miðvikudagur, 28. október 2009

Viljalaus verkfæri og vænissýki

Fyrst var það Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og nú er það nafni minn Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Samkvæmt AMX, virðast þessir menn ekkert annað en viljalaus verkfæri í höndum ríkisstjórnar Íslands, eða það má a.m.k. lesa úr fuglahvísli gærkvöldisins þar sem bísnast er yfir því að nafna hafi látið sér fátt um finnast að formaður systurflokks hans á Íslandi hafi skammast vegna stuðningsleysis út af Icesave.

"Sænski forsætisráðherrann gefur svo snautlegt svar, af því að hann á orðastað við stjórnarandstöðuþingmann á Íslandi, ríkisstjórn Íslands hafi sömu afstöðu og ríkisstjórnir annars staðar á Norðurlöndunum, þegar grannt sé skoðað."

Í pistlinum er svo tækifærið að sjálfsögðu nýtt til að gera nafna upp annarlegar hvatir hvað varðar stuðning hans við ESB-aðildarumsókn Íslands.

Á vænissýkin sér engin takmörk?

6 ummæli:

 1. hvað ætli það sé eiginlega sem veldur því að fólk skrifar svíðþjóð þegar það ætlar að skrifa svíþjóð? ég gerði þetta stundum sjálfur þar til ég fór átómatískt að passa upp á þetta og svo fær maður upp 26.400! færslur þegar "svíðþjóð" er gúglað. einhver freudískur komplex kannski?

  Kveðja,
  Davíð

  SvaraEyða
 2. Davíð, ætli ég hafi ekki bara haft hugan við þjóðlegan mat? Þakka ábendinguna og þetta hefur verið lagað.

  SvaraEyða
 3. ekki að manni svíði undan tilhugsuninni um það tiltekna land og þjóð? það þætti mér þó undarlegt þar sem ég bý sjálfur í svíþjóð og kann einkar vel við bæði land og þjóð.

  SvaraEyða
 4. Þvílíkir ruglukollar þarna á amx.

  svo eru menn hissa á að komið er fyrir íslandi eins og raunin er. Eg er eigi hissa.

  Amx er jú málsvari þeirra afla er kom landinu í þau spor er stendur það nú í.

  SvaraEyða
 5. held því miður að vænisýkin sé engum takmörkum háð á þessum bæ enda helgar tilgangurinn meðalið.

  Nú vonar maður bara að landinn verði búinn að fá óverdós af landráðsumræðunni þegar loks kemur að umræðunni um aðildarsamninginn....

  - Hrafnkell

  SvaraEyða
 6. Er ekki Fuglahvíslið einskonar öfugmæladálkur? Eða amk svekkelsisdálkur?

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.