mánudagur, 10. janúar 2011

Afvötnunarferli ESB

Þetta með aðlögunarferlið er mesti misskilningur. Þetta er afvötnunarferli. Eftir fjármálafyllerí og stjórnsýslusukk síðustu ára og áratuga erum við nú komin í 12 spora prógram hjá ESB til að vinda ofan af allri vitleysunni. Lærum kannski hvernig á að gera langtímaáætlanir og hvaða víti má og á að varast.

Kannski fæst meira “orden i galskapet.” Það er nú alveg til þess unnið.

En eins og með afvötnun, þá eru sumir sem eru tilbúnir til að taka upp nýtt líf af því þeir raunverulega telja að það sé kominn til þess.

Svo eru aðrir sem fara í afvötnun “til að friða fjölskylduna” en meina voða lítið með því.

Og svo eru náttúrulega þeir sem vilja ekkert fara í meðferð af því að þeir eiga ekki við neinn vanda að stríða. Þeir ráða sko alveg við sína drykkju sjálfir!

En lífið er yfirleitt alltaf betra eftir afvötnun, þó það verði nú langt frá því sjálfvirkt fullkomið.Það verður ennþá að hafa fyrir því.

Svo er bara að vona að samninganefndin fái góðan stuðning til að vinna sína vinnu, en hafi þá æðruleysi til að sætta sig við það sem hún fær ekki breytt, kjark til að breyta því sem hún getur breytt og vit til að greina þar á milli...!

8 ummæli:

  1. Snjöll samlíking!

    SvaraEyða
  2. Meðferðarfulltrúarnir eru fullir.

    SvaraEyða
  3. Georg Georgsson (gosi)10. janúar 2011 kl. 20:20

    Glæsilegt.

    SvaraEyða
  4. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  5. Snjöll samlíking hjá þér. "12 spora prógraminu" líkur aldrei. þessi stóri klúbbur er ekkert til að líta upp til, kostirnir eru aumir í vorri björtu framtíð eftir afvötnun. þessi klúbbur hefur t.d. sett okkur í löndunarbann og reynt að fjárkúga okkur. þessi framkoma lagast ekki þega við gefum þeim völdin. hvað banna þeir næst? krana vatn? ljósaperu bannið er sýnishorn um forræðishyggju sem kemur okkur ekki við . Flytjum inn kvikasilfur til þess að spara rafmagn? Það er ekkert að krónunni sem gjaldmiðli það er meðferðin og fjárdrátturinn sem við þurfum að laga. við erum í afvötnun en við þurfum ekki að búa á sambíli það sem eftir er? Það er spurning hvort þú gætir skipt um skoðun þó þú vildir það vegna starfstitils o.f.l. ?

    SvaraEyða
  6. Þetta hljómar meira eins og það ferli sem Írar, Grikkir og Portúgalar eru að fara í gegnum.

    SvaraEyða
  7. Þetta er snilldarlíking, það besta sem ég hef heyrt lengi.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.