Það er eitt að fylgjast með úr fjarlægð gegnum netið, það er annað að vera á vettvangi.
Eftir að hafa dvalið hér heima á Íslandi síðustu tvær vikur er það helst sem mér hrýs hugur við hvað landið virðist pólariserað, a.m.k. í allri umræðu.
Og sérstaklega er það hryggilegt hvað margir virðast þrífast á þessari pólariseringu og beinlínis ýta undir hana.
Hvar er sáttin og samstaðan? Hvar er framtíðarsýnin? Hvar er baráttugleðin?
Þegar valið skal á milli tveggja kosta, samvinnu og sátta, eða átaka og upphrópanna, velja menn að því er virðist alltaf seinni kostinn.
Skýrslan ætti að verða til þess að byggja undir hið fyrra, en ég óttast að hún verði eldsneyti fyrir hið seinna.
Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.
Ég vona að við getum lært af reynslunni, rifið okkur upp úr sjálfhverfunni og staðið saman um það sem gera þarf.
Haldið áfram að vera ósammála um annað, en virt okkar skoðanaágreining án þess að því fylgi eldur, brennisteinn, fúkyrðaflaumur og landráðabrigsl.
Því þegar öllu er á botninn hvolft þá búum við í landi tækifæra.
Og þetta gæti verið svo miklu, miklu, miklu verra...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.