miðvikudagur, 12. maí 2010

Banka-Detox

Samkvæmt skilanefnd Glitnis "hreinsuðu" aðaleigendur og stjórnendur bankans hann innan frá.

Einskonar banka-detox.

Ekki eru lýsingarnar fallegar.

En er þetta bara byrjunin? Var þetta ekki hið almenna viðskiptamódel á Íslandi?

Hvað með hina bankana?

Hvað með mörg áður stæðileg fyrirtæki íslensk sem nú eru rústir einar, skuldsett upp í rjáfur?

Voru þau ekki líka "hreinsuð" innan frá?

Flugleiðir? Eimskip? Sjóvá? Olíufélögin? Bílaumboðin? Öll fórnarlömb viðskipta-detox?

Ef það sem gerðist hjá Glitni var "kriminelt" hvað þá með allt hitt?

Það má velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð í tíma tekið að girða af eitthvað af nýjum og tómum hverfum á höfuðborgarsvæðinu og gera að allsherjar fanganýlendu...!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.