sunnudagur, 7. mars 2010

Law of Unintended Consequences

Nú þegar þjóðaratkvæðagreiðslan er um garð gengin er ekki úr vegi að velta fyrir sér öðrum áhrifum hennar en beinlínis þeim að hafna nýjum Icesave lögum staðfestingar – “The Law of Unintended Consequences”.

Forseti lýðveldisins er orðin áhrifamesti stjórnmálamaður landsins. Líkast til getur hann nú óhikað setið eins mörg kjörtímabil og honum sjálfum sýnist, en fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum var hann nánast “lame duck” í embætti.

Sami Forseti, og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, urðu í fyrsta sinn í sögunni pólitískir samherjar.

Sjálfstæðisflokkurinn gerðist óvænt helsti talsflokkur beins lýðræðis og kúventi í afstöðu sinni til valds Forseta til þess að hafna lögum staðfestingar.

Formenn Samfylkingar og Vinstri Grænna lýstu beint lýðræði “marklaust”.

Vinstri hreyfingin - Grænt framboð, reyndist ekki vera hreyfing, heldur "pólariseraður" flokkur þar sem fram fer klassísk pólitísk valdabarátta fylkinga innan hans.

Formaður Framsóknarflokksins, stofnaðili InDefense, og harðasti baráttumaður gegn Icesave á þingi, virðist ekki enn njóta þess í persónulegu fylgi, né virðist það efla fylgi flokksins í skoðannakönnunum. Nú þarf að vanda næstu skref, Sigmundur. Er líf eftir Icesave?

Dómsdagsfréttamenn í stjórnmálum reynast líkast til naktir, rétt eins og keisari H. C. Andersen. Í stað alþjóðapólitískrar einangrunnar hefur samúð með með íslenskum málstað erlendis frekar aukist en hitt. Alþjóðlegar áhyggjur af einangrun Íslands hefur breyst í áhyggjur af áhrifum íslenska nei-sins á almenning í öðrum löndum.

InDefense hefur líklegast sýnt og sannað að til þess að “fjöldahreyfing” nái árangri þarf hún að vera skipulögð af miðaldra karlmönnum í jakkafötum, en ekki ungu hugsjónafólki með kassagítar.

Og langt er í að öll kurl komist til grafar í ófyrirséðum afleiðingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Sjálfum myndi mér hugnast mest að íslenskir stjórnmálamenn tækju sér orð Torbjörn Egner til fyrirmyndar: “Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir...”

15 ummæli:

 1. rosalega góð grein- nema hvað sumt miðaldra fólk verður alltaf ung fólk innst inni með kassagítar sem segir að hætta að eldast með árunum og verða bara nyrri í hverjum degi það besta er ókomið ennþá.

  SvaraEyða
 2. Ég er miðaldra, nýorðinn afi, en á bæði lopapeysu og kassagítar... og er verulega ungur í anda, en er ekkert endilega líklegur til að skipuleggja og leiða "fjöldahreyfingar" þrátt fyrir að eiga líka ansi mörg sett af jakkafötum...

  SvaraEyða
 3. Sigmundur Davíð hefur komið í veg fyrir hrun Framsóknarflokksins.
  marat

  SvaraEyða
 4. Við eigum að vinna saman að lausn. Mér finnst sem Jóhanna og Steingrímur standi í vegi fyrir því.

  SvaraEyða
 5. Ein óvænt afleiðing þessarar kosningar gæti verið þessi:

  Lögin frá í sumar gilda. Bretar og Hollendingar gefa sig og segja, við samþykkjum þessi lög með sínum fyrirvörum. Farið eftir þeim.

  Málið dautt, en, erum við ánægð með það?

  SvaraEyða
 6. Quite right Carlos

  SvaraEyða
 7. Bretar og Hollendingar vilja skilyrðislausa viðurkenningu á skuldinni, fyrirvararnir koma í veg fyrir það, þannig að lögin frá þvi í sumar nægja þeim ekki

  SvaraEyða
 8. Mér finnst alveg merkilegt að framsóknarflokkurinn njóti ekki sannmælis núna. Vissulega var hann fullkomlega meðvirkur þegar minnihlutastjórnin var og hét en allt frá þeim tíma er hann eini flokkurinn á þingi sem hefur talað máli heimila og fyrirtækja. Sigmundur virkar etv pínu spenntur á tímum en hann bendir ávallt á kjarna máls sem er eitthvað annað en Árni Páll Arnason fél.r sem hlustar bara á bergmál orða sinna í eigin höfði.

  SvaraEyða
 9. Frábær greining þó niðurlagið sé í bjartsýnara lagi. Hér verður að halda stjórnlagaþing og breyta kosningalögum til að breytingar geti orðið. Núverandi flokkar og valdakerfi þeirra eru rót þess getuleysis og spillingar sem einkennir öll viðbrögð (eða skort á raunverulegum viðbrögðum). Hæfasta fólkið kæmi ekki nálægt flokkunum með töngum, hvað þá að gegna trúnaðarstörfum fyrir þá. því höfum við jafn vanhæft fólk við stjórnvölinn og raun ber vitni.

  SvaraEyða
 10. Ólafur Elíasson í InDefence.7. mars 2010 kl. 12:36

  Sæll Friðrik.
  Hvað meinarðu. Miðaldra og í jakkafötum. Við sem erum kornungir og fullir af hugsjónum. Þetta segirðu um mig sem alltaf skammaður af frúnni fyrir að vera druslulegur og í gallabuxum. Ég sem kann meir að segja flest lög Bítlana á gítar.
  Þetta særði djúpt.

  P.s. Svo má alveg benda á það að það vorum við Agnar Helgason, erfðafræðingu sem stofnðum InDefence hópinn og fengum Sigmund Davíð til liðs við okkur en ekki öfugt. Hann hefur ekki nokkurn tíma stjórnað þessum hópi. Hann barðist hins vegar ötullega með okkur í upphafi og ég virði hann mikils fyrir þá góðu báráttu.

  SvaraEyða
 11. Nú þarf bara að fylgja málinu eftir. Koma á utanþingstjorn eins og Davíð sagði og borga ekki neitt. Snúa málinu við, lögsækja Bretana fyrir hryðjuverkalögin og láta þá finna fyrir tevatninu

  SvaraEyða
 12. Þjóðin er orðin að tilraunadýri í pólitískri rannsóknarstofu prófessorsins í stjórnmálafræði. Það er athyglisvert að sjá Ólaf sveiflast milli hlutverka stjórnmálamansins,forsetans og ,allt í sama viðtalinu. Valdataka hans nú getur ekki talist eðlileg í lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Sama þó taktar Ólafs séu flottir á CNN.

  SvaraEyða
 13. Flott mynd í hausnum; tókst þú hana og áttu hundana sjálfur. Tek að öðru leyti undir að greinin sé góð og ekki síst að Sigmundur Davíð sé aðeins lýðskrumari sem ekki sé ægt að búast við neinu frá.

  SvaraEyða
 14. Frissi,
  Lestu þennan:
  http://reservedplace.blogspot.com/2010/03/on-thin-ice.html

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.