föstudagur, 17. september 2010

Hugrakkir sjálfstæðismenn

Þingflokkur sjálfstæðismanna fær plús í kladdann hjá mér fyrir að neita að taka þátt í landsdómsfjölleikahúsinu.

Því það var auðvelda leiðin að fljóta með straumnum og vilja kæra "til að róa lýðinn!"

Ég t.d. er ekki að kaupa þessa niðurstöðu um Landsdóm.

Að mörgun leyti var þessum ráðherrum frekar vorkunn.

Hvar er t.d. vonda trúin, einbeitti brotaviljinn og glæpsamlega vanrækslan?

Eða svo þetta sé sett í rétta lagamálið, hvar er ásetningurinn og stórkostlega hirðuleysið?

Án efa eru þau öll "sek" um panik og klúður, og já vantrú, samanber "Ég trúi því ekki að þetta sé að gerast og að allt þetta lið sé búið að búlsjitta okkur öll árum saman og stela öllum þessum peningum!"

En það rétttlætir ekki endilega fyrirbæri eins og Landsdóm.

Því ber því að fagna þegar menn segja nei takk við sjónarspilsréttarhöldum og standa á prinsippum sínum eins og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætlar að gera í þessu máli.

Batnandi mönnum er best að lifa.

Nú er svo bara að vona að Sjálfstæðisflokkurinn finni aftur prinsipin sín í öðrum málum eins og t.d. hvað varðar valdmörk forsetaembættisins og samstarf vestrænna lýðræðisríkja...!

12 ummæli:

  1. Dæmi um brot ráðherranna á stjórnarskránni:


    "17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra."

    Fram kom í rannsóknarskýrslunni að ráðherrar hafi viljandi ekki talað um málefni bankanna á ríkisstjórnarfundum.

    Nenni ekki að telja meira upp.

    SvaraEyða
  2. Já, augljóslega í djeilið með allt liðið fyrir að halda ekki formlegan fund með fyrirframauglýstri dagskrá!!! Sorrý, mér þykir þetta allt anga af "vitur-eftir-á" röfli og smásálarlegri lagatækniþráhyggju...

    SvaraEyða
  3. Hvað finnst þér annars um nímenningana sem eru ákærðir fyrir árás á alþingi?

    SvaraEyða
  4. Yfirleitt nenni ég ekki að skrifa athugasemdir þegar svoa forheimska er skrifðu á bloggsíður en nú tekur steininn úr: "hugrekki Sjálfstæðismafíunnar" - hahahahaahahahaahahahahaahahahahaahahahahahahaahahahahahahahaahahahahahaahahahahahahaahahahahahahh
    Hvílíkt innmúrað skoffín þú hlýtur að vera!

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus 11:58: Níummenningarnir sem kærðir eru vegna "árasar á Alþingi" og fjórmenningarnir sem kærðir fyrir að vera "slappir ráðherrar í hruni" eiga það sameiginlegt að vera bakararnir sem verið er að reyna að hengja í stað alvöru hrun-smiðanna...!!!

    Nafnlaus 12:05: Hahahahaha bara sjálfur! Þú ættir bersýnilega að kynna þér betur minn "vafasama" pólitíska feril áður en þú uppnefnir mig "innmúrað skoffín"...

    SvaraEyða
  6. Nafnlausa skoffínið kl 12.05 á auðvitað bara að skammast sín og það er útaf svona pappakössum að almennilega umræða nær aldrei neinu marki hér á landi þessa daganna....

    SvaraEyða
  7. Að þú sért svo barnalegur að telja það til hugrekkis að sjálfstæðismenn vilji ekki að Geir og Árni verði dæmdir, segir meir um þig en flest annað.
    Ef sjálfstæðismenn vildu vera og væru hugrakkir færu þeir í mál við Davíð Oddsson fyrir glæpi hans gegn þjóðinni og flokknum.
    ÞAÐ væri hugrekki.

    MargrétJ

    SvaraEyða
  8. að nafnlaus sé hér Uni Gíslason, en hann skrifar:

    Þetta er svakalega fínt háð hjá þér Friðrik. Vá hvað ég vona að þetta sé háð.

    Nei, þetta er háð, það segir enginn í alvöru: "hugrakkir Sjálfstæðismenn" án þess að hæðast eða grínast.

    Að segja að þessum 4 ráðherrum hafi að mörgu leyti verið vorkunn! Brilliant húmor! Að Landsdómur sé fjölleikahús (búinn til úr reyndustu hæstaréttardómurum og lögspekingum landsins ásamt trúnaðarmönnum úr samfélaginu) - það er tær snilld.

    Að spyrja hvar vonda trúin, einbeitti brotaviljinn og glæpsamlega vanrækslan sé.. ég þurfti að þerra hláturstárin af kinnum mínum eftir að lesa þá setningu.

    Meira svona!

    SvaraEyða
  9. Ja hérna, djókur dagsins væntanlega :-)

    SvaraEyða
  10. Þetta er með lengri bröndurum sem ég hef lesið.

    SvaraEyða
  11. Íslendingar geta ekki litið framan í aðrar þjóðir fyrr en þeir eru búnir að banna FLokkinn.
    Það gerðu Þjóðverjar.

    SvaraEyða
  12. Ég er algjörlega sammála þér Friðrik. Það er broslegt að við skulum eyða tíma í þetta núna á þennan hátt. Nú eru liðin tvö ár frá hruni og enn hafa menn ekki komist að niðurstöðu um orsakasamhengi hluta. Það eitt er vitað að þeir sem áttu og stjórnuðu bönkunum hafa sýnt af sér algjört siðleysi. Það er hlutverk núverandi sérstaks saksóknara að komast að því hvort þetta siðleysi er glæpsamlegt eða ekki.

    mbk
    Ólafur

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.