laugardagur, 28. maí 2011

Hræðileg frétt

Fréttablaðið og visir.is birta okkur þessa frétt í morgunsárið: Ungt fólk vill vinna í Evrópu.

85% íslenskra ungmenna hafa áhuga á að flytja og prófa að vinna í öðru landi, sem er vel. Hið alvarlega í þessu er að tæpur helmingur þeirra (42%) getur hugsað sér að gera það varanlega.

Þetta kemur fram í könun ESB, Flash Barometer on youth, og var reyndar birt fyrir hálfum mánuði.

Ef rýnt er í þessar tölur má s.s. sjá að, fyrir utan Rúmensk ungmenni (41%) eru 50% og upp úr fleiri íslensk ungmenni en önnur sem geta hugsað sér að flytja úr landi til lengri tíma (sem þýðir í reynd nokkurn veginn varanlega).

Stefnir því í að þorri ungs fólks geti hugsað sér að kjósa um framtíðina, þ.m.t. um aðild að ESB, með farseðlum í stað kjörseðla.

12 ummæli:

 1. Kannski ekki nema von. Það er engin framtíð í þessu landi.
  Við erum með vonlausa ríkisstjórn sem hefur enga stefnu í atvinnu- né efnahagsmálum.

  Stefna núverandi ríkisstjórnar er fyrst og fremst mannréttindapólitík, þar sem að ofuráhersla er að rétta hag sérhagsmuna- og minnihlutahópa.

  Eins og staðan er í dag ríkis hér efnahagsstefna skv. hugmyndafærðinni "eitthvað annað" (en stóriðju).

  Við sjáum bara hvað þessi "eitthvað annað" efnahagsstefna er að skila okkur; versnandi lífskjör, fólksflótti, fátækt, hingnun samfélagisin, svo eitthvað sé nefnt.

  Hinsvegar blómstrar fólkið sem eru talsmenn "eitthvað annað" hagskerfisins. Það er allt með vinnu ef einhverju tagi, margir eru á framfæri hins opinbera sem t.d. listamenn og ritfhöfundar, einhverjir eru í "sérverkefnum" hjá ríkinu, og þannig mætti lengi telja.

  Til að toppa þetta "eitthvað annað" hagkerfi, þá fékk þetta fólk tónlista- og menningarhöll færða á silfurfati frá skattborgurnum, Hörpu, sem nær væri að kalla Alþýðuhöllina.

  Það verður að koma hér á almennilegri atvinnu- og efnahagspólitík, annars verðum við fátækasta þjóð Evrópu. Ekki einu sinni ESB-aðild minni laga svona ástand.

  SvaraEyða
 2. Ég flutti úr landi fyrir 20 árum og sé alltaf betur og betur hvað það var góð ákörðun. Fréttirnar af Íslandi eru spilling (alls staðar og einkanlega í orkumálum), mengun (Akureyri, Ísafjörður, Hveragerði, Bláfjallavirkjun, svifriksmengun, jeppaútblástur, áliðnaður), og dóp (sérstaklega læknadóp sem er að drepa ungmennin á meðan fólk sem ræktar gras er sett í fangelsi).

  Sumsé, ástandið er ekki gott.

  En sem vel menntaður maður, þá hefur manni dottið í hug að flytja heim og leggjast á vogaskálarnar með að bæta samfélagið. Það sem ávallt hindrar þá hugsun er að það er of mikil spilling, innanflokkshagsmunir og klíkuskapur. Ég tel að ef maður sótti um vinnu á Íslandi, þá ætti ég litla möguleika vegna langrar dvalar erlendis og vegna lítilla ættartengsla við stjórnmálamenn.

  Á Íslandi gengur allt út á ættbálkahollustu en ekki hæfileika.

  Ég uni mér því vel erlendis og óska ungum Íslendingum góðrar ferðar og þess að þau njóti vel frelsisins sem felst í því að vinna sig upp í góða stöðu af hæfileikum einum saman.

  SvaraEyða
 3. Nafnlau kl. 13:35

  Það er ekki verið að bæta samfélagið núna, þvert á móti er verið að rífa það niður samkvæmt viltustu pólitískum kredduhugsjónum vinstrimanna.

  Vinstrimenn hafa enga stefnu í atvinnumálum. Ég endurtek; ENGA STEFNU Í ATVINNUMÁLUM.

  Þeir vilja ekki nýta orkuauðlindir landsins (sem í raun eru okkar olía) heldur friða þær. Við eigum semsagt bara að horfa á þær.
  Fáum við pening fyrir það?

  Svo á að rífu niður sjávarútveginn með sömu aðferð og Mugabe reif niður landbúnaðinn í Zimbawe, en hvort tveggja er gert í nafni réttlætis og mannúðar.

  Finnst einhverjum að Zimbawe sé blómstrandi ríki? - (Höfum í huga að í Zimbawer er atvinnuleysið 80% og verðbólga nokkur hundruð prósent).

  Það fara eins fyrir Íslandi í anda vinstrimanna og fór fyrir Zimbawe undir stjórn marxistans Mugabe.

  SvaraEyða
 4. Sæll Friðrik,

  þar sem ég er læknir þá hefur í þeirri stétt verið löng hefð fyrir sérnámi erlendis. Mín kynslóð, fædd í kringum 1960, var alltaf staðráðin í því að flytja heim aftur. Það sem hefur breyst með tímanum er að unga fólkið finnst ekkert tiltökumál að flytja út og búa þar. Ungir læknar á síðustu árum hafa vel getað hgsað sér að setjast að erlendis ef góð vinna væri í boði. Þetta endurspeglar sennilega breytingu á tíðaranda hjá ólíkum kynslóðum og er örugglega ekki einskorðað við lækna. Þess vegna er ungt fólk opið fyrir því að búa erlendis. Eina lausnin er að bjóða þeim betur en gert hefur verið hingað til, þau meta stöðuna þannig að það sé ekki líklegt og því fara þau.

  SvaraEyða
 5. Ég er búsettur í Danmörku, en er núna að flytja til Íslands tímabundið aftur. Þar sem ekki gekk hjá mér að búa í Danmörku þetta skiptið.

  Ég ætla mér hinsvegar að flytja aftur erlendis um leið og tækifæri og tekjurnar hjá mér styðja slíkt (væntanlega annað land en Danmörku). Þá ætla ég mér ekki að flytja aftur til Íslands. Enda hef ég afskaplega lítinn áhuga á því að búa á Íslandi. Þar sem að eina leiðin upp á við er með flokksskírteini í vasanum.

  SvaraEyða
 6. 5 af síðustu 10 árum hef ég búið erlendis við nám og störf. Hefði ekki getað farið nógu fljótt af landi sem unglingur, og þykir fátt leiðinlegra en búa á Íslandi. Landið er í besta falli "fall back option", ef allt annað bregst, svona eins og að búa í kjallaranum hjá ömmu. Ömmu sem býr á Raufarhöfn.

  Í útlöndum er hver dagur ævintýri. Maður nýtur lífsins á góðum og ódýrum veitingastöðum, menningarstofnunum og risastórum mollum. Veðrið er gott, fólkið er fallegt og kann að daðra. Launin eru betri, vinnutíminn manneskjulegri og ekki allt tekið af manni í skatta. Hið daglega líf er fullt af lúxus.

  Á Íslandi gerir maður ekki annað en vinna alla daga. Veðrið er vont, fólkið leiðinlegt og plebbalegt, ekkert að gera á kvöldin nema horfa á Kallakaffi eða Útsvar. Og það litla sem maður nær að skrapa saman með því að þræla sér út myrkranna á milli er tekið af skattinum og bönkum.

  Þá gera stjórnvöld allt sem þau geta til að gera lífið á Íslandi leiðinlegra og ömurlegra. Frumkvöðlar eru bundnir á höndum og fótum af reglum og sköttum, og allt sem heitir lúxus og lestir er ýmist bannað, háð innflutningskvótum, aðeins selt af ríkinu (milli 9 og 5) eða skattlagt langt út fyrir kaupgetu hins almenna launamanns.

  Neitakk ómögulega.

  SvaraEyða
 7. Ef að Ísland á að hætta að vera land "útflytjenda" með sína hörðu náttúru verður að vera einhver "bónus" fyrir að hjara þar. Hærri laun en annar staðar, (fyrir alla )góðar og ódýrar samgöngur til útlanda, velferðakerfi sem gefur þér eitthvað fyrir þá skatta sem þú borgar o.s.frv. Ekkert af þessu er til staðar ... svo bæ bæ börn...

  SvaraEyða
 8. Bjó í Danmörku frá 1991 -2002 og það var dásamlegur tími.

  Ísland sem ég flutti til árð 2002 var gott land þar til árð 2005 þegar allt fjármálasukkið byrjaði með sínum útrásardrullusokkum sem lögðu allt undir sig.

  Eftir hrun hefur landið versnað til muna. Lífskjör eru orðin léleg, stjórnvöld stýrast af hatri og heift gegn pólitískum andstæðingum.

  Nú á að setja í verk viltustu drauma vinstri-öfgasfólks.
  Öfgagfemínismi ræður ríkjum, karlmenn eru orðnir verr settir efnahagslega og félagslega en konur.

  Boð og bönn eru hér allsráðandi, allt frjálslyndi er horfið, og allir sem dirfast að líta á konur eru stimplaðir kynferðisafbrotamenn sem beiti konur kynbundnu ofbeldi.

  Ég sakna hinnar fjálslyndu Danmörku með sínum velrekna samfélagi, þar sem frelsi einstaklinga er mikið, þar sem ofur-femínismi ræður ekki ríkjum, þar sem maður fær eitthvað fyrir skattana sína, þar sem framkvæmdir eru leyfðar því þeir eiga ekkert sem líkist VG þarna í Danmmörku.

  Ætla að flytja til Danmerkur fljótlega með fjölskylduna, því það er ekkert útlit fyrir að öfga-alræðisstjórn Jóhönnu og co. fari frá völdum næstu árin.

  SvaraEyða
 9. Þetta er svoldið sérstakt. 18 ára (árið 2004) fékk ég vinnu sem hugbúnaðarverktai á Ítalíu. Ég hefði vel getað hugsað mér að búa þarna lengur en út sumarið ef evran hefði verið aðeins hærri gagnvart krónu.

  Hugmyndin sem ég gekk með eftir það sumar var að vinna sem verktaki fyrir íslensk fyrirtæki og búa í Evrulandi. Síðar fór hugmyndin að snúast við því með falli krónunnar var orið sniðugra að búa hér og fá erlendar tekjur.

  Málið er að í dag, með gjaldeyrishöftunum er ekki auðvelt að standa í svona streði. Það er miklu sniðugra að flytja bara út, vera þar og fá óbjagaðar tekjur í alvöru peningum.

  SvaraEyða
 10. Thad er átakanlegt, hvernig komid er fyrir íslensku thjódinni. Ungt fjölskyldufólk med eftirsótta menntun & kunnáttu sér sér ekki annad faert en ad hverfa af landi brott sakir bágra lífskjara, hárrar skattheimtu, skorts á atvinnuöryggi og midaldalega langs vinnutíma, sem hvergi finnst nema í ( van-)thrónarlöndunum.
  Thad sem verra er; thessi neikvaeda thróun vindur upp á sig med hverju árinu sem lídur. Thví meiri sem atgervisflóttinn er af landinu, thví dekkri verda framtídarhorfurnar fyrir thá vesalinga sem hjara hér vid ríran kost. Ad lokum verda einungis aldnir og aumingjar eftir á landinu. Their hinir sem búa yfir eftirsóttri thekkingu verda allir flutir til Noregs, hinna Nordurlandanna eda annarra theirra landa sem saekjast núna eftir fólki med frambaerilega menntun. Háskóli Íslands er í rauninni akademísk klakstöd fyrir nágrannathjódir sem bjóda nýútskrifudum raunvísindamönnum mannsaemandi kjör, enda vita thessar thjódir ad framtídarhorfur rádast af menntun og raunvísindafólki getur thví seint verid of vel borgad. Orri Ólafur Magnússon DE

  SvaraEyða
 11. Bjó í ESB-landi yfir áratug, flutti heim í lok góðærisins, aðallega vegna fjölskylduaðstæðna. Hef séð Ísland færast frá fjármálalegu mikilmennskubrjálæði yfir í ofstopakennt samfélag þar sem bullandi þjóðremba, útlendingahatur og einangrunarhyggja blómstra sem aldrei fyrr! Hefði aldrei trúað því að lesa hluti á borð við "innlend fjárfesting betri en erlend" og svo framvegis. Og þetta frá ungum og menntuðum einstaklingum! Algerlega ótrúlegt!!

  SvaraEyða
 12. Ég held að vandinn sé að hreyfanlegt, menntað fólk á aldrinum 25-35 upplifi svo mikið ranglæti á Íslandi þessa dagana. Ég vann t.d. hjá útflutningsfyrirtæki og mér eru enn minnisstæðir ársfjórðungslegir fundir þar sem starfsfólki var kynnt verulega blómastrandi afkoma fyrirtækisins af brosandi leiðtogum. Ég vissi svo sem alveg hvaðan sú tekjubót fyrirtækisins kom (verulega lækkaður innlendur kostnaður) og var ekki alveg jafn hress með þetta...

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.