sunnudagur, 17. febrúar 2008

Leiðari Fréttablaðsins

Full ástæða er til að vekja athygli á ágætum leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn, sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, er án efa sá úr pólitískri elítu Sjálfstæðisflokksins sem lengst hefur gengið í því að lýsa yfir stuðningi við aðild Íslands að ESB.

Í flestu er hægt að taka undir þær athugasemdir sem settar eru fram í leiðaranum. Í honum leynist hins vegar ein hugsanavilla sem vert er að leiðrétta, en í annarri málsgrein segir m.a. að það sé "... ljóst að Ísland uppfyllir ekki aðildarskilyrðin [að ESB] við svo búið."

Þetta er ekki rétt. Ísland uppfyllir nú þegar öll aðildarskilyrði að ESB, eins og sjá má hér.

Líklega hefur ritstjóranum hins vegar orðið eilítill fingraskortur á lyklaborðinu og hann haft í huga upptökuskilyrði evrunnar, en þau má sjá hér.

Athyglisvert er þar að þau fjögur skilyrði sem þar eru upptalinn snúa að verðlagsþróun, ríkisfjármálum, gengisþróun og langtíma vaxtaþróun. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að þegar litið er til verðlagsþróunar er ekki átt við hina sér íslensku verðbólgumælingu, heldur samræmdrar verðbólgumælingar á ESB svæðinu, þ.e. þeirrar mælingar sem kemur fram í samræmdu EES vísitölunni þar sem Ísland hefur verið innan skekkjumarka á undanförnum árum.

Í ljósi þessa þyrfti því ekki að líða langur tími frá því að aðild Íslands að ESB gengi í gildi þar til að hægt væri að taka upp evru.

En fyrst þarf að taka afstöðu til aðildar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.