föstudagur, 19. nóvember 2010

Ferðaþjónustan og LÍÚ

Er það bara ég, eða er ákveðinn samhljómur í röksemdafærslum fulltrúa ferðaþjónustunar gegn gjaldtöku á helstu ferðamannastöðum og útgerðarinnar gegn auðlindagjaldi og endurbótum á kvótakerfinu?

10 ummæli:

 1. Sjávarútvegurinn borgar í dag auðlindargjald sem nemur 9,5% af reiknaðri framlegð. Fínt að láta ferðaþjónustuna gera bara hið sama.

  SvaraEyða
 2. The bus companies that drive tourists out to see the Icelandic landscape are profitable because they pay nothing for the landscape itself. They package and sell that which is not "theirs", which is similar to what the fishing industry does. So it seems appropriate to tax them the same way.

  SvaraEyða
 3. Það er í það minnsta betra að taka skatt af framlegð ferðaþjónustufyrirtækjum í stað þess að fyrna heimildir þeirra til að sýna túristum landið og leigja þeim aðgang að landinu á uppboðsmarkaði.

  SvaraEyða
 4. Ég hef aldrei botnað í afstöðu ferðaþjónustunnar um að vera á móti gjaldtöku á staði eins og Gullfoss og Geysi eða Þingvelli. Ef gjaldtökunni er stillt í hóf (t.d. 100 kall) og hún notuð til uppbyggingar á aðstöðu fyrir ferðamenn á þessum stöðum þá er þetta örugglega greininni til framdráttar. Ég sem íslendingur myndi borga svona gjald með glöðu geði..

  SvaraEyða
 5. Einfaldast væri að leggja 100kr gjald á alla farseðla til og frá landinu. Miðað við tölur ferðamálastofu um brottfarir frá Leifsstöð 2009, en það ár voru 719000 brottfarir frá Leifsstöð, fengjust um 72 milljónir til viðhalds á viðkvæmum svæðum

  SvaraEyða
 6. Ekki hljómar það vel að hækka gjöld á ferðamenn þegar þeir eru að ákveða hvort þeir ætla til Íslands eða t.d. Tenerife. Ekki myndum við vilja að ferðamönnum fækki sem koma til landsins, það eru að verða til fjölda starfa og gjaldeyristekjur eru miklar. auðvitað er allt annað mál að mjólka ferðamennina þegar þeir eru komnir til landsins. En það að setja upp múra þannig að þeir koma ekki meikar ekki nein sens.

  SvaraEyða
 7. Ekki sé ég neinn samhljóm. En halda menn að ef náttúruperlur væru í einkaeign að þá væri leyfður óheftur aðgangur og átroðningur? Auðvitað ekki. En mörg fyrirtæki gera beinlínis út á svona staði í þjóðareign án þess að greiða fyrir aðstöðuna. Ég mæli með nefskatti og er viss um að ferðamönnum þykir það eðlilegt.

  SvaraEyða
 8. Við skulun í þessu tiliti koða soldið hvað er ríkisstyrkur og hvað ekki, sannarlega eru þetta auðlindir í þjóðareigu og okkar helsta gjaldeyrisöflun en fiskurinn er takmarkaður en ferðamenn ekki. Ef t.d sjómannaafslátturinn einn og sér er skoðaður sem er klár ríkisstyrkir inn í sjávarútveginn svo ekki sé minst á mannvirkin þá er ekki verið að biðja um mikið að dubbað sé upp á helstu álagsstaði svo taka megi á móti fleiri ferðamönnum, gjaldtaka hversu smá sem hún er hefur fælingarmátt. Semsagt gæti þýtt fækkun. Ef rétt er að farið að þá er hægt að fjölga ferðafönnum hér mikið án þess að náttúran gjaldi þess. ferðaþjónustan vill sanarlega ekki skemma náttúruna þetta er jú varan sem hún selur. Kannski er ferðaþjónustan að byðja um sangirni.

  SvaraEyða
 9. Kvóta á ferðamenn er það ekki bara málið... Svo má hvert rútufyrirtæki ekki flytja nema 10% af heildarferðamannafjölda, þeir sem keyra ferðamenn á bílum sem taka færri en 8, einyrkjar, fá sérstaklega úthlutað til sín ótakmörkuðum ferðamönnum, jafnvel þó að heildarkostnaðurinn, sóunin og framlegðin sé langtum lélegri og reksturinn sé mun óhagkvæmari á heildina litið. Sérstakar reglur eiga að gilda um hreinlæti í rútubifreiðum og gæði þjónustunnar en þeir sem keyra á minni bílum mega bara gera það sem þeim sýnist. Síðast en ekki síst ef að ferðamönnum fjölgar á milli ára þá að bjóða upp þá sem umfram eru jafnvel þó að árið á undan viðmiðunarárinu hafi þeir verið töluvert fleiri og nýtingarréttur rútufyrirtækjanna sem til voru þá miklu meiri.

  Ég veit. Þessi ferðamannabransi er algjör steypa, alveg á mörkunum að skynsamt fólk nenni að standa í þessu rugli...

  Dude

  SvaraEyða
 10. BTW þar sem heildar fjöldi ferðamanna í heiminum er af augljósum ástæðum takmarkaður þá eru þeir takmörkuð auðlind. OG... ef að ferðaþjónustan væri ekki til staðar kæmi enginn til landsins...

  Dude

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.