sunnudagur, 22. nóvember 2009

Traust og tölur

Ég sé að á forsíðu Morgunblaðsins er sagt frá því, að því er virðist á innsoginu, að ESB vilji að helstu hagstærðum varðandi íslenskan landbúnað verði safnað upp á nýtt.

ESB "...samþykkir ekki þau vinnubrögð að Bændasamtökin eða aðrir þeir sem eiga hagsmuna að gæta sjái um þessa skýrslugerð."

Þó það nú væri.

Án þess að draga sérstaklega í efa heilindi Bændasamtakanna, þá hefur það verið lenska á Íslandi að menn hafa fyrst og fremst haft eftirlit með sjálfum sér. Sannaðist ágætlega í hruninu, en ein ástæða þess var væntanlega sú að bankarnir sjálfir voru yfirleitt megin heimild fyrir því hver staða þeirra var. Þeir útveguðu tölurnar og gögnin og eftirlitsaðilar létu oftast nær duga að kíkja yfir hvort þær stóðust. Dýptinni í greiningunni var, eftir á að hyggja, verulega ábótavant.

Þannig að strax er aðildarumsóknin að ESB farin að hafa jákvæð áhrif – skilar væntanlega betri gagnavinnu með sjálfstæðri staðfestingu.

Hér hefur ESB Ronald Reagan sem fyrirmynd: "Trust, but verify!"

2 ummæli:

  1. Þetta á líka eftir að staðfesta, eða afsanna hvort að það sem verið er að segja Íslendingum er satt eða logið í talnadeildinni. Þar ef nefnilega einfalt að blekkja fáfróðan íslendingin sem hefur hvorki getu eða tíma til þess að liggja yfir tölunum og athuga hvað er rétt, og hvað er rangt.

    Það verður Eurostat sem sér um þessa talningu.

    SvaraEyða
  2. Evrópusambandið brenndi sig illilega á Grikkjum um árið, þegar þeir svindluðu sig inn á Evrusvæðið með því að leyfa stjórnmálamönnumm að föndra við tölurnar. Landbúnaðarstyrkirnir skipta mestu máli á fjárlögum ESB á eftir héraðstyrkjunum. Það yrði aulalegt fyrir ESB ef Íslendingar kæmust upp með "gríska " hagskýrslugerð um landbúnaðinn.

    Ómar Harðarson

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.