mánudagur, 20. september 2010

Vanda sig!

Ég er ekki sammála þingmannanefndinni um það að kalla saman Landsdóm. Mitt mat er það að ekki séu forsendur til þess að hvorki að kæra, hvað þá dæma, fyrrum ráðherra fyrir stórkostlega vanrækslu eða ásettningsbrot.

En aðrir eru á öðru máli, og efnislega verður auðvitað ekki hjá því komist að Alþingi fjalli um og taki afstöðu.

En þá er líka grundvallarkrafa að alþingismenn vandi sig.

Þess vegna eru orð þingmannsins Magnsúsar Orra Schram frá því síðstliðinn föstudag áhyggjuefni, en hann varaði við því að þingmenn festu sig "í forminu" í umfjöllun og ákvarðanatöku um Landsdóm.

Því er ég sammála leiðara Morgunblaðsins í dag, en þar segir:

"Var ekki skortur á formfestu meðal athugasemda rannsóknarnefndarinnar? Og vill ekki Magnús Orri ákæra menn fyrir það meðal annars að hafa ekki fylgt forminu?

Kröfur um formfestu eru stundum óraunsæjar og eiga ekki alltaf við. Þegar Alþingi fjallar um ákæru á hendur fv. ráðherrum og getur tekið sér þann tíma sem þarf hlýtur hins vegar að vera sjálfsagt að farið sé að öllum reglum."

Að sama skapi hljóta alþingismenn að taka alvarlega athugasemdir Gísla Tryggvasonar um hugsanlegt vanhæfi einhverra þeirra. Þær setur hann fram í bloggfærslu og segir hann m.a. að "...þeir sem kunna að vera vanhæfir víki sæti við meðferð þessa máls ...annars verður ákvörðun um hugsanlega ákæru fyrir Landsdómi ekki trúverðug."

Ákvörðun um Landsdóm er háalvarleg. Hvort sem hún er rétt eða röng er hreint grundvallaratriði að vandað verði til verka. Hver sem niðurstaðan verður, af eða á, þá má ekki kasta til hennar hendinni.

3 ummæli:

 1. Það væri sannarlega skortur á formfestu, og upp á gamla móðinn, að víkja til hliðar almennum lögum og stjórnarskrá af því að landsdómur sé "gamaldags". Í raun af því að hér sé ekki um venjulega "snærisþjófa" heldur ráðherra. Reyndar einmitt þá sem tóku að sér að gæta hagsmuna almennings en vanræktu þá skyldu sína herfilega.

  SvaraEyða
 2. H: Má vera, en hvað sem mönnum finnst um Landsdóm, þá hlýtur að vera sjálfsögð og eðlileg krafa að menn vandi sig, hvort sem menn eru með, á móti eða slétt sama!

  SvaraEyða
 3. Auðvitað verður að kalla saman landsdóm. Það er einfaldlega hluti af nauðsynlegri þjóðarsátt, sama hversu klúðursleg lögin eru og hæfi núverandi þingmanna til þess að halda rétt á málum.

  Annars þá skulum við bara leggja niður dómstóla og láta dómstól götunnar sjá um að ná fram réttlæti.

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.