föstudagur, 6. ágúst 2010

Svei þér Ögmundur!

Mikið var gott að koma heim til Íslands í gærkvöldi. Veðrið dulúðugt og á meðan ég ók frá Keflavík til Akraness dáðist ég að umhverfinu. Hugsa sér t.d. hvað manni getur fundist mikill lúxus að stoppa í búð sem opin er eftir miðnætti og kaupa rækjusamloku!

Dásamlegast af öllu var svo að sjálfsögðu að komast heim og knúsa sitt fólk og sína voffa. Reyndar voru voffarnir svo kátir að ekki varð hjá því komist að skella sér út í hundagöngutúr þó klukkan væri vel gengin í tvö um nóttina. Næturganga um Akranes á ágústnóttu er hins vegar ekki það versta sem hægt er að hugsa sér.

Svo vaknaði ég í morgun og fannst lífið hreint yndislegt. Fygldi mínum 5 ára í leiksskólann, en hann tilkynnti mér jafnframt hátíðlega að í dag færum við í IKEA. Ekki það að hann vanti Billy bókaskáp, það er boltalandið sem heillar.

Svo var það bakaríið. Íslensk bakarí eru æði. Ekki það að útlensk séu vond. Í þeim fást bara yfirleitt ekki kleinur eða snúðar með glassúr!

Ég er semsagt í sæluvímu að vera kominn heim á klakann, þó í stuttan tíma sé.

En síðan tek ég upp moggann í morgun.

Þar á síðu 21 ert hálfsíðugrein Ögmundar Jónassonar undir yfirskriftinni "Virkisturn í norðri?" þar sem hann skrifar um Evrópusambandið. Þar opinberar Ögmundur sig sem rætnisfulla rægitungu sem telur að pólitísk röksemdafærsla gegn aðild að Evrópusambandinu eigi að höfða til hinna lægstu hvata.

Ekki það að hann vilji gangast við því, þar sem að í greininni segir hann eftirfarandi: "Við sem erum andvið inngöngu Íslands í Evrópusambandið erum iðulega sökuð um einangrunarstefnu og jafnvel þjóðrembu. Í mínum huga er ekkert fjær sanni."

Gott og vel. En hver er svo röksemdafærsla Ögmundar í þessari sömu grein? Jú, hann líkir íslendingum við indiána Norður Ameríku og segir "Hið sama gæti hent okkur og indiána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn."

Klárum þessa myndlíkingu Ögmundar. Ef íslendignar eru eins og indiánar þá hlýtur Evrópusambandið að vera "hvíti maðurinn". Ögmundur gefur s.s. hér beint í skyn að ESB muni hafa af okkur land og eignir, en óbeint gefur hann í skyn að á okkur verði líkast til framið þjóðarmorð, og við rekin af gjöfugum lendum inn á sérstök verndarsvæði þar sem við munum búa sem útlagar í eigin landi um aldur og ævi.

Kannski, ef við verðum heppin, mun ESB leyfa okkur að opna spilavíti eftir 200 ár! Í millifyrirsögn spyr Ögmundur hvort "Sitjandi naut" sé að semja fyrir Ísland. Ætli Ögmundur viti nokkuð um Sitjandi naut?

Ögmundur vísar síðan í grein Hermans Van Rompuy í Morgunblaðinu þann 7, maí síðastliðinn og leggur út frá henni á versta veg. Snýr Ögmundur þannig út úr grein Van Rompuy að manni flökrar við. Ögmundur, ertu virkilega svona ljótur að innan? Ef einhver skyldi vera í vafa um hvar hugur Ögmundar stendur þá kristallast það í setningu hans eftir að hann er búin að leggja út frá grein Rompuy heimsvaldastefnu ESB "Það vantar bara kröfuna um lífsrými."

Lífsrými er íslenska þýðingin á þýska orðinu Lebernsraum. Lesa um lebensraum t.d. hér á Wikipedia, en hér er upphafslýsingin:

Lebensraum (help·info) (German for "habitat" or literally "living space") was one of the major political ideas of Adolf Hitler, and an important component of Nazi ideology. It served as the motivation for the expansionist policies of Nazi Germany, aiming to provide extra space for the growth of the German population, for a Greater Germany. In Hitler's book Mein Kampf, he detailed his belief that the German people needed Lebensraum ("living space", i.e. land and raw materials)... (Wikipedia)

Þannig að í ESB sameinast samkvæmt Ögmundi það versta við "hvíta manninn" í Norður Ameríku og Hitler!

Það er kannski rétt hjá þér að það er ekki rétt að ásaka þig um "einangrunarstefnu og jafnvel þjóðrembu."

Það er líklega of vægt til orða tekið.

Svei þér.

28 ummæli:

  1. Ég er einmitt að lesa um þesssar mundir Ævisögu Sitting Bull sem er fróðleg lesning að sjálfsögðu. samlíkingin við stöðu Íslendinga nútímans er býsna langsótt og lýsir vel hversu Ögmundur er illa að sér í stjórnmálum. Í stuttu máli má segja að skortur að indjánanna skorti þekkingu á "hvíta manninum". Þeir börðust innbyrðis mest og aðallega! Þegar kom að samningum við "hvíta manninn" gerðu þeir það án þess að skilja undir hvað þeir skrifuðu.... þeir hlustuðu vel á ræðurnar sem fram fóru og þurftu túlka til að skilja andstæðinginn. Niðurstöður samninganna túlkuðu þeir eftir behag ... afsal réttinda til lands og gæða kom aldrei til greina af þeirra hálfu og þeir vissu aldrei að þeir hefðu gert neitt slíkt fyrr en þeir voru sannfærðir um það með byssustingjum og stórskotaliðsárásum á þorp um miðjan vetur þegar allar bjargir voru bannaðar.

    Allur samanburður við Ísland í dag er móðgun við okkur sem enn teljumst vinstri menn. Svona rugl á hugmyndum og sögu er ekki bara skaðlegt heldur uppspretta allra illra afla í hvaða samfélagi sem er.

    kær kveðja Gísli

    SvaraEyða
  2. Aldrei mun ég halda því fram að esb-rollur eins og þú gangið heilir til skógar. Mikið rosalega leggist þið alltaf á lágt vitsmunlegt plan í þessum áróðri ykkar.

    Myndlíking er nákvæmlega það sem það er. Líking. Ekki alvöru, líking. Að reyna að vera sniðugur og taka svo líkinguna áfram í eitthvað þjóðarmorð sýnir aðeins og sannar þú hefur líklegast hvorki vitið né þroskann til að hægt sé að taka þig alvarlega.
    Viltu ekki næst halda því fram að við verðum, eins og indíánarnir, bullandi í meskalín-vímu og tölum við nágranna í andaheiminum? Getum jafnvel breytt okkur í dýr og erum ramm-göldróttir? Hvað er Ögmundur eiginlega að fara með þessu bulli sínu?!?

    Geturðu virkilega ekki reynt að tjá þig á vitsmunalegri hátt en að vísa í einhverja nasista sem notuðu eitthvað orð fyrir hálfri öld eða svo?
    Þetta orð er mjög vel við hæfi í þessari umræðu. Bíddu, jú og ég sé ekki betur en að esb sé nákvæm áætlun nasistana sjálfra í sinni heimsvaldastefnu? Merkilegt tilviljun það!!

    Það sem sameinast í þér og ykkur er einskær grunnhugsun og fullkominn heilaþvottur. Sjálfsupphafnir besserwisserar sem hafið aldrei getað gert neitt nema endurtaka áróður og möntrur.

    Það er kanski rétt að kalla þig ekki heilaþveginn hálfvita með heiladrep, því það væri án nokkurs vafa of vægt til orða tekið.

    Megi skömm ykkar verða ævarandi.

    SvaraEyða
  3. Even before the fall of France in 1940, Nazi planners had completed a design for a Common Market and European Union which would ensure Germany’s post-war domination of the continent. The method was to be step-by-step ‘harmonization’ of trade, taxation and currency, leading to final integration into a single unified state. Hitler’s Director of European Planning, Werner Daitz, had his outline for post-war Europe finished, signed and dated on May 31, 1940 – while British troops were still doing battle against the Wehrmacht in northern France!
    Daitz recognized that the best way to unite Europe under German rule was first to achieve regulation of the continents’s trade, then to ‘harmonize’ taxes and finally to create a common currency. Money supply being controlled from one central bank, the single currency would effectively lock all countries into one unified state run from Berlin.
    Hitler’s Finance Minister, Walther Funk, explained to fellow-ministers on July 22, 1940, that after the war Germany would organize a free exchange of goods within Europe – preferably including Britain, but if necessary without. Alongside a customs union, said Funk, there would be a rational division of labour and an integrated structure for credit and balance of payments. Agriculture would be coordinated and so would wages, prices and taxes.
    Funk set up a working group to finalize detailed plans for a European Economic Union.
    At the time, these planners expected their design to be implemented through German victory; as can be seen, the exact pattern of progressive European integration devised by this group has nonetheless been implemented phase by phase, despite Germany’s total defeat:
    as a first step, customs duties between member nations were to be abolished, then common tariffs imposed on goods coming in to the Union from outside;
    restrictions on the circulation of capital were to be lifted, stock market dealings regulated and vital economic information pooled;
    Southern Holland, Belgium, The Ruhr area, Luxembourg, Lorraine and northern France were to be treated as one economic unit (the post-war ‘European Coal and Steel Community’);
    industry, trade and transport were to be rationalized (as is being done by means of directives issued from Brussels).
    Towards the end of 1942, Germany’s Foreign Minister, Joachim von Ribbentrop, set up his own study group, the Europe Committee (sometimes referred to as the ‘Europe Commission’).
    Ribbentrop’s notes of March 21, 1943, included the first draft of a treaty for the foundation of a European Union.
    With prospects of a German victory diminishing, Nazi Eurocrats began to work harder than ever to refine their blueprint for post-war Europe. If the design could not be imposed by force of arms, it could at least be bequeathed to Hitler’s successors.
    Dr. Josef Goebbels, Hitler’s Minister of Propaganda, issued a directive on February 14, 1943, forbidding the communications media to speak of Europe’s future in any way which could give the impression that Germany intended to remain in control. From then on, Goebbels beat the European drum loudly and repeatedly, demanding a feeling of European solidarity and community. With the end of the war in sight, Goebbels predicted in a newspaper article published on January 30, 1945, that ‘in the year 2000, Europe will be a united continent’.
    Germany lost the war, yet fifty and more years later we are nonetheless faced with a European Union developed according to the exact pattern drawn up by Nazi planners.“

    SvaraEyða
  4. Ögmundur kemur fram með skoðun sem mörgum í Samfylkingunni mislíkar. Gott og vel. Hinsvegar má færa afar sterk rök fyrir því að Samfylkingin er ekki að stunda lýðræðisleg vinnubrögð í sínum herbúðum. Þar virðist enginn umræða eiga sér stað um ókosti ESB. Þingflokksfundir virðist vera "halleljúja" samkomur þar sem ESB er dýrkað en aldrei gagnrýnt. Það er ekki eðlilegt.

    SvaraEyða
  5. "With the end of the war in sight, Goebbels predicted in a newspaper article published on January 30, 1945, that ‘in the year 2000, Europe will be a united continent’."

    Samkvæmt þessu starfa menn undir beinni stjórn Goebbels frá þeim dögum þegar hann var búinn að tapa stríðinu.

    Samsæriskenningamenn eru svooooo klikkaðir.....

    Síðan þarf að blanda Samfylkingunni í allt saman þó að hún sé bara sama froðan og allir hinir.

    Ögmundur hefur meira en nóg af ló í nafla sínum að skoða. Látum hann halda því áfram.

    SvaraEyða
  6. Ég held að svona öfgafullur hræðsluáróður eins og Ögmundur er með komi til með að hafa þveröfug áhrif. Fólk sem er óákveðið eða hallast á móti ESB aðild fer að hugsa sig tvisvar um þegar helstu ESB andstæðingar þjóðarinnar grípa til svona ömurlegs málflutnings.

    SvaraEyða
  7. Áhugavert comment um Samfylkinguna og ég verð að taka undir það. Samfylkingarmenn sem vilja í ESB saka aðra flokka um að ræða ekki ESB en þegar t.d. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur gífurlega góða vinnu um ESB og ræðir þá vinnu núna á tveimur landsfundum og kemst einróma, nokkrar undantekningar s.s. Sveinn Andri og Þorgerður Katrín, að Ísland eigi ekki erindi í ESB og hagsmunum okkar sé best borgið utan ESB þá kemur Samfylkingin og talar um skoðannakúgun.

    Ég er ekki sammála Ögmundi í pólitík en að saka hann um það sem Friðrik sakar hann um er ógeðfellt og segir meira um Friðrik en nokkurn tíman Ögmund.

    SvaraEyða
  8. "With the end of the war in sight, Goebbels predicted in a newspaper article published on January 30, 1945, that ‘in the year 2000, Europe will be a united continent’."

    Samkvæmt þessu starfa menn undir beinni stjórn Goebbels frá þeim dögum þegar hann var búinn að tapa stríðinu.


    ....klikkaðir?? Nú hvernig væri þá að koma með einhver alvöru rök til að afsanna þessa "dellu"?

    Það hlýtur að vera ekkert mál fyrir vitring eins og þig. Eða eru þetta einu "rökin" sem þú ert með? Kallarðu þetta rök?

    Hvað kallarðu þá þetta?:

    http://video.google.com/videoplay?docid=6987303668075230852#docid=6244851259954264539

    ...en þú veist allt, ekki satt? Hinn mikli besserwisser hefur talað! Við hin sem leitum eftir rökum og stingum ekki hausnum í sand þótt sannleikurinn kunni að vera öðruvísi og ljótari en stimplað er í hausinn á okkur í skólarbókum, við erum bara svoooo klikkuð.

    Margur heldur mig sig.

    SvaraEyða
  9. Hvernig stendur á því að ESB-sinnar eru svona eldheitir áhugamenn um aðild Íslands að það nálgast trúarbrögð, þegar aðlögunarsamningurinn liggur ekki fyrir?

    Segja þeir ekki að andstæðingar aðildar Íslands séu vitleysingar að vera á annari skoðun en þeir, því þeir hafa ekki séð þennan samning?

    Í mínum bókum er þetta skilgreiningin á hroka!

    SvaraEyða
  10. Vá hvað þú ert eitthvað viðkvæmur Friðrik. Vertu bara í IKEA og hættu að lesa Moggann!

    SvaraEyða
  11. Þeir sem líkja öðrum við nasista, eru sjálfkrafa búnir að tapa umræðunni.

    Það sama má segja um stjórnmálamenn sem lýsa vel upplýstri og menntaðri íslenskri þjóð við frumbyggja Norður-Ameríku.

    Fyrrum formaður ríkisstarfsmanna gerir lítið úr sér og sínu fólki með þessari samlíkingu.

    SvaraEyða
  12. "Þeir sem líkja öðrum við nasista, eru sjálfkrafa búnir að tapa umræðunni. "

    Þeir sem geta ekki tjáð sig málefnalega eru sjálfkrafa ómarktækir í allri umræðu.

    SvaraEyða
  13. Hér koma hverjir á fætur öðrum og saka Friðrik um öfga. Hann er einvörðungu að benda á dæmalaust ósmekklegar líkingar Ögmundar. Pólitíkus sem notar Hitlers samlíkinguna dæmir sig úr leik. Pólitíkus sem notar samlíkingu við þjóðarmorð á indíánum dæmir sig úr leik - svo einfalt er það!
    Svei þér Ögmundur

    SvaraEyða
  14. Fín grein hjá þér Friðrik. Satt best að segja er ég löngu hættur að taka mikið mark á Ögmundi Jónassyni. Ótrúlegur málflutningur hans er honum sjálfum mest til skammar. Ekki aðeins allir þeir fordómar sem koma fram í grein hans heldur makalaus vanþekkingin. Er þetta það nýja Ísland sem koma átti eftir hrun? Er þetta sá málflutningur stjórnmálamanna sem taka átti við? Ég held ég komi mér úr landi !!

    SvaraEyða
  15. Guðgeir Kristmundsson6. ágúst 2010 kl. 11:40

    Kannski er fólki ekki umhugað um að láta augljósa áróðurslygi blandast inn í mikilvæga umræðu þegar þarf að taka upplýsta ákvörðun.

    Að líkja Íslandi við frumbyggja N. Ameríku í þessu máli er absúrd.

    Merkilegt í sjálfu sér þar sem Ögmundur er yfirleitt mjög málefnalegur og setur sig vel inn í efnið. Augljóst að hann Ömmi hefur mikla ástríðu í þessu máli og getur það sett menn aðeins út af strikinu.

    Hinsvegar er það álíka absúrd að blanda lífsgildum Hitlers og nasismans inn í umræðuna í þeim augljósa tilgangi að líkja saman ESB andstæðingum og fyrirlitnislegustu 'samtökum' sem hafa verið til.

    Að lokum ætla ég þó að segja að í gegnum umræðuna þá hallast ég meir að ágæti þess að ganga í ESB en að sjálfsögðu vill ég sjá samninginn fyrst. Það er ekkert gefið. Rökfærslu eldheitra ESB andstæðinga hafa oftar en ekki verið úr lausu lofti gripnar og háðar tilfinningum um þjóðerniskennd. Eins þykir mér sorglegt að sterk hagsmunasamtök nái að stjórna umræðu andstæðinganna að miklu leyti með löngu afsönnuðum lygum.

    Eitt enn. Sá sem minntist á ágæta umræðu um ESB á landsfundi sjálfsstæðismanna hefur annaðhvort ekki verið á honum eða er partur af skotgrafarliðinu sem vill ekki ræða hlutina.
    - Það var vissulega reynt að taka upp umræðu um kosti og galla ESB aðildar en furstarnir í flokknum og leiguþý þeirra náðu að drepa allt slíkt í startholunum. Umræðan skipti í sjálfu sér engu máli þar sem LÍÚ er búið að ná yfirráðum í flokknum.
    - Hræðileg upplifun að sjá slíka skoðanakúgun í slíku mikilvægu máli sem varðar framtíð okkar.

    SvaraEyða
  16. Sælir

    Skemmtileg grein og mér fannst Ögmundur ganga langt þarna.

    Maður skilur eiginlega ekki þessa hræðslu ESB andstæðinga við allt sem erlent er og alþjóðlega samvinnu.

    Við verðum án efa mjög klofin þjóð þegar upp er staðið og kannski ættum við bara að stofna 2 lýðveldi hérna á Íslandi.

    Eitt þar sem einangrunar sinnar geta búið og annað þar sem þeir sem vilja alþjóðlega samvinnu og rjúfa endanlega tengingu okkar við torfbæinn geta búið.

    Einangrunarsinnar mega fá RVK, við getum stofnað okkar ríki á austur hluta landsins og er sannfærður um að með aðstoð ESB verðum við með flotta höfuðborg innan skamms. Þarna verður meginlands stemning og aljþóðavæðing á stjórnkerfinu sem tryggja mun skil okkar við frænda og vinasamfélag samtímans.
    Með þessu móti þurfa Íslendingar sem horfa á lífskjör sín versna og spillinguna aldrei enda taka ekki þurfa að flytja yfir hafið heldur bara keyra á austur hluta landsins til að losna í prísundinni.

    Simon

    SvaraEyða
  17. Kratar hafa rætt aðild að ESB í áratugi og Samfylkingin gaf út bók um samningsmarkmið fyrir 10 árum síðan. Enginn annar flokkur hefur rætt þetta mál jafn ítarlega og Samfylkingin og í póstkosningu sem gerð var meðal flokksmanna kom fram yfirgnæfandi stuðningur við þá stefnu að sækja um aðild.

    Þetta er augljóslega ekki nóg...

    SvaraEyða
  18. Áður en lengra er haldið með þá kenningu að SF fjalli bara um kosti inngöngu, væri ekki ráð að kynna sér málefnin áður en gulpað? http://www.samfylkingin.is/Stefnum%C3%A1l/Um_Evr%C3%B3pusambandi%C3%B0

    SvaraEyða
  19. Svakalega geðveik grein og endurspeglar truflaðan heimsótta. Það er svo sem lítið mál þegar einn rugludallur stendur æpandi í eyðimörkinni en mér þykir sorglegt að lesa athugasemdirnar hérna og sjá að svona þvættingu eigi sér hljómgrunn.

    SvaraEyða
  20. Sú síða sem Gísli Baldvinsson linkar á er eihver sú mesta áróðursíða um ESB sem ég hef komist í.

    Þar er fullyrt að Ísland eitt muni fá að veiða í lögsögu landsins þrátt fyrir að reglan sem vitnað er í sé handónýt ef og búin að vera lengi sbr.http://en.wikipedia.org/wiki/Factortame_litigation#Factortame_II:_compatibility_of_the_1988_Act

    Það er heldur ekkert sem segir að undanþága frá stofnsáttmála muni halda sbr. WTD dóma ECJ frá 1996, 2000, 2001, 2003, 2006 og 2009.

    Það er ekkert rætt um þá staðreynd að Ísland hefur tekið upp 2679 gerðir vega EES af 186.742 sem eru í gildi hjá ESB.

    Það ræðir enginn þá staðreynd að viðskiptasamningar verða í höndum ESB eða það að í gegnum EFTA hafa Íslendingar aðilda að fleiri fríverslunarsamningum en ESB. Eða þá staðreynd að 311. gr. lissabon kveður á um ESB skatt. Eða 113. gr. um beinan tekjuskatt eða 2 til 6 gr. um valdaframsal á ákvörðunartöku í flestum málaflokkum.

    Ræðið það sem skiptir máli, veltið fyrir ykkur hvort meiri einangrun sé fólgin í inngöngu í tollbandalag þar sem verslun innan þess hefur minnkað niður í 7 prósent eða fólgin í því að vera hluti að EFTA og hafa fjölda fríverslunarsamninga við ríki og ráða sínum tollum og viðskiptsasamningum.

    Veltið vöngum yfir því hvað það þyðir að ákvarðanir séu teknar nálægt fólki ekki í 2000 km fjarlægð eða hvað það er langt til Brussel.

    Brogar það sig að fórna miklu fyrir inngöngu og ef svo þá af hverju?

    SvaraEyða
  21. Flott hjá þér að svara þessu.

    Mér blöskraði að lesa þessa grein í morgun. Ég varð hálf sorgmætur á eftir. Þjóðremban hjá Ögmundier svo yfirgengileg.

    Kv, Elvar Örn

    SvaraEyða
  22. Opnaðu aðeins augun og sjáðu að ESB er imperíalízkt valdabatterí. Það þarf ekki að horfa lengra en nýjustu fréttir til að sjá þetta, kúga á Íslendinga og Færeyinga til hlýðni vegna makrílveiðanna, menn þykjast eiga fiskistofna þarna. Might makes right. Lebensraum.

    SvaraEyða
  23. Djöfull er mikið af kolrugluðu liði
    hérna, heldur að það sitji hér á
    einhverri gullkistu hér á útnára
    sem að vondir sjóræningjar ætli sér að ná
    í.
    Bendi á að þjóðarframleiðsa Íslands er dropi í
    hafið samanborið við ESB og ekki nokkrum heilvita manni dettur í hug að hægt sé að græða á Íslandi, hvað þá Íslendingum.

    Farið nú að róa ykkur í krakkinu.

    SvaraEyða
  24. þetta er sennilega hin upplýsta umræða um ESB... eða hvað? Gott er einnig að sjá hve laus hún er við tilfinningaþrungnar yfirlýsingar.
    Mér þætt gaman að sjá hvers konar samning við fáum áður en ég geri upp hug minn... hef aldrei skilið hvers vegna við megum ekki sjá hvaða samningur er í boði - er ég þá sem sé landráðamaður af því ég vil vita um hvað er kosið? Verður allt líf á Íslandi að snúast um fisk?
    Ömmi fer langt yfir strikið í þessari umræðu og er algerlega búinn að tapa vitglórunni. Hin heilbrigða og opna umræða í Sjálfstæðisflokknum sést best á stofnun annarra hægri flokka sem eru einmitt að eiga sér stað í dag (enn og aftur). Hér ræður LÍÚ ríkjum og við erum aftur að einblína á Álver - þetta er hið nýja Ísland

    SvaraEyða
  25. Ögmundur svarar æstum áhangendum ESB:
    http://ogmundur.is/annad/nr/5447/

    SvaraEyða
  26. Frábært að lesa svona uppbyggjandi áróður.

    Menn sem hafa búið erlendis í nokkur ár og í nokkrum löndum Evrópu geta kannski myndað sér sínar eigin skoðanir á þessum málum. Kannski gæti hinn magnaði Ögmundur sagt okkur hvað hinir vondu menn í útlöndum gera okkur ræflunum á Íslandi þegar að þeir koma hingað rænandi og ruplandi.

    Ég er svo skelfilega undrandi að eins vel upplýst þjóð og Íslendingar telja sig vera hlusti á þetta fjandans þvaður í þessum PR-lobbýista lýð.

    Staðreyndir málsins eru þær að í vel flestum löndum ESB hafa hinir venjulegu borgarar notið góðs af sambandinu. Það er kannski eitthvað sem þessir lobbýistar hafa ekki hug á að við borgararnir njótum. En að skjóta þessa hlutin niður áður en menn vita hvað er í boði er eins og að drepast úr hungri vegna þess að maturinn gæti verið vondur. En eins og maðurinn sagði "fjandinn ekki gæti það versnað".

    SvaraEyða
  27. Einhver nafnlaus gunga segir hér að ofan;


    "Áhugavert comment um Samfylkinguna og ég verð að taka undir það. Samfylkingarmenn sem vilja í ESB saka aðra flokka um að ræða ekki ESB en þegar t.d. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur gífurlega góða vinnu um ESB og ræðir þá vinnu núna á tveimur landsfundum og kemst einróma, nokkrar undantekningar s.s. Sveinn Andri og Þorgerður Katrín, að Ísland eigi ekki erindi í ESB og hagsmunum okkar sé best borgið utan ESB þá kemur Samfylkingin og talar um skoðannakúgun."

    Þarna er á ferðinni furðuleg greining á ástandinu. Í kjölfar efnahagshruns ætti að koma krafa frá almenningi að stjórnmálamenn og flokkar setji fram lausnir á efnahags, velferðar, gjaldmiðils og utanríkisvanda landsins og þar er af nógu að taka.

    Samfylkingin er hingað til eini flokkurinn sem hefur boðað leiðir til að takast á við þessi vandamál. Aðrir flokkar og sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki útskýrt fyrir Íslendingum hvernig þeir ætla að styðja við iðnað og útflutning, gæta að velferðarkerfinu, útvega stöðuga mynt og styrkja stöðu landsins meðal þjóða heimsins.

    Þannig að ef horft er kalt yfir sviðið er Samfylkingin, sem ég kaus ekki í alþingiskosningunum, eini flokkurinn sem hefur boðað lausnir. Aðrir ekki.

    SvaraEyða
  28. Erlend yfirráð er ekki lausn.

    Ykkur esb-sinnum er ekki viðbjargandi. Þetta er trúaráróður og trúarofstæki, og sem slíkt getur aðeins endurtekið möntrur og áróður. Þið skiljið ekki einu sinni hvað rökræður eru. Þið haldið að þið vitið hvað þið eruð að tala um, en það gerið þið ekki. Þetta er eins og að reyna rökræður um guð við munk. Sorglegur brandari.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.