Maður veltir því fyrir sér hvort "vörumerki" hefðbundnu stjórnmálaflokkana séu ónýt eftir hrunið.
Þegar við bætist að engin flokkanna er sérlega innbyrðis samstilltur um stefnumál er heldur ekki von á góðu.
Allir eru flokkarnir mismikið klofnir eftir fylkingum sem stundum virðast eiga lítt annað sameiginlegt en bókstafinn sem það krossar við.
Og þá má velta fyrir sér hvaða fylkingu er raunverulega verið að kjósa.
En flokkakerfið er lífseigt. Samfylking og Vg eru lítið annað en tilbrigð við stef forvera sinna, Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið. Mikið vildi ég þó að Samfylkingin væri líkari Alþýðuflokknum gamla, svei mér þá.
Hver er ástæða þessarar þrautsegju? Eflaust eru margar skýringar og m.a. sú að þeir eru jú með uppbyggingu út um allt land. Eru ráðsett fyrirtæki með ferla og fólk til að styðja við ríkjandi kerfi. Flokkarnir eru kók og pepsí pólitíkurinnar. Sól og spur kóla geta verið ágæt í smá tíma, en hafa ekkert í langhlaup móti risunum.
Kjördæmakerfið sem slíkt styður síðan við valdeinokun hefðbundnu flokkanna. Pólitísk endurnýjun væri án efa auðveldari ef landið væri eitt kjördæmi.