Eftir eins og hálfs árs veru í Kabúl, höfuðborg Afganistan, er nú að koma að leiðarlokum. Fyrsta árið starfaði ég í höfuðstöðvum alþjóðaherliðsins, ISAF, og nú síðustu sex mánuði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Á báðum stöðum snerust verkefnin helst að þróunarmálum og þróunarstarfi í samstarfi alþjóðaherliðs, þróunarstofnanna, bæði tvíhliða og marghliða, og sendiráða. Allt með það að markmiði að reyna að tryggja frið, uppbyggingu og betri framtíð fyrir borgara þessa lands sem hefur þurft að þola miklar hörmungar á undanförnum áratugum.
Þetta hefur sannarlega verið athyglisverður tími og mun ég að sjálfsögðu sakna Kabúl og Afganistan að vissu marki. Veran hér hefur verið ómetanleg lífsreynsla, bæði persónulega og faglega.
Eftir viku mun ég yfirgefa Kabúl og Afganistan í síðasta sinn, í bili að minnsta kosti. Önnur verkefni eru framundan. Kem ég heim til Íslands, Inshallah, seint um kvöld daginn fyrir Þorláksmessu, eða rétt um það leyti þegar friðarhátíðin mikla, jólin, er að ganga í garð.
Í stað yfirþyrmandi mengunar mun ég geta notið fersks fjalla- og sjávarlofts.
Heima á Íslandi mun ég ekki þurfa að líta tvisvar þegar maður á mótorhjóli er á ferð, eða þegar beygluð hvít Toyota Corolla ekur hjá.
Engir brynvarðir bílar, engir vopnaðir öryggisverðir með fingurinn á gikknum, engir skyttuturnar, engir sprengjuveggir eða sandpokar.
Drykkjarhæft vatn úr krananum.
Maturinn...!
Og það mikilvægasta af öllu, fjölskyldan.
Já, þrátt fyrir allt á maður óskaplega gott að vera íslendingur.
Það er gott að hafa í huga nú síðustu dagana fyrir jól.
friður kemst alla vega ekki á þarna með því að sprengja afganskt fólk til dauða og skipa því fyrir með byssum, sem er nákv.það sem "alþjóða herliðið" er að gera. Hver þjóð verður að ÞRÓA sig sjálf. Þarna eiga einungis að vera hjálparstofnanir og friðargæsluliðar sem vernda þá starfsemi.
SvaraEyða*snökt* viltu ekki bara láta mann fara að hágráta ha? bara ekki hætta fyrr en maður er hérna á innsoginu bara?
SvaraEyða