Uppgangur Besta flokksins minnir mig pínulítið á plottið í kvikmyndinni Brewster's millions með Richard Pryor og John Candy frá því 1985.
Brewster þessi varð óvænt einkaerfingi fjarskylds frænda sem var moldríkur. Skilyrði arfsins var hins vegar það að Brewster varð að eyða 30 milljón dollurum á 30 dögum, og ef það tækist, myndi hann erfa 300 milljón dollara.
Eitt af því sem hann gerði til þess að eyða þessum peningum var að fara í framboð gegn ríkjandi öflum undir slagorðinu "None of the above" og sópaði til sín fylgi. Þar sem þetta var nú bara bíómynd þá meinti Brewster víst "None of the above" slagorðið bókstaflega og vildi s.s. að kjósendur höfnuðu öllum frambjóðendum, honum sjálfum þar með. Hélt að mig minnir hjartnæma ræðu á hafnaboltavelli undir lok myndarinnar.
Munurinn á Besta og Brewster er hins vegar að engar 300 dollara millur bíða Besta, og Besti ætlar bersýnilega að klára dæmið.
Og svei mér þá, er þó ekki skárra að borgin og þjóðin upplifi sig sem statista í Richard Pryor mynd, eftir að hafa verið höfð að fífli í íslensku útgáfunni af Wall Street?
Mæli með myndinni, en veit ekki hvort hún finnst á myndbandaleigum bæjarins. Var Laugarásvídeó búið að opna aftur?
Besti flokkurinn tekur hins vegar við 300 milljarða króna skuld.
SvaraEyðaKristján
...sem er öllu verra!
SvaraEyðaMyndin fæst örugglega á Grensásvideó. Frábært úrval af gæða myndum þar að finna. Ekki 30 eintök af hverri topp 20 Hollywood mynd ársins eins og á Snæland og Bónus.
SvaraEyða