Les á RÚV.is að Eftilitsstofnun EFTA (ESA) hafi samþykkt "aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu" sex sparisjóða í vanda. Í frétt á mbl.is frá því 21 mars á síðasta ári er greint frá að samkvæmt tilkynningu fjármálaráðuneytisins eigi þátttaka ríkisins að...
...tryggja sem fjölbreyttasta valkosti neytenda í fjármálaþjónustu
...fjármálaþjónustu í boði um land allt
...hagræðingu í rekstri sparisjóðanna
...og tryggja samfélagslegt hlutverk sparisjóðanna
En af hverju á ríkið að standa í slíku, sérstaklega með beinni íhlutun af þessu tagi? Ágætt er reyndar að lesa fréttaauka Eyjan.is frá því í október á síðasta ári en það breytir ekki því að það þarf að svara þeirri grundvallarspurningu af hverju ríkið á að standa í sérstökum björgunaraðgerðum á sparisjóðum, jafnvel þótt það hafi verið sett inn sem valkostur í neyðarlögin á sínum tíma.
Ég fæ ekki séð að Ísland þurfi sérstaklega á að halda fleiri veikburða fjármálastofnunum.
Eins og segir í yfirlýsingu samtaka heimilanna og fleiri frá í dag á það "...ekki að vera hlutverk lánþega að leggja einkafyrirtækjum til aukið rekstrarfé þegar hæfni stjórnenda þrýtur og rekstur stefnir niður á við. Slíkt er hlutverk fjárfesta." Á ekki sama við um ríkið í þessu tilfelli?
En kannski getur einhver útskýrt þetta fyrir mér.
Þarf ekki að byggja upp, búa til verðmæti, mjólkurkýr sem verði svo hægt eftir nokkur ár þegar hún er farin að mjólka, að gefa vildarvinum Flokksins?
SvaraEyðaHver ætlar að sinna landsbyggðinni ef sparisjóðirnir eru lagðir niður?
SvaraEyðaFólk áttar sig ekki almennilega á þörfinni á fjármálastofnunum og hættunni sem að þjóðinni er búin ef þær fara allar á hausinn. Ríkið er ekki bara í gríninu að redda fjármálastofnunum. Orðræðan um að ríkið dæli peningum í fjármálastofnanir á meðan heimilin í landinu veslast upp er óupplýst. Eins og svo margt í okkar samfélagi - menn grípa bara á lofti það sem hentar þeirra málstað án þess að setja sig inn í hlutina.