mánudagur, 13. júlí 2009

Evrópusamruninn endar hér!

Má til með að benda á einkar athyglisverða grein Wolfgang Münchau á vef Financial Times í gær.

Í henni fjallar hann um áhrif nýlegrar niðurstöðu stjórnarskrárréttar Þýskalands um Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins. Niðurstaða hans er sú að í ljósi mjög afgerandi niðurstöðu réttarins að sáttmálinn standist þýsku stjórnarskrána, séu þær athugasemdir sem þar koma fram varðandi frekari samruna svo afgerandi að ljóst megi vera að Lissabon-sáttmálinn verði sá síðasti hjá ESB um langa framtíð.

Þrennt telur hann til sérstaklega úr úrskurði réttarins: í fyrsta lagi að fullveldi ríkja verði ekki framselt - "Power may be shared, but sovereignty may not".

Í öðru lagi að Evrópuþingið sé ekki raunverulegt löggjafarþing heldur fulltrúaþing þjóðríkja - "the court does not recognise the European parliament as a genuine legislature, representing the will of a single European people, but as a representative body of member states".

Og í þriðja lagi að frekari Evrópusamruni sé óhugsandi, ákveðnir meginþættir fullveldisvalds ríkja verði einfaldlega ekki framseldir, eða skv. grein Münchau "The court said member states must have sovereignty in the following areas: criminal law, police, military operations, fiscal policy, social policy, education, culture, media, and relations with religious groups. In other words, European integration ends with the Lisbon treaty. It is difficult to conceive of another European treaty in the future that could be both material and in line with this ruling."

Greinina "Berlin has dealt a blow to European unity" er vel þess virði að lesa í heild sinni, sérstaklega í ljósi umræðna á Alþingi og yfirvofandi atkvæðagreiðslu um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

4 ummæli:

 1. Mér þykir að Lisbon sáttmálinn verði sá síðasti. Enda er Lisbon sáttmáli breytingarsáttmáli á eldri sáttmálum ESB, þegar er ekki nýr sáttmáli í heild sinni. Slíkt hefði krafist þjóðaratkvæðis í öllum 27 aðildarríkjum ESB, en það eru reglunar þegar það kemur að nýjum sáttmálum ESB.

  Hvert ESB er að fara ræðist eingöngu að því hvert aðildarríkin vilja fara. Ef Íslendingar ganga í ESB, þá munum við sem aðildarríki hafa áhrif á þá stefnu.

  SvaraEyða
 2. Þarna vantar "Mér þykir ólíklegt að Lisbon sáttmálin. ..". Biðst afsökunar á því.

  SvaraEyða
 3. Hvað er eiginlega búið að samþykkja marga sáttmála síðustu árin hjá ESB? Maastricht, Nice, Lissabon.....

  Ef Lissabon sáttmálinn er sá síðasti sem verður samþykktur um langa hríð, er þá ekki frekar slæmt fyrir Íslendinga að detta inn í ESB nákvæmlega þegar búið er að samþykkja samninginn og Íslendingar hafa nákvæmlega ekkert um hann að segja? Er það ekki mjög slæmt?

  Er niðurstaða stjórnarskrárréttarins í þýskalandi bindandi? Mér skilst að það sé enn mikil réttaróvissa um hvort Lissabon sáttmálinn standist þýsku stjórnarskrána.

  SvaraEyða
 4. Þetta er hin athyglisverðasta grein, en það er ekki svo að ESB sé bundið af stjórnarskrárdómstól Þýskalands. Reynist hann óbifanlegur steinn i götu frekari samruna (eins og áskilinn er í Rómarsáttmálanum) verður farið í kurteislegar hótanir um að þá verði Þjóðverjar út undan í næstu skrefum, ásamt enn vinsamlegri tilmælum um hvernig finna megi lausn á því. Fyrir því er löng og rík hefð. Við Íslendingar þekkjum svo vel hversu frábærlega pólitískar lausnir á lagalegum vanda reynast.

  Ég er efins um að Münchau hafi rétt fyrir sér um að hér ljúki samrunanum. Það var sagt eftir Maastricht líka. Og þar í liggur kannski mestur vandi íslenskra áhugamanna um inngöngu í ESB, menn geta ekki bent á neitt með fullri vissu og sagt: Í þetta viljum við ganga. ESB er nefnilega í eðli sínu "moving target".

  Hér verður vafalaust farið í magnaða kynningu á ESB, en ef menn skoða kynningarefnið frá sambandinu kemur í ljós að það endurspeglar einhver veruleika á skjön við tíma og rúm, að sumu leyti er enn 2005 (stjórnarskrártillagan er ófelld), en að öðru leyti virðist vera 2008 (Lissabon-sáttmálinn er svo að segja samþykktur). Í raunveruleikanum var stjórnarskrártillagan felld og Lissabon-sáttmálinn er óstaðfestur, hvað sem síðar verður.

  En ef Íslendinga langar inn verður það ESB anno 2012 sem þeir ganga inn í, þ.e.a.s. ef villtustu og trylltustu draumórar Jóhönnu Sigurðardóttur ganga eftir. Verður það Evrópusambandið þá í einhverri líkingu við það, sem Íslendingum var kynnt? Tæpast og á það geta þeir engin áhrif haft frekar en þegnar Evrópu geta nú. Það er áhyggjuefni.

  Í auglýsingabransanum er talað um Bait and Switch, þið samfylkingarmenn virðist fremur nota Stick and Switch.

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.