Þegar maður hefur verið meira og minna kjaftstopp yfir pólitískum fréttum undanfarinna vikna er það ljúft að fá svona tíðindi til að gleðja sig, en Beagle hundur var í fyrsta sinn valinn bestur hundur sýningarinnar (Best in show) á Westminster hundasýningunni í Bandaríkjunum. Sjálfur á ég tvo Beagle hunda, annan frá Bandaríkjunum og hinn frá Danmörku og hef löngum verið sannfærður um að hér fari bestu voffar í heimi! Á myndinni hér að ofan má sjá Uno, þann sem sigraði. Hér fyrir neðan, ykkur til ánægju og yndisauka má sjá mína tvo, þá Begga og Bróa, í vænni afslöppun á góðum degi.
Þetta er alger misskilningur og gersamlega úr lausu lofti gripið, að telja Beagle bestan.
SvaraEyðaÞað hefur legið ljóst fyrir, síðan tegundin var fyrst skráð, sem sérstök ,,tegund" að þýski fjárhundurinn, í ÖLLUM útgáfum er besti og greindasti hundur ever.
Allt annað er bara snikk snakk umráðamanna, (vil ekki tala um eigendur) óæðri teg.
JAfnvel okkar greindi og góði hundur ísl. fjárhundurinn þarf að lúta í gras fyrir félaga hans úr þýsku Ölpunum.
Hundar með lafandi eyru eru eitthvað annað en tignalegir hundar.
með kveðju friðarins
Miðbæjaríhaldið
umsjónamaður þýsks fjárhunds til margra, margra dásamlegra ára.
e.s.
En þar sem við erum vissulega báðir ,,farnir gersamlega í hundana" vil ég að fram komi, að fátt er betra sálarlífinu en að umgangast hunda.
Þar sem ég er nú sjálfur af þýsku bændakyni kominn dettur mér ekki til hugar að hallmæla þýska fjárhundakyninu. Hins vegar er ég ekki sáttur við þær áherslur sem margir ræktenda þeirrar tegundar hafa haft nú í gegnum síðustu ár, sem m.a. hefur gert það að verkum að þeir eru margir hverjir ónýtir í mjöðmunum. Þar finnst mér illa farið með góða voffa.
SvaraEyðaEn... X-B fyrir Beagle ;-)
Þakka innlitið
Friðrik
Ég hef verið svo heppinn að mínir eru af ,,gömlum ræktunarmiðum" og því ekki eins litlir og veikir fyrir í afturpartinum.
SvaraEyðaAnnars
x-D fyrir Drottinn
Miðbæjaríhaldið