miðvikudagur, 26. maí 2010

Meira lýðræði með minna lýðræði

Besti flokkurinn er ólýðræðislegasta framboðið í Reykjavík.

Hjá þeim "flokki" fór ekki fram prófkjör, forval eða fundur til að setja saman lista.

Ekkert "lýðræðislegt" ferli til að setja saman "lýðræðislega" valin lista.

Nei, nokkrir félagar tóku sig saman og ákváðu að fara í framboð.

Bjuggu til lista með bestu vinum sínum og nokkrum viðbótar kunningjum.

Lögðu af stað í leiðangur til að gera grín að öllu ruglinu.

Og bjuggu óvart til alvöru lýðræðislegan valkost fyrir kjósendur sem bersýnilega eru að stórum hluta búnir að fá upp í kok af flokkunum með sína "lýðræðislega" völdu lista.

Með frambjóðendur sem margir hverjir eru orðnir hraðsoðnir í eitthvert pólitískt mót "ídeal-kandídatsins" – svona eftir því hvaða flokki þeir tilheyra.

Umvafðir "faglegum" frösum sem fyrir löngu hafa tapað allri merkingu. "Björgum mannslífum, sköpum atvinnu og verum góð við börnin!"

Þá er hressandi að fá valkost um framboð sem hefur sterkar meiningar, jafnvel þó það meini þær ekki!

1 ummæli:

  1. Allskonar fyrir Finn
    allskonar fyrir sægreifa
    já allskonar fyrir vini

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.