laugardagur, 7. ágúst 2010

Straight pride!

Hinsegin dagar á Íslandi eru tilefni til að fagna Íslands bestu þjóðareinkennum.

Frjálslyndi og umburðarlyndi.

"Gay" eða "straight" á ekki að skipta neinu máli. Mismunun á grundvelli kynhneigðar, rétt eins og önnur mismunun á milli fólks á grundvelli kyns, litarháttar eða ætternis á ekki að líðast.

Við getum öll verið stollt í dag, því höfum í huga að frjálslyndi og umburðarlyndi af þessu tagi er því miður ekki normið.

Því eins og segir á heimasíðu hinsegin daga: "Að öðlast mannréttindi fylgir ábyrgð og þess vegna gleyma Hinsegin dagar sér ekki í gleðinni og fögnuðinum yfir sigrum á eigin vettvangi. Um leið og við fögnum öryggi okkar og frelsi, förum við út á götur Reykjavíkur annan laugardag í ágúst til að sýna samstöðu með systrum okkar og bræðrum í þeim ríkjum heims sem ennþá kúga, misþyrma og drepa fyrir þann "glæp" að leggja ást á eigið kyn."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.