðum við fyrir ofsaakstur, gáleysi og glannaskap annarra, sem leitt hefur til eignatjóns og þaðan af verra.

    Meginpunktur pistils míns snýr hins vegar fyrst og fremst að því að afstaða Norðurlandanna þarf ekki að byggja á mannvonsku þeirra og því að þau séu með þessum hætti orðin "óvinaríki" heldur því að vilja sjá í orði og á borði að hér verði tekið á málum af ábyrgð og festu.

    Einhvern veginn verðum við öll saman að fara að komast upp úr hjólförunum og skotgröfunum...

    ...og já, fara að setja einhverja bak við lás og slá - lengi!

    SvaraEyða
  21. "Vissulega kusum við sem þjóð þetta fólk til valda en heldurðu eitt einasta andskotans augnablik að við hefðum gert það ef að við vissum hvaða mann þetta fólk hefur að geyma?"

    Það lýsir þá skelfilegu ástandi 35% þjóðarinnar sem vill núna í dag kjósa Siðblinda(Sjálfstæðis)flokkinn aftur. Síðan eru 10-15% sem vilja kjósa Framsóknarhóruna og erum við þá komin í helming þjóðarinnar.
    Segi og skrifa íslendingar eru heimskasta þjóð sólkerfisins þegar kemur að pólitík.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.