þriðjudagur, 10. nóvember 2009

Svíþjóð, USA

Það er einkenni Íslands að vera mitt á milli.

Landið er staðsett á mörkum landreks Norður-Ameríku og Evrasíu.

Við sýnum erlendum ferðamönnum stollt littlar gjótur á Þingvöllum sem má klofa þ.a. annar fótur standi í Ameríku en hinn í Evrópu. Ýkjur, en voða gaman.

Landinn stendur á mótum menningarstrauma Ameríku og Evrópu.

Og á Íslandi má finna allt í senn klassíska ameríska skyndibita (jafnvel þó McDonalds sé farinn) og úrvals dæmi um matargerð undir evrópskum áhrifum.

Nýjasta nýtt er svo hvernig Ameríka og Evrópa munu mætast á áður óviðbúin hátt í umsýslu hins opinbera.

Við tökum upp á sama tíma norræna skattastefnu og ameríska velferðarþjónustu.

Upp og niður, allt í senn.

Skrítið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.