mánudagur, 8. nóvember 2010

Þýzkar naglasúpur

Ég er staddur á alþjóðaflugvellinum í Dúbæ á leið heim frá Kabúl. Sé að pistill minn frá í gær um almennar afskriftir hefur fengið örfá viðbrögð. Einnig hefur Gísli Baldvinsson, Eyjubloggarafélagi minn skrifað um pistilinn lítinn naglasúpupistil þar sem hann hafnar almennum afskriftum.

Þegar ég er kominn heim og búin að sinna öðrum mun mikilvægari forgangsmálum eins og að knúsa konuna, krakkana og afastrákinn, og já fara í a.m.k. nokkra langa göngutúra með voffana mína, mun ég setjast niður og svara krítík og athugasemdum í lengra máli (þó ekki bundnu!).

Almenn afskrift hins vegar getur gerst með ýmsum hætti, með beinum aðgerðum eða óbeinum. Tel ég t.d. nauðsynlegt að samfara slíkri aðgerð verði bæði að afnema verðtryggingu og að taka upp nýja mynt.

Byggi ég það m.a. á reynslu öflugasta hagkerfis í Evrópu, ef ekki í heimi, sem tvisvar gekk í gegnum miklar efnahagshörmungar á síðustu öld þar sem innlendar peningaeignir þurrkuðust nánast út. Í bæði skiptin var farið út í róttækar aðgerðir sem skiluðu mögnuðum árangri. Í síðara skiptið svo mögnuðum að það hefur æ síðan verið kallað wirtschaftswunder.

Þetta er hagkerfi Þýskalands og árin sem um ræðir eru annars vegar 1923 til 1924 og hins vegar 1947 til 1948. En meira um það síðar.

Mikið hlakka ég nú annars til þess að komast heim.

3 ummæli:

  1. Sæll Friðrik ég sá að Gísli Bald segir þig í Framsókn en þú ert nú löngu farin þaðan ekki satt? Menn í Utanríkisráðuneytinu segja að þú hafir verið að launa Össuri Skarphéðinssyni greiðann sem hann færði þér með hernaðarstarfinu í Kabúl og því sagt þig úr Framsókn og gegnið í Samfylkinguna. Ekki gott Friðrik, ekki gott.

    SvaraEyða
  2. Vá! Langsótt maður...!

    Ekki veit ég hvaða "menn í utanríkisráðuneytinu" þér eruð að tala við ágæti nafnlaus, en þessi skýring er nú alveg galin.

    Ef eitthvað, hugnaðist það eflaust hæstvirtum utanríkisráðherranum betur að vita af harðkjarna ESB aðildarumsóknarsinna eins og mér í Framsókn.

    Og ekki er ég gengin í Samfylkinguna.

    Ástæður þess að ég gekk úr Framsókn eru mínar eigin.

    SvaraEyða
  3. Þessar aðgerðir sem þú nefnir er mikil mismunun á milli þeirra sem eiga lausafé og þeirra sem eiga áþreifanlegar eignir eins og fasteignir, lönd og verksmiðjur. Hinir fyrrnefndu verða eignalausir en hinis síðanefndu standa með pálmann í höndunum með skuldlausar eignir. Fyrri aðgerðirnar sem þú nefnir á 3. áratugnum olli gríðarlegu róti í þýska samfélaginu og fæddi af sér fjölda fylgi við nasistaflokkinn.

    Ef þú heldur að þetta myndi auka sátt í samfélaginu þá ertu á villi götum. Hvers vegna heldur þú að ríkistjórnir um allan heim hafi gert allt til að halda lífi í bönkunum og tryggja innistæður, það var til að forða því öngþveiti sem menn þekktu frá kreppu árunum sem endaði með seinni heimstyrjöldinni.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.