þriðjudagur, 17. maí 2011

Hvað mun gjaldeyrisuppboð segja okkur?

Í áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta leggur bankinn til tvær hugsanlegar misgengisleiðir til þess að losa landið undan þrýstingi aflandskróna og annarra flóttakróna.

Annars vegar með því að selja gjaldeyri formlega á skráðu gengi, en í reynd skattleggja gjaldeyrisskiptin með þeim hætti að raungengið liggi nær núverandi aflandsgengi krónunnar, og hins vegar með því að halda gjaldeyrisuppboð.

Nú hefur seðlabankastjóri gefið til kynna að hugsanlega verði slíkt uppboð haldið jafnvel fyrir lok vikunnar. Það verði smátt í sniðum og einskonar prufukeyrsla fyrir stærri uppboð.

Ekki er því vitað hvað mikið magn gjaldeyris verður boðið upp, en ljóst er að þessi tilraun verður allrar athygli verð.

Seðlabankanum er nokkur vandi á höndum með framkvæmd þessa útboðs. Við fyrstu sýn væri best að fá sem flestar krónur fyrir sem fæstar evrur, en ef verulegur munur er á skráðu gengi og uppboðsgengi, hvaða skilaboð sendir það, og hver er þýðing þess fyrir framhaldið?

Ef hins vegar uppboðsgengið liggur tiltölulega nærri markaðsgengi, hvaða áhrif hefur það? Vill þá bankinn yfirhöfuð selja?

Í Avens viðskiptunum fyrir árið síðan reiknaðist mönnum til að evrugengið í þeim viðskiptum fyrir lífeyrissjóðina hefði verið um 220 krónur. Eru það kannski efri mörkin fyrir útboðið?

Núverandi aflandsgengi er óvíst, en liggur eflaust á bilinu 280 til 300 krónur evran. Það væru þá líkleg neðri mörk.

Seðlabankinn hefur hins vegar ekki gefið neitt til kynna um hvaða væntingar bankinn hefur til útboðsins. Má líka velta fyrir sér hvort það er gott eða slæmt.

En spennan magnast...!

6 ummæli:

  1. Gefa þeir nokkuð upp hver niðustaðan verður frekar en þeir gefa upp hverjir fá að fjárfesta fyrir aflandskrónur :)

    SvaraEyða
  2. Fyrir thá sem treysta sér til ad fara inn á www.faz.de "Währungen" > "Kurse" - gjaldeyriskross ; thar hefur ISK mánudum saman verid skrád óbreytt 1 € = 294,12 ISK - sem sagt um thad bil helmingi laegra krónugengi en opinbert ísl. Sedlabankagengid ( ! ) Thrátt fyrir ábendingu mína á misraemid milli
    FAZ-gengisins og ísl. Sedlabankagengis ( 1 : 164 ) hafa FAZ-ritstjórarnir ekki séd ástaedu til breytinga. Ad líkindum er thetta FAZ-gengi naerri raungengi krónunnar ad mati fjármála-og bankamanna í Frankfurt. Ennfremur er laerdómsríkt ad líta á "Currencies" á heimasídu IMF ; Hér er sömu sögu ad segja - ekkert gengi gefid upp á ISK ( sídasta ISK-gengisskráning 2008 ) Af framansögdu má draga thá rökréttu ályktun ad EU-útlendingar taki nákvaemlega ekki neitt mark á íslenska Sedlabankagenginu
    - íslenska krónan er ad mati erlendra gengis-spekinga allt of hátt skrád. Thetta spáir ekki gódu um krónu-evru-uppbodid - nema thví adeins ad Sedlabankinn "handstýri" nidurstödunni einsog hingad til hinu opinberu ISK-gengi.
    Orri Ólafur Magnússon - Thýskalandi

    SvaraEyða
  3. Ef engin FAZ viðskipti þá er gengi þeirra óbreytt sem þýðir að lítið er að marka skráningu þeirra.
    Sigurður

    SvaraEyða
  4. Það væri gott ef gengi aflandskrónanna væri lágt því þá gæti Seðlabankinn í raun keypt þær upp án þess að bjóða þær aftur til sölu. Þannig væri hægt að taka þessar krónur úr umferð og þá væru þær endanlega úr sögunni.

    Ég óttast það nefnilega að þegar Seðlabankinn býður innlendum aðilum þær loks til sölu að þá verði um fámennan hóp auðmanna að ræða sem muni hagnast gífurlega á kostnað okkar almennings.

    SvaraEyða
  5. Saell Sigurdur, thakka thér fyrir athugasemdina. Til ad koma í veg fyrir misskilning; www.faz.de er netútgáfan af "Frankfurter Allgemeine Zeitung" - eftir thví sem ég kemst naest faer dagbladid gengisskráninguna frá fjármála-fjölmidlafyrirtaeki ( úff ! ) - einsog t. a. m. "onvista" - sem birtist á sídum bladsins án nokkurra athugasemda. Dagbladid Frankfurter Allgemeine Z.( "FAZ" ) hefur vitaskuld engin gjaldeyrisviskipti á sínm vegum. Engu ad sídur segir thad sína sögu, ef - rangt eda rétt - gengi gjaldmidils er látid standa óbreytt á sídum bladsins mánudum saman. Greinilega skiptir thad engu minnsta máli fyrir ritstjórn bladsins , hvernig slíkur ( ör-) gjaldmidill er skrádur - hann liggur einhvers stadar á bilinu 164 / € og 294 ISK / € . Orri Ólafur Magnússon

    SvaraEyða
  6. Sæll Orri, HSH Nordbank hefur skráð aflandskrónugengið og þar hefur það breyst reglulega. Þann 28. mars síðastliðinn var gengið 270 isk/eur en er nú komið í 265 isk/eur.

    Þetta er gengi þeirra nú þegar þær eru óseljanlegar en þegar þær verða gerðar aftur seljanlegar fyrir eigendur þeirra þá hlýt ég að reikna með að verðgildi þeirra hækki.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.