sunnudagur, 31. janúar 2010

Símtöl við Darling

Það eru greinilega fleiri en Árni Matthiesen sem hafa farið flatt á því að tala í síma við Alistair Darling, fjármálaráðherra breta.

Samkvæmt þessari frétt á Financial Times er haft eftir Hank Poulson, sem var fjármálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Bush og á þeim tíma sem fjármálakerfið bandaríska riðaði til falls haustið 2008, að hann hafi átt símtal við Darling þegar öll spjót stóðu úti til að bjarga Lehman bræðrum frá falli.

Í fréttinni segir:

Separately, Mr Paulson makes it clear that he believes that Mr Darling prevented a takeover of Lehman by Barclays out of fear that it would endanger the UK bank.

Mr Paulson said that Mr Darling telephoned him on Friday September 12 – as the US authorities were scrambling to find a buyer for Lehman – to express concern about a possible Barclays deal. Mr Paulson said that he did not realise at the time that this was a “clear warning”.


Þ.a. svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi verið í góðri trú að telja að bresk stjórnvöld væru með þeim í þeirri varnarbaráttu sem þeir stóðu í varðandi fjármálakerfi Bandaríkjanna, og, í ljósi hins alþjóðlega eðlis stóru bankanna, fjármálakerfi heimsins.

En Darling var greinilega á öndverðum meiði, samkvæmt Poulson:

He was stunned to discover on Sunday September 14 that the UK Financial Services Authority would not approve the merger on an accelerated timetable or waive the requirement for a shareholder vote.

Tim Geithner, then president of the New York Fed, called Callum McCarthy, the head of the UK’s Financial Services Authority, to ask him to waive the vote requirement.

“But the FSA chief put the onus on Darling, saying that only the chancellor of the exchequer had the authority to do that,” Mr Paulson said.

He said that Mr Darling “made it clear, without a hint of apology in his voice, that there was no way Barclays would buy Lehman”. Lehman filed for bankruptcy the next day.


Fall Lehman bræðra er í dag talin hafa verið einn alvarlegasti einstaki atburðurinn í allri þeirri atburðarrás sem varð haustið 2008. Það er jafnframt talin vera ein af megin ytri orsökum þess að íslenska bankakerfið hrundi með jafn afgerandi hætti.

Það er þannig í reynd athyglisvert að sjá að einn og sami breski ráðherrann virðist leika þar stórt hlutverk bæði við upphaf og endi.

Og í bæði skiptin spila stór hlutverk símtöl við téðan ráðherra þar sem viðmælendur hans virðast ekki gera sér grein fyrir hvað raunverulega fólst í orðum hans, eða hvaða afleiðingar þau orð myndu hafa.

Athyglisvert.

4 ummæli:

  1. Rétt er svo að bæta við að Barclays bankinn breski keypti svo stóran hluta þrotabús Lehman bræðra á 1,75 milljarð dollara í kjölfarið, sem aftur skilaði Barclaus um 4,2 milljarða dollara hagnaði á síðasta ári, sbr. frétt FT:
    http://www.ft.com/cms/s/0/52875556-0d1e-11df-a2dc-00144feabdc0.html

    SvaraEyða
  2. Breskir stjórnmálamenn eru sérfræðingar í að tala í gátum og segja helst ekki neitt... Sá eini sem ég veit um sem stundum nær einhverju sem hægt er að leggja hald á er Jeremy Paxman...

    SvaraEyða
  3. Þetta er merkilegt. Ég hef lesið viðtal Árna og Ástungs nokkrum sinnum. Fyrst fann ég bara til með Árna, hann virkar eins og gullfiskur að reyna að rökræða við hákarl, - en síðar fór ég að skoða orðfæri Darling, og komst að þeirri niðurstöðu að hann var ekki að reyna að fá upplýsingar frá Árna. Hann var að afla sér átyllu til þess gera eitthvað sem virðist fyrirfram ákveðið. Auk þess sem hann var að vara við afleiðingum þess sem hann ætlaði að gera. Fum Árna hjálpaði ekki, en Darling er greinilega háskalegur spjallfélagi. Ekki adda honum á MSN...

    Kv.
    Halldór

    SvaraEyða
  4. Athyglisvert, takk fyrir þetta !

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.