Samfylkingin er jafnan gagnrýnd af fulltrúum annarra flokka á þingi fyrir það að hafa enga aðra framtíðarsýn en aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þessi gagnrýni beinist augljóslega jafnframt að okkur sem ekki eru félagar í Samfylkingunni, en eru hlynntir aðild Íslands að ESB.
Sú gagnrýni er við nánari skoðun ósköp léttvæg, þó ekki væri nema af tveimur megin ástæðum.
Annars vegar vegna þess að framtíðarsýnin Ísland í ESB er ansi mögnuð og fæli í sér verulegar breytingar á ýmsum sérviskuháttum íslenskum. Alvöru fríverslun við okkar helstu nágrannaþjóðir á svo að segja öllum sviðum yrði stærsta merkjanlega breytingin frá fyrsta degi, áhrif á stjórnsýslu yrðu önnur breyting, margt til batnaðar, sumt íþyngjandi, og víðtæk efnahagsleg áhrif yrðum við vör við í vaxandi mæli, sérstaklega í aðdraganda upptöku Evru sem gjaldmiðils, og ekki síst þegar því takmarki yrði náð, svo fátt eitt sé talið.
Hins vegar vegna þess að þeir sem gagnrýna með þessum hætti hafa ekki boðið upp á neina sambærilega framtíðarsýn eða valkost sem hægt væri að stilla upp andspænis aðild að ESB. Vefur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, er skýrt dæmi um þetta. Þar á forsíðu er tengill í skjal sem yfirskriftina “12 ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild”. Allar ganga þær meira og minna út á að hafna aðild út frá mestmegnis bábyljurökum um hversu afleitt samband þetta er, en hvergi er reynt að setja fram annan heildarvalkost.
Sama er að segja um þá stjórnmálaflokka á þingi sem afdráttarlaust hafna aðild. Ekki virðist fara mikið fyrir heildstæðri framtíðarsýn, valkosti eða -kostum, hvað þá stefnu.
Bægslagangurinn gegn aðildarviðræðum við ESB ber þetta með sér. Það er helst vaðið áfram í neikvæðni og niðurrifi, en lítið boðið upp á aðra valkosti.
Finna má hins vegar brot af stefnu og stefnumiðum í einstökum málum, sem kannski helst má samþætta undir slagorðunum “Virkjum, veiðum og verðtryggjum!”
Í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn mánudag skrifaði Illugi Gunnarsson, alþingismaður, ágæta grein undir yfirskriftinni “Verkefnin blasa við”. Verkefnin voru að mati þingmannsins fern – lækkun skatta, óbreytt kvótakerfi, nýting orkuauðlinda og ný peningastefna. Lítið fór fyrir smáatriðum, en þó vakti það athygli mína að þingmaðurinn útilokaði ekki aðild Íslands að ESB og evru sem valkost tengdum peningastefnunni. Reyndar minntist hann ekki á ESB svo neinu næmi og ekki kallaði hann eftir því að draga aðildarumsóknina til baka.
Virði ég það hjá þingmanninum að í stað þess að raupa um aðildarumsóknina að ESB og að hún komi í veg fyrir að unnið sé að öðrum málum setti hann fram það sem hann telur mikilvægt að vinna að. Svo má vera sammála því eða ekki. Aðalatriðið er þó að verkefnalisti þingmannsins virtist vera enn ein útgáfan af “Virkjum, veiðum og verðtryggjum”, með viðbótarkryddinu skattalækkun.
Ég er ekki á móti virkjunum, en það verður að vera innan skynsamlegra marka og ekki felst í því bjargræði fyrir alla. Einnig er fjárfestingaumhverfi til virkjanna ekki með besta móti og kallar annað hvort á ríkisábyrgðir eða, og jafnvel einnig, háan fjármögnunarkostnað. Sama á við um veiðarnar, þær munu fara fram, en hvorki gefa Íslandi þær viðbótartekjur eða þau viðbótarstörf sem þarf. Um skattamálin, peningastefnuna og fylgifisk hennar, verðtryggingarbölið, ætla ég ekki að fjölyrða í þessum pistli.
Ég horfi hins vegar upp á að sú framtíðarsýn sem felst í auknu samstarfi og samþættingu við okkar helstu nágrannaþjóðir og þær þjóðir sem náð hafa lengst í þróun efnahags-, réttinda- og velferðakerfa, þrátt fyrir núverandi erfiðleika, er undir stöðugri árás meinfýsinna sem bjóða upp á takmarka framtíðarsýn sjálfir, nema ef vera skyldi meira af því sama.
Á meðan hlusta ég á börnin mín gera sínar framtíðaráætlanir og er Ísland ekki lengur hluti af þeim. Þeim hugnast ekki þetta eilífa basl.
Og ég heyri í vinum og kunningjum sem ekki starfa við virkjanir og veiðar, til dæmis við sköpun, og þá einkum nýsköpun, og áætlanir þeirra um framtíðina eru orðnar án Íslands.
Ég hef framtíðarsýn um Ísland sem land efnahagslegs stöðugleika, en jafnframt framþróunar. Land tækifæra, land erlendrar og innlendrar fjárfestingar, land fríverslunar, menntunar og heilbrigðis. Land skynsemi í skattamálum, land þar sem jafnvægi verður milli þess að nýta og njóta náttúrunnar. Land án verðtryggingar.
Land ábyrgðar á alþjóðavettvangi. Land samstarfs og samvinnu.
Land framtíðar kynslóða. Lands vina minna og ættingja, forfeðra, barna og barnabarna.
Ég tel að betur megi uppfylla þessa framtíðarsýn með aðild að ESB
Ég vil því skora á þá sem eru því ósammála að koma fram með heildstæðan annan valkost. Það gæti gefið okkur kost á því að í reynd velja á milli skýrra kosta þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning.
Kannski myndi líka öll umræðan um framtíð Íslands fá á sig eitthvað jákvæðara yfirbragð.
Því bæri að fagna.
Ertu á leiðinni í forsetaframboð?
SvaraEyðaHey, hættið þessum helvítis lygum. Þetta er aðlögunarferli, engar aðildarviðræður. Það eina sem er verið að semja um er aðlögun Íslands að óumsemjanlegu regluverki ESB, og sú aðlögun þarf að fara af stað ÁÐUR en þjóðin fengi að kjósa um aðlögunarsamninginn.
SvaraEyðaÞað er talað um að framtíð Íslands fá jákvæðara yfirbragð. Er þá að verið að meina jákvæðari lygar?
Það er lýðræði í þessu landi. Meirihlutinn ræður. Punktur. Við viljum ekki í ESB og við viljum ekki halda áfram í aðlögun að ESB. Punktur.
Það breytir nákvæmlega engu hversu mikið þið vælið og orgið. Sýnir bara hve miklir vælukjóar þið í raun eruð.
Spurningin er röng. Þú spyrð eins og valið standi milli Nýja-bíós og einhvers annars bíós, þegar engan langar í raun í bíó. "heildarvalkosturinn" sem þú óskar eftir er óbreytt ástand, sem hefur dugað okkur nokkuð vel í 1100 ár.
SvaraEyðaáhugaverð ummæli hér að ofan. Það er eins og menn haldi að heimurinn haldist óbreyttur um alla framtíð og að það sem virkaði vel í gær er bara fínt á morgun líka... no matter what.
SvaraEyðavarðandi fávitann sem talaði um aðlögunarferið - þá væntanlega vill sá snillingur að við göngum úr EES því vissulega erum við aðilar að ESB á mörgum sviðum... bara ekki öllum. Í þeirr aðild felst reyndar að við tökum upp allar reglugerðir án þess að hafa neitt um þær að segja.
Ég er soldið vonsvikinn yfir hægri mönnum á Íslandi - ég hélt í alvöru að menn væru með einhver önnur plön en "Ekki ESB" - einhverja aðra valkosti um hvers konar framtíð menn vilja byggja hér.... hvar verðum við eftir 10 ár varðandi gjaldmiðil, útflutning, helstu atvinnugreinar o.s.frv. - það ber hins vegar ekkert á þessu.
Ég segi bara - ég vil sjá hvernig díllinn lítur út og kjósa um hann. Aðlögun eða ekki aðlögun, ef við fellum dæmið þá skiptir þessi aðlögun engu máli. Og svo að lokum þá hafa Samtök Iðnaðarins gert kannanri undanfarin 15 ár um hug þjóðarinnar til ESB og þar hefur aðild ávallt verið í tæpum meirihluta. Núna heyrist reyndar meira í þeim sem vilja ekki aðild en það er meira svona upphrópanir og vein frekar en rök og skynsemi
Góð grein.
SvaraEyðaHalldór
Já, Ægir kallar þá fávita sem krefjast að lygum verði hætt. Þvílík fásinna það!
SvaraEyða...svo heldur hann því fram að við höfum ekkert að segja um reglugerðir, og þess vegna þurfum við að ganga í ESB. Vill hann kanski halda áfram lygum esb-sinna að þótt við fengjum bara 0,8%, eða álíka, af þingmönnum í Brussel, þá fengjum við þó heilt atkvæði í ráðherraráðinu. Lissabon-"sáttmálinn" segir þó kýrskýrt að við fengjum líka atkvæðafjölda skv. íbúafjölda í ráðherraráðinu. Enn ein lygin, en esb-sinnar auðvitað steinþagnaðir um hana.
Og já, gott að endurskoða EES-samningin og kanski segja honum upp og næla okkur í tvíhliðasamning við ESB, eins og Sviss. Færði EES-samningurinn okkur ekki þetta yndislega fjármálafrelsi sem keyrði allt á kaf?
Ægir er enn ein sönnunin fyrir mér að esb-sinnar ganga ekki heilir til skógar. "..ég vil sjá hvernig díllinn lítur út og kjósa um hann. Aðlögun eða ekki aðlögun.." Sem betur fer eru slíkir fávitar í miklum minnihluta, og sem betur fer er lýðræði á Íslandi sem þýðir að það breytir engu hversu margir fábjánar eins og Ægir væla og tuða, það er þjóðin sem ræður og þjóðin vill ekki ESB og vill ekki aðlögun. Punktur!
ESB segir:
SvaraEyða„First, it is important to underline that the term “negotiation„ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing af the candidate´s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.
And these rules ( also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable. For candidates it is essentially a matter of agreeing how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate´s implementation of the rules.“
Samspillingin lýgur og lýgur. Ekki hægt að treysta á eitt einasta orð sem vellur upp úr þessu liði. Lygahundar eða heimskingjar sem gleypa lygarnar hráar. Landráðapakk.
Það er mikil þröngsýni að halda því fram, að ef við gögnum ekki í ESB, þá sé engin framtíðarsýn til fyrir land og þjóð.
SvaraEyðaHvernig hafa t.d. Noregur og Sviss spjarað sig?
Og hvernig hafa öll önnur lönd en þau 27 sem eru í ESB, spjarað sig?
Og hvernig munum við spjara okkur ef við göngum ekki í ESB?
Hvernig spjöruðum við okkur fram að hruni?
Sú sviðsmynd sem blasir við með ESB-aðild verður líklega sú að atvinnuleysi verður hér landlægt.
Dæmin sanna þetta t.d. með Svíþjóð, Finnland o.fl. lönd ESB.
Vegna óhagstæðs skiptigengis á krónu upp í Evru, munu laun hér á landi í Evrum talið verða langt um lægri en í löndum eins og Þýskalandi, Frakklandi, Holland, Belgíu, o.fl. kjarnaríkjum ESB.
Stjórnun lykiliðnaðar þjóðarinnar, sjávarútvegsins, verður í höndum kommissara þeirra 27+ ríkja ESB í ráðherrraráðinu í Brussel.
Ætli að það séu margir á Íslandi sem vilja sætta sig við þetta.
Kannski þeir sem eru með blauta drauma um að komast í góð störf niður í Brussel.
Það sem við þurfum fyrst og fremst að gera er að koma á nýju fjármálakerfi sem þjónar þörfum og hagsmunum almennings (ólíkt ríkjandi kerfi). Augljóslega þarf fólk að velja á milli nýs fjármálakerfis og aðildar að ESB, því innan ESB festum við þeirra ósjálfbæra fjármálakerfi í sessi.
SvaraEyðaÞað hlýtur bara að vanta grundvallarskilning á fjármálakerfinu hjá þeim sem aðhyllast aðild að ESB.
Gallinn er sá að flestir sem hafa sterka skoðun á málinu eru svo tilfinningalega "invested" í því að þeir koma ómögulega auga á rök andstæðingana. Gildir það jafnt um aðildar(eða umsóknar) sinna og andstæðinga ESB.
SvaraEyðaFylgjendur aðildar hafa t.d. ekki svarað málefnalega þeim efasemdum sem hafa komið upp varðandi framtíð evrusvæðisis og skynsemi þess að semja við samband sem stendur í miklu umbreytingarferli.
Persónulega fannst mér sterkustu rökin fyrir aðild að sambandinu (og ég vil enn sjá samning!) vera stofnanalegt aðhald, meiri fagmennska í stjórnsýsluna hér. En spillingardæmin og óreiðan í Grikklandi sýnir að aðild að ESB tryggir fráleitt slíkt. Þau rök eru því farin út um gluggann.
Einnig finnst mér of mikið gert úr kjarabótum þess að fá evru fyrir almenning, sérstaklega varðandi húsnæðiskostnað. Lægri vextir þýðir einfaldlega hærra húsnæðisverð. Hins vegar myndi evran líklega færa meiri stöðugleika og hugsanlega og minnka skynjaða landsáhættu í hugum fjárfesta.
Menn verða bara að hætta að slá hlutum fram svart/hvítt. Heimurinn er ekki þannig.
Andstæðingar ESB geysast hér fram með hefðbundnum svívirðingum og rökleysum.
SvaraEyðaÞeir geta verið rólegir. Íslendingar skortir greind til að skynja hvað framtíðarsýn er.
Nafnlaus hér að ofan bendir á að Noregur og Sviss hafi spjarað sig vel utan ESB. Það er rétt.
En hafa Íslendingar sömu sögu að segja? Heldur betur ekki.
Séu menn á móti ESB aðild er lágmark að leggja fram stefnu í efnahags- og peningamálum.
Það þýðir ekki bara að gaspra og svívirða.
Nema Íslendingar vilji vera frægastir í heimi fyrir greindarskort, hvort sem miðað er við höfðatölu eður ei.
Afar góð grein og mikið er ég sammála henni Friðrik. Er nýflutt til Keflavíkur af Norðurlandi vestra. Þar hefur um árabil verið neikvæður hagvöxtur - meira að segja í "góðærinu". Þar er andstaðan við aðild að ESB gríðarleg - enda SÍS andinn svífandi þar yfir vötnum. Kaupfélögin komu inn í staðinn fyrir Dani og það mætti segja mér að hugarfarsleg framþrógun hafi stöðvast þar. Skelfileg þröngsýni og fordómar - mikið verk framundan varðandi fræðslu um möguleikana innan ESB
SvaraEyðaKannski útþenslustefnu? Byggð á því að nota þann sterka her sem verndar landið til að taka yfir (?) Færeyjar. Ætti að vera auðvelt að fjármagna þessa stefnu með því að gefa út skuldabréf í okkar sterku mynt. Svo getum við (eins og t.d., Kína og Indland) notað okkar mikla mannfjölda til að hefja meiri háttar framleiðslu og efnahagsundur. Ef þetta dugar ekki til, þá getum við flutt út ljósið sem bræðurnir frá Bakka kenndu okkur að bera í húsið.
SvaraEyðaÞegar þessum frumþáttum er lokið, þá verður ekkert mál fyrir okkar bestu stjórnsýslu allra stjórnsýslna að hafa áhrif á Alþjóðlegar stofnanir til að leyfa okkur að gera það sem okkur sýnist. Einhliða fríverslunarsamningar, t.d. Skilningur og samstarf er bara veikgeðja hugsunarháttur undirlægja og landshatara.
Vandamálið er held ég að Íslendingar eru stórþjóð sem er föst í viðjum þorps undir heimskautinu. Verðum að stækka sjóndeildarhringinn--með útþenslu. Af því að við erum best og vitum betur en gamla Evrópa, púkó Ameríka, eða þetta skrítna fólk sem er ekki einu sinni af evrópsku bergi brotið.
Augljósi "heildstæði" hinn kosturinn er óbreytt fyrirkomulag.
SvaraEyðaÉg vona að menn séu ekki fullkomlega einlægir þegar þeir láta eins og það sé versta hugmynd í heimi, árangur Íslendinga á síðustu áratugum á flestum lífsgæða indexum bendir til þess að eitthvað hafi verið gert rétt.
Nú þótti mér það vera algjört glapræði að sækja um aðild að ESB með ríkisstjórnina rótklofna í málinu á einum erfiðustu tímum í lýðveldissögunni, en sú ákvörðun var tekin og besti kosturinn í stöðunni er þá að klára málið. Fá samning og kjósa.
Að því sögðu vill ég fá að segja eftirfarandi:
Það þarf að færa rökin fyrir aðild úr frasaforminu hið fyrsta. Ég hef lesið það 1000 sinnum að vextir lækki og húsnæðislán verði óverðtryggð - nú vill ég fá að vita lið fyrir lið hvernig það gerist OG hvað verði um mitt húsnæðislán.
Páll J. kallar það svívirðingu og rökleysu og benda á ágallana við ESB og það að hafa efasemdir um þetta ágæta "frelsis- velferðar- og framþróunarbandalag" sem ESB er í augum auðtrúa ESB-sinna.
SvaraEyðaPáli J. vil ég benda á að við getum alveg spjarað okkur utan ESB. Allt sem til þarf er vilji og agi og hann hefur aldrei verið til staðar.
Er ekki kominn tími til þess að við tökum okkur saman og breytum þessu.
Það eru ekki nema ca. 60-65 ár síðan við skriðum út úr torfkofunum.
Frá þeim tíma og fram undir 1990 var Ísland þróunarland í skilningi orðsins
Frá 1990 vorum við í topp 5 í öllu alþjóðlegum samanburðum varðandi efnahagslega framþróunm, verlferð, þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum á mann.
Og þetta gátum við þrátt fyrir að vera ekki í ESB.