sunnudagur, 17. maí 2009

Ríkið á ekki að borga vexti

Það varð óvænt ánægja í síðustu viku þegar opnuð voru tilboð í ríkisvíxla. Ávöxtunarkrafa fjármagnseigenda sem vildu kaupa ríkisvíxla hafði minnkað um helming frá því mánuðinn á undan og fór niður í 5,74% meðaltalsvexti.

Þetta á ekki að koma á óvart. Fjármálakerfið er hrunið og atvinnulífið er í rúst. Eini "öruggi" fjárfestingarkosturinn á Íslandi eru ríkisbréf.

Og í núverandi ástandi sætir í raun furðu að ríkið sé að borga vexti yfirhöfuð. Það ætti að vera fullgott fyrir fjármagnseigendur á Íslandi á þessum síðustu og verstu tímum að geta fengið "örugga" geymslu fyrir sitt fé. Það er engin ástæða til þess að greiða rentu að auki.

Ef fjármagnseigendur vilja rentu, þá er þeim í lófa lagið að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Hjálpa til við að koma hagkerfinu aftur í gang, í stað þess að sitja og fitna eins og púkinn á fjósbitanum, allt í boði ríkisins og okkar skattborgaranna.

Fjármagn á Íslandi hefur enga útgönguleið. Það eru gjaldeyrishöft.

Það eru flestir, nema fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á því að lækka verði vexti verulega. Við er að búast að Seðlabankinn muni stíga stórt skref í næsta mánuði þeim efnum. Hins vegar á Seðlabankinn, ríkið og bankarnir að stíga ennþá stærra skref hvað varðar innlánsvexti og lækka þá niður í núll. Það yrði ekki gegn skilyrðum AGS.

Peningaeigendur hafa hingað til fengið besta dílinn í efnahagshruninu – og halda áfram að vera á sérdíl.

Mál er að linni og þeir leggi sitt til eins og aðrir.

Núllvextir, eða svo til, allra innlána næstu mánuði er ekki nema sjálfsagt mál. Það er meira enn nóg að innistæður þeirra séu tryggðar.

5 ummæli:

  1. Nákvæmlega Friðrik.

    SvaraEyða
  2. Ef innistæður á landinu væru vaxtalausar myndi ég fara með mínar fáu krónur á reikninga erlendis (jafnvel þó vextir þar væru líka 0). Ég væri ekki sá eini.

    Krónan er ekki nógu stöðug til að geyma peninga í ef ekki er fyrir vextina.

    SvaraEyða
  3. Einar,

    Þú getur það ekki. Það eru gjaldeyrishöft. Ef þú reynir þá ertu orðinn lögbrjótur!

    Hins vegar má velta því fyrir sér, ef ekki væru gjaldeyrishöft, hvort einmitt velflestir myndu ekki reyna að koma eigum sínum yfir í erlendan gjaldeyri og á reikninga erlendis - sama hverjir vextirnir væru.

    SvaraEyða
  4. Einhvers staðar sá ég að það má flytja 10 milljónir á ári úr landi, en kannski er hálf milljón á mánuði rétta talan. Ef það seinna er rétt myndi taka lengri tíma að koma sparnaðinum í skjól, en það er mögulegt.

    Gjaldeyrisreikingar íslensku bankanna bera 5-6% vexti, og virka ágætlega fyrir þá sem ekki treysta krónunni.

    SvaraEyða
  5. Þú gefur þá forsendu að lán til íslenska ríkisins sé öruggt. Erum við alveg vissir um að sú forsenda haldi ?
    Dude

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.