Kíkjum í heimsókn til þriggja fjölskyldna:
Um mitt ár 2007 eiga þær sitt íbúðarhúsnæði og skulda í þeim jafnmikið, segjum 30 milljónir.
Hlutfall skuldarinnar er hins vegar misjafnt eftir eignunum.
Fjölskylda A skuldar 30 milljónir (íslenskar krónur og verðtryggt) í húsi sem er metið á 37. 5, þ.a.l. er skuldahlutfallið 80%.
Fjölskylda B skuldar 30 milljónir (gengislán, 50/50 japönsk jen og svissneskir frankar) í húsi sem metið er á 50 milljónir, þ.a.l. skuldahlutfallið er 60%.
Fjölskylda C skuldar 30 milljónir (ísk. verðtryggt) í húsi sem metið er á 60 milljónir, þ.a.l. er skuldahlutfallið 50%.
Um áramótin 2009/10 er staðan hjá þeim eftirfarandi, að teknu tilliti til falls á áætluðu virði fasteigna þeirra og verðbólgu- og gengisþróunar.
A skuldar 40 milljónir, en eignin er nú metin á 30.
B skuldar 70 milljónir, en eignin er metin á 37,5.
C skuldar 40 milljónir, en eignin er metin á 45.
Gerum svo ráð fyrir að þessar fjölskyldur séu að öllu leyti sambærilegar. Sömu fjölskyldutekjur og sama eignastaða á miðju ári 2007. 30 milljóna nettóeignastaða. Eignaskiptingin var hins vegar þannig að A var með 7,5 milljónir bundið í fasteign, en 22,5 milljónir á bankabók. B var með 20 milljónir í fasteign, en 10 milljónir á bók. C var með 30 milljónir í fasteign, en ekkert á bók.
Gerum ráð fyrir að ávöxtunin á peningum á bók á þessu þrjátíu mánaða tímabili hafi verið nettó 20%.
A á núna 27 milljónir á bók, B á 12, en C ekki neitt.
Fyrsta aðferð:
Miðað við núverandi úrræði banka og stjórnvalda fá fjölskyldurnar eftirfarandi afgreiðslu á sínum skuldavanda:
A fær afskrifaðar 7 milljónir og þar sem sú afskrift telst líkast til “hófleg” verður ekki um skattgreiðslu að ræða af þessari afskrift. Skuldar nú 33 milljónir.
B fær afskrifaðar 28,75 milljónir, afgangnum beytt í íslenskt verðtryggt lán, en þar sem afskriftin er “’óhófleg” þarf hún að greiða tekjuskatt af líklega helmingi upphæðarinnar, líklega kringum 6 milljónir. Skuldar nú 41,25 milljón í húsinu og skattinum 6 milljónir, samtals 9,75 milljón umfram verðmat fasteignarinnar.
C fær enga afskrift.
Nettó eignastaða þeirra hefur breyst þannig að A á nettóeign upp á 24 milljónir, B á nettóeign upp á 2,25 milljónir og C á nettóeign upp á 5 milljónir. Nettótap þeirra á hruninu er A 6 milljónir, B 27,75 milljónir og C 25 milljónir.
Önnur aðferð:
Ef hins vegar ríkið hefði ekki ákveðið að tryggja allar innistæður, heldur eingöngu miða við lágmarkstryggingu, og gerum ráð fyrir að fyrir hverja fjölskyldu hefði það orðið samtals 10 milljónir, liti dæmið öðru vísi út.
Bætum í reikningsdæmið almennum skuldaafskiftum og, í ljósi mismunandi stöðu verðtryggðra- og gengislána, gefum okkur 25% afskrift annars vegar og 40% afskrift gengislána (og 10 prósent nettóávöxtun sparifjárs frá bankahruni til ársloka 2009).
A skuldar eftir það 30 milljónir í 30 milljóna húseign og á 11 milljónir á bók. Þ.a.l. nettóeignastaða 11 milljónir og nettótap á hruninu 19 milljónir.
B skuldar eftir það 42 milljónir í 37,5 milljóna húseign og á 11 milljónir á bók. Þ.a.l. nettóeignastaða 6,5 millón og nettótap á hruninu 23,5 milljónir.
C skuldar eftir það 30 milljónir í 45 milljóna húseign, nettótap á hruninu 15 milljónir.
Þriðja aðferð:
Allar innistæður voru hins vegar tryggðar, þ.a. ef við miðum eingöngu við almennar afskriftir en óbreytta niðurstöðu á bankabók eins og í fyrsta dæminu er niðurstaðan eftirfarandi:
A skuldar 30 milljónir í 30 milljóna húseign og á 27 milljónir á bók. Nettóeignastaða er 27 milljónir og nettótap á hruninu 3 milljónir.
B skuldar 42 milljónir í 37,5 milljóna húseign og á 12 milljónir á bók. Nettóeignastaða er 7,5 milljónir, sem getur enn lækkað um einhverjar milljónir vegna “óhóflegra” afskrifta. Nettótap á hruninu er þanni á bilinu 22,5 til 29 milljónir.
C skuldar 30 milljónir í 45 milljón krona húseign. Nettóeignastaða er 15 milljónir og nettótap á hruninu 15 milljónir.
--------------------------
Kíkjum nú í heimsókn til annarra þriggja fjölskyldna. Fjölskylda A er ung, fyrirvinnurnar um 35 ára og þ.a.l. ekki búnar að vinna sér upp neinn sparnað umfram nettóeignina í húsinu. Höfuð fjölskyldu B eru rúmlega fimmtug og ákváðu að leyfa sér stærra hús til að hýsa unglingana og hafa meira pláss. Fjölskylda C eru komin yfir sjötugt, eiga hús á ágætum stað sem skýrir að hluta til hærra verð, voru ekki búin að ná að minnka við sig og bættu í lánum fyrir viðhaldi. Eignamunur á milli þessara fjölskyldna þ.a.l. eðlilegur og beinlínis æskilegur, en hann var allur bundinn í fasteign. Ekki er um að ræða verulegan sparnað á bók, en fasteignirnar eru sambærilegar við fjölskyldur A, B og C hér á undan.
Beitum á þau annars vegar þeim úrræðum sem bankar og stjórnvöld standa fyrir, að metöldum áætluðum skattlagningum á “óhóflegar” skuldaafskriftir.
A skuldar eftir afskrift 33 millur af 30 milljóna eign. Eignastaða farin úr 7,5 milljónum í plús í 3 milljónir í mínus, eiginfjársveifla neikvæð upp á 10,5 milljónir.
B skuldar eftir afskrift 41,25 millur í 37,5 milljóna eign. Eignastaðan farin úr 20 milljónum í plús í 3,75 í mínus, eiginfjársveifla neikvæð upp á 23,75 milljónir, og tæpar þrjátíu milljónir verði afskriftin skattlögð.
C fær enga afskrift og neikvæð eiginfjársveifla er því 25 milljónir.
Með hins vegar jafnri 25 % afskrift verðtryggra skulda og 40% afskrift gengiskulda verður niðurstaðan eftirfarandi:
Nettóskuldastaða A er 0, eiginfjársveifla neikvæð um 10 milljónir.
Nettóskuldastaða B er 4,5 milljónir, eiginfjárssveiflan neikvæð um 24,5 milljónir. Með skattlagningu afskriftar gæti skuldin orðið yfir 10 milljónir og eiginfjársveiflan neikvæð um og yfir 30 milljónir.
Nettóstaða C er 15 milljónir í plús, en eiginfjársveiflan engu að síður neiðkvæð um 15 milljónir.
Hvað segir þetta okkur?
Niðurstöðurnar sem ég dreg af þessu eru aðallega þessar:
- Almenn hlutfallslega jöfn skuldaniðurfelling tryggir skársta jafnræði og sanngirni.
- Þau sem tóku gengislán eru í mestri hættu að koma illa út úr hvort heldur sem 110% reglu eða almennri skuldaafskrift þar sem “tölulega” eru mestar líkur á að þeirra afskriftir teljist fram úr “hófi” og sæti þ.a.l. skattlagningu ofan á það tap sem þau þegar hafa orðið fyrir.
- Engin aðferð tryggir hins vegar fullkomið jafnræði.
- Almenn afskrift, án skattlagningar, mun hins vegar án efa leysa vanda flestra heimila. Dregur þ.a.l. verulega úr þörf á endalausum sérlausnum og sértækum aðgerðum. Þeirra verður engu að síður án efa þörf fyrir einhverja.
- Afleiðingar hrunsins fyrir skuldara þessa lands eru svo hörmulegar að sama hvaða aðferð verður beitt við skuldaafskriftir einstaklinga á fasteigna- og bílalánum er hæpið að nokkur “græði” á afskrift. Fyrirætlanir um skattlagningu þeirra afskrifta eru því stórfurðulegar.
- Trygging á öllum innistæðum í bönkum innanlands án hámarks er og verður aðgerð sem orkar verulega tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Í því fólst stórkostleg mismunun á meðhöndlun eigna eignafólks, og allt í boði skattgreiðenda.
Frábær greining.
SvaraEyðaHagsmunasamtök Heimilana hafa ítrekað bent á að "snúa einfaldlega við klukkunni". Færa okkur öll til stöðunar í t.d. janúar 2008. Það setur alla í þá stöðu sem þeir voru í og tryggir nákvæmlega jafna, og sanngjarna lagfæringu.
SvaraEyðaTakk.
SvaraEyðaÞetta er áhugavert.
Þú ert maður klár og glöggur.
Besta leiðin hefði verið að lækka vexti niður í 0 og taka verðtryggingu af, strax haustið 2008. Það gerðu allar siðaðar þjóðir í kringum okkur.
SvaraEyðaÞað kann að vera að það sé ennþá besti kosturinn.
Góður pistill um málið!
SvaraEyðaÞú ættir að heimsækja Árna Pál :-)
SvaraEyðaSkyldi hann ekki hafa sett þetta upp á svo einfaldan hátt?
Ágæt greining að mörgu leiti, en ef ríkið hefði ekki ábyrgst allar innistæður þá hefði verið gert áhlaup á bankana sem ríkið var að reyna halda lífi í (Kaupþing, Glitnir og Landsbankann), og ef Ríkisstjórnin hefði ákveðið að tryggja ekki allar innistæður, heldur eingöngu miða við lágmarkstryggingu, þá hefðu þeir sem áttu hærri upphæðir inn á bankareikningum reynt að taka þær út, sem hefði sennilega kostað blóðug átök.
SvaraEyðaEinnig hefðu þeir sem voru með lán hjá bönkunum, en áttu einnig innistæður á reikningum í sama banka, sennilega átt rétt á skuldajöfnun.
Það virðist að það sé verið að innleiða nýtt viðskiptamódel hér á landi sem gengur út á að skuldir hjá fyrirtækjum eru afskrifaðar niður í að fyrirtækið sé með þægilegan rekstrargrundvöll, sem býður upp á að fyrirtæki böðlist áfram og horfi ekki í kostnaðinn við að koma sér í góða stöðu á markaðnum, komi síðan til viðskiptabankanns og segi "við erum með gott fyrirtæki og góðan rekstur allar kennitölur í lagi en skuldirnar eru of miklar, getiði ekki afskrifað ca 50%"
Jónas Kr.
Þegar menn ganga út frá röngum forsendum verða niðurstöðurnar rangar. Það var ekkert eðlilegt við það ástand sem var hér í bólunni, um og eftir 2005. Fasteignaverð var langt fyrir ofan jafnvægi og gengi krónunnar var það líka. Þetta máttu allir sem eitthvað nenntu að setja sig inn í málin vita.
SvaraEyðaFasteign sem var að nafninu til veðsett 50% 2007 var í raun yfirveðsett, hvort sem lánin voru í verðtryggðum krónum eða gjaldeyri. Þetta áttu bankarnir að vita, því er eðlilegt að þeir beri skellinn sem hlaust af þessum fáránlegum gjörningum sem þeir stóðu fyrir.
Það er rangt að segja að hrunið hafi valdið eignatjóni, það sem í raun gerðist við "hrunið" er að hjúpnum var flett af blekkingunum, sem íslenkst efnahgslíf gékk fyrir í bólunni
Sendu þetta á Steingrím og Indriða og CC á Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur!
SvaraEyða"Trygging á öllum innistæðum í bönkum innanlands án hámarks er og verður aðgerð sem orkar verulega tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Í því fólst stórkostleg mismunun á meðhöndlun eigna eignafólks, og allt í boði skattgreiðenda."
SvaraEyðaÞessi fullyrðing þín hlýtur að teljast sú allra heimskulegasta sem sést hefur á netinu frá upphafi. Það er í raun hægt að gera ótakmarkaðar athugasemdir við þessa þvælu. En svona til að nefna nokkur atriði.
1. Inneignir á bankareikningum voru ekki bara eignir "eignafólks", þarna var rekstrarfé ríkisins, sveitarfélaga, fyrirækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga. Fé sem var ætlað að borga VSK, tryggingagjald og staðgreiðslu skatta til ríkisins. Fé sem var ætlað að borga starfsfólki laun, byrgjum fyrir aðföng. Fé sem fólk ætlaði að nota til að borga af lánunum sínum, VISA-reikininginn o.s.frv. Þessi aðgerð sem þú í visku þinni segir hafa "orkað verulega tvímælis" varð til þess að ríkið, stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar urðu ekki öll með tölu gjaldþrota strax í nóvember 2008.
2. Stórkostleg mismun á meðhöldnun eigna eignafólks!! Í hverju fólst mismunin? Aðgerðin fól ekki í sér neina mismunun, nákvæmlega enga mismunun.
3. Á kostnað skattgreiðenda!! Nákvæmlega með hvaða hætti var þetta á kostnað skattgreiðenda? Staðreyndin er sú að þessi aðgerð var á kostnað kröfuhafa gömlu bankanna og engra annara. Skattgreiðendur hafa ekki látið krónu í að greiða innlán "eignafólks", ekki krónu. Það sem hinsvegar gæti kostað íslenska skattgreiðendur tugi milljarða var sú ákvörðun að flytja skuldir íslendinga, fyrirtækja og einstaklinga. í nýju bankana, en skilja þær ekki eftir í þrotabúinu, á valdi erlendra vogunarsjóða.
Ekki veit ég hvaða hvatir liggja að baki þessum skrifum þínum, heimska? viljin til að afvegaleiða umræðuna eða bara botnlaus vanþekking? En botnlaus þvæla er þetta engu að síður, tilvalin til að ala á heimsku og vanþekkingu.
Nafnlaus 00:34:
SvaraEyðaOrðbragð yðar gerir það strax að verkum að þér eruð varla svara verðir.
Það hefur sem sagt alveg farið fram hjá yður hundruð milljarða innspýting á ríkisfé (skattfé) til bankanna?
Að lagalega var engin skylda á því að tryggja innistæður umfram lágmark?
Að aðrir kröfuhafar í þrotabú bankanna eiga kröfu á ríkið vegna þessa?
Þér skylduð varast að vera jafn stóryrtir og þetta og saka aðra um heimsku, þvælu og vanþekkingu, sérstaklega þegar þér augljóslega dritið yðar orðharðlífi úr hripleku glerútihúsi!
Um kosti og galla þeirrar aðgerðar að tryggja hér allar innistæður umfram lögbundið hámark má alveg ræða án fúkyrðaflaums.
Sæll Friðrik, hundraða milljarða innspýting á ríkisfé í bankanna var vegna þess að eignir nýju bankanna (skuldir íslendinga, fyrirtækja og einstaklinga) var þetta miklu hærri en skuldir þeirra (innistæður sparifjáreigenda). Skuldir banka eru nefnilega eignir annara, og eignir bankanna eru nefnilega skuldir annara, þarf að kenna þér grundvallaratriði í bókhaldi, grundvallaratriði sem mentaskólakrakkar læra í bókfærslu 101?
SvaraEyðaÁstæðan fyrir innspýtingu á ríkisfé í bankanna var að inn í þá voru færðar skuldir íslendinga langt umfram eignir íslendinga. Þín fullyrðing um að innistæðutryggingin hafi verið greidd af skattgreiðendum er því byggð á botnlausri vanþekkingu. Staðreyndin er þveröfug, innspýtingin var til að skuldir íslendinga yrðu áfram í eigu íslenskra banka.
Þetta var auðvitað afar vafasöm aðgerð eins og þú bendir á, en hún varð til þess að ástandið hérna varð ekki verra en það er. Án innistæðutryggingarinnar hefði þjóðfélagið hrunið eins og spilaborg strax í nóvember 2008 þegar ekki hefði verið hægt að borga út laun til almennings eða gjöld til ríkisins.
Vissulega er ég stóryrtur, en það ert þú líka, og þú byggir þín stóryrði á botnlausri vanþekkingu.
Eygðu góðan dag.