sunnudagur, 13. júní 2010

Stærsta bankafrétt helgarinnar

Svar efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Einar Kr. Guðfinnssonar um stærstu eigendur Íslandsbanka og Arionbanka var lagt fram á þingi í gær og má sjá í heild sinni í þessu skjali.

Ekki er annað að sjá af svari ráðherrans að svo sé sem marga grunaði að það á í reynd engin þessa banka, þrátt fyrir fullyrðingar um annað.

Enda stendur skýrum stöfum í svari ráðherrans að:

"Meðan á slitameðferð stendur eru kröfuhafar ekki eigendur Arion banka frekar en annara eigna Kaupþings. Það hvort kröfuhafar eignist Arion banka á einhverjum tímapunkti veltur á því hvernig lokum slitameðferðar verður háttað. Aðkoma kröfuhafa að Arion banka í dag er því engin."

Hvernig þetta stemmir við fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því fyrsta desember síðastliðinn þar sem segir beinum orðum að "Kröfuhafar Kaupþings eignast 87% í Arion banka" er svo annað mál.

Svar ráðherrans er annars einkar athyglivert aflestrar enda koma þar fram hverjir eru 50 stærstu kröfuhafar í þrotabú beggja banka, með fyrirvörum þó. Það er vonandi að viðskiptagreinendur helstu fréttamiðla muni finna sér tíma frá HM í fótbolta í dag til að greina svar ráðherrans í hörgul.

3 ummæli:

 1. Ekki hægt að túlka þessa tilkynningu nema bull.

  Og ekki hægt að segja neitt annað en að Steingrímur J hafi ítrekað logið að þjóðinni þegar að sagði að "erlendir" aðilar stjórnuðu þar öllu...

  Ja hérna, hvað á þessi þjóð að þola

  SvaraEyða
 2. Kristján Birgisson13. júní 2010 kl. 19:56

  Eðli málsins samkvæmt eiga kröfuhafar ekkert annað en kröfur sínar.

  Kröfurnar eiga þeir á Kaupþing, sem á meirihluta í Arion. Kröfuhafarnir eiga því óbeint 87% í Arion í gegnum hina eiginlegu eigendur.

  Fréttatilkynning fjármálaráðherra er sett fram á auðskiljanlegu máli á meðan svar viðskiptaráðherra skýrir hvernig þetta lítur út lagatæknilega (m.a.s. fylgir skýringarmynd fyrir þá sem nenna ekki að lesa).

  Hvort þetta ruglar þig í ríminu Friðrik er annað mál.

  SvaraEyða
 3. Ja, kröfuhafar eiga 87% af Arion banka, en hinsvegar er ekki ljóst hvað hver þeirra á mikið þar sem ekki er búið að gera út um allar kröfunar og því ekki ljóst hvernig hlutfallsleg eign í þessum 87% á eftir að skiptast.

  Bæði svörin eru því rétt að kröfuhafar eiga 87% en einstakir kröfuhafar eru ekki enn sem komiðer eigendur að einhverri ákveðinni prósentu sér.

  Eins og er þá virka þessi 87% frekar sem sameign kröfuhafanna heldur en séreign.

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.