Að tala um einhvern sem prófessor táknar yfirleitt að viðkomandi sé eilítið utan við sig. Klár, en ekki alveg í sambandi við umheiminn eða raunveruleikann.
Ætli prófessor Vandráður úr Tinna-bókunum sé ekki sá prófessor heimsbókmenntanna sem endurspeglar þessa samlíkingu einna best?
Nú hafa fjórir prófessorar í lögum, tveir núverandi og tveir fyrrverandi, stigið fram og kallað eftir að farin verði dómstólaleiðin í ICESAVE málinu.
Enginn þeirra getur reyndar útskýrt með hvaða hætti það ætti að geta átt sér stað, enda endurpeglar málflutningur þeirra þá staðreynd að enginn þeirra hefur neinn bakgrunn á sviði alþjóðaréttar, enginn þeirra hefur neina reynslu á sviði alþjóða milliríkjasamskipta og sannarlega hefur enginn þeirra nokkurn tíma setið öðru hvoru megin við borðið í erfiðum samningaviðræðum ríkja í millum.
Nú má vel skilja hins vegar hina fræðilegu greddu að vilja fá lögfræðilega "fixídeu" um að Ísland þurfi ekki að bera ábyrgð vegna ICESAVE rædda og metna fyrir framan einhverskonar dómstól. Í þessu samhengi er kannski rétt fyrir prófessorana að hafa í huga þessi orð Yogi Berra: "In theory, there is no difference between theory and practice. In practice, there is."
En engum af þessum prófessorum hefur hins vegar tekist að sýna fram á með óyggjandi hætti að lögfræðilega sé málstaður þeirra það sterkur að hann sé áhættunnar virði.
Sumir þeirra eru reyndar orðnir hressilega tvísaga í málinu, en starfandi prófessorinn við Háskóla Íslands hefur þegar orðið uppvís af því að hafa a.m.k. tvær skoðanir hvað varðar það hvort Ísland beri ábyrgð að lögum. Sama gildir um prófessor Emerítus, sem fyrr í vikunni lét hafa eftir sér að það hlyti nú að vera hægt að koma sér saman um einhvern dómstól í málinu, en lætur svo hafa eftir sér í fjölmiðlum í gær að samþykkt samninganna sér eini kosturinn í stöðunni.
"I used to be indecisive, but now I'm not so sure!"
Hinn starfandi prófessorinn gerði siðferði að umtalsefni í blaðagrein og taldi það síðlaust að neyða Ísland til að standa við gerða samninga, og væntanlega þannig siðlegt að hlaupast undan skuldbindingum sínum og fría sig ábyrgð á þjófnaði sem fram fór á okkar vakt. Merkileg siðfræði það.
Og fyrrverandi prófessorinn og núverandi hæstaréttardómarinn fabúleraði eins og aðrir um óskilgreinda dómstólaleið, jafnframt sem hann fullyrti að siðaðar þjóðir leystu nú fyrst og fremst úr sínum ágreiningsmálum frammi fyrir dómstólum. Ekkert er eins fjarri sanni. "Siðaðar" þjóðir leysa fyrst og fremst úr sínum ágreiningsmálum með samningum. Dómstólaleiðin, ef hún er þá yfirhöfuð fær eða í boði, er jafnan næst síðasti kosturinn í úrlausn milliríkjadeilna.
Fari svo að Alþingi hafni ríkisábyrgð vegna ICESAVE, mun ekki fyrir kraftaverk falla af himnum ofan einhver dómstóll til að skera úr um málið.
Eini kosturinn væri að setjast aftur að samningaborðinu.
Svo er eins og það hafi algerlega gleymst að Íslandi bauðst að setja málið í gerðardóm. Allt var til reiðu af hálfu ESB þegar þáverandi fjármálaráðherra ákvað að hætta við. (Fréttablaðið gerði grein fyrir þessu sl. haust.) Hvers vegna gerði hann það? Óttaðist hann lagalega stöðu Íslands og að útkoman yrði hugsanlega mun verri?
SvaraEyðaFrissi, hvenær varðst þú dr. í alþjóðarétti?
SvaraEyðaNafnlaus: Árni Matt tók þessu kostaboði í einhverju stundarbrjálæði, en það var skotið niður af frekar lítið hressum Össuri Skarphéðinssyni og Geir H. Haarde hér niður. Þessi svokallaði gerðardómur átti að 4/5 að vera skipaður embættismönnum ESB.
Guðmundur Gunnarsson
SvaraEyðaÞú segir merkilegar fréttir.
Magnús Thoroddsen fyrrum forseti Hæstaréttar Íslands fullyrðir amk. eru 4 færar leiðir hvað alþjóðaómstóla varðar sem geta tekið upp ágreiningsmálið milli okkar og Breta og Hollendinga.
Ef mér skjátlast ekki þá hafa aðrir sérfróðar sem einhverja dýpri þekkingu hafa á þessum málum en óbreyttir leikmenn haft svipaða sögu að segja.
Sú leið sem við öll getum verið sammála um að Bretar og Hollendingar geta alltaf sótt málið fyrir íslenskum dómstólum, eins og allir erlendir þegnar og þjóðir sem telja Íslendinga skulda sér og eða brotið á rétti sínum.
Lögfróðir fullyrða að EFTA dómstólnum er skillt að skila inn áliti um ágreinismál milla þessara þjóða sé þess óskað, sem gæti nýst giska vel fyri dómstólum hér, - ætlar maður.
Að þeir þora ekki að mæta getur aldrei átt að vera vandamál Íslendinga.
Málið snýst ekki um hverjum IceRape er að kenna, heldur snýst það um að þjóðinni þykir stúdentinn Svavar Gestsson hafað skilað inn það óhæfum og óraunhæfum samningum sem ófært er að samþykkja, enda ávísun á að verða aldrei greiddir. Svoleiðis samninga skrifar engin siðmentuð þjóð uppá, þótt óhæfum jarðfræðingnum Steingrími og flugfreyjunni Jóhönnu þyki þeir "glæsilegir" og afar gagnlegir að nauðaga þjóðinni inn í ESB.
Engin þjóð mun setja sig upp á móti því að Íslendingar bylti spilltum stjórnvöldum í eigu auðróna vegna landráðsins sem þau reyndu að fremja. Sem og að þjóðin vilji leysa ágreining um þetta hörmungarmál með sanngyrnis sjónarmið að leiðarljósi hvort sem útkoman yrði betri eða verr. Rétt skal vera rétt, og þessi mafísku vinnubrögð stjórnarinnar, lygarnar og pukrið er fullkomlega óásættanleg og eitt og sér ætti að duga til að stjórnin spryngi.
IceRape er mál á ekki neinni venjulegri stærðargráðu lítillar þjóðar og út í hött að tala um eins og "Busines as Usual" hvað deilur á milli þjóða áhrærir.
Ágætt væri fyrir okkur að hafa í huga að í kreppunni í Færeyjum, sem var barnaleikur miðað við það sem við stöndum fram í fyrir, þá misstu þeir ungt fólk úr landi sem samsvara því að héðan flýðu 70.000 manns.
Ætli IceRape útreikningar stúdentsinsins og jarðfræðingsins geri ráð fyrir að jafnvel fleiri en það neyddust til að flýja Ísland þegar fáránlegar bjartsýnistölur um endurgreiðslu sem nema meira en heildarafkomu fiskveiða á ári, í afborganir á hverju ári?
Það sem við höfum lært af öllum þjóðar beturvitunum og sérfræðingunum sem hafað gert ítrekað á sig fræðilega séð fyrir og eftir hrun, að þeir vita nákvæmlega ekki neitt um eðli og viðbrögð almennings mun verða, og þess vegna hafa oftar en ekki alrangt fyrir sér í meginþáttum stærri og flóknari mála eins og td. þessa.
IceSlave verður bara “betri og betri” eftir því sem að maður áttar sig betur á flóknum breskum lagakrókum.
SvaraEyðaHér kemur fram að IceSlave opnar möguleika á frekari “leiðréttingum” í málum breskra innistæðueigenda þ.e. ef breska ríkið tekur þá ákvörðun að greiða öðrum innistæðueigendum Icesave, umfram þá sem þegar hafa fengið innistæður sínar greiddar upp að lögbundnu lágmarki (og að því marki sem breski tryggingarsjóðurinn hefur þegar greitt hærri fjáhæð eftir breskum reglum um ábyrgð tryggingarsjóðs og eigin mati). Getur breska ríkið beitt fyrir sig framangreindu ákvæði í málarekstri fyrir skilanefnd bankans eða jafnvel í málsókn á hendur Íslandi fyrir breskum dómstólum?
http://lugan.eyjan.is/2009/06/27/varnadarord-um-icesave/
Hér kemur þýðing á umræddu ákvæði nr 6.9 í IceSlave:
„Ísland mun ekki framkvæma neitt það sem myndi leiða til þess að kröfuhafar Landsbankans (eða einhver hluti þeirra) (þ.m.t., til að forðast allan vafa, kröfuhafar Landsbankans í London (eða einhver hluti þeirra)) hljóti meðferð sem fer gegn almennt viðurkenndum meginreglum þjóðaréttar eða Evrópuréttar varðandi meðferð kröfuhafa við slit [fjármálafyrirtækja].“