mánudagur, 30. ágúst 2010

ESB umsókn: Afgerandi meirihluti á þingi?

Bægslagangur bóksala, fyrrum samlokusala og annarra andstæðinga lýðræðisins gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er farin að ganga fulllangt. Fullyrt er að fyrir málinu sé engin meirihlutastuðningur, hvorki hjá þjóð né þingi.

Ansi bratt taka menn sér stóryrði í munn í þessum efnum, samhliða því að okkur, sem treystum þjóðinni til að geta sjálf lagt mat á aðildarsamning, er brigslað um landráð og ódrengskap.

Fyrir skoðunum þjóðarinnar um mótstöðu við aðildarumsókn hafa menn lítið fyrir sér annað en skoðanakannanir, sem sýnt hafa á síðustu tólf mánuðum að skoðun þjóðarinnar sveiflast sitt á hvað eftir dagsumræðunni. Sama virðist hins vegar jafnan upp teningnum, ef spurt er, að þjóin telur sig ekki vita nóg um ESB til að geta tekið afstöðu. Aðildarumsóknarferlið og umræður um kosti og galla aðildarsamnings munu bæta úr því. Þá munu eflaust einhverjir frelsast í báðar áttir, með eða á móti.

Á þingi virðist hins vegar meirihluti fyrir áframhaldandi aðildarviðræðum nokkuð traustur. Sjálfur lék ég mér við að skella núverandi þingmönnum í littla excel-töflu og miðað við þekkta afstöðu þeirra geta í eyðurnar um hvar viðkomandi þingmaður stendur varðandi það hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram. Þetta varð mín niðurstaða:

Á að halda áfram aðildarviðræðum við ESB?

Nei

Situr hjá

Anna Margrét Guðjónsdóttir (AMG)

1. þm.

Suðurk.

Samf.

1

Atli Gíslason (AtlG)

4. þm.

Suðurk.

Vinstri-gr.

1

Álfheiður Ingadóttir (ÁI)

10. þm.

Reykv. n.

Vinstri-gr.

1

Árni Páll Árnason (ÁPÁ)

1. þm.

Suðvest.

Samf.

1

Árni Johnsen (ÁJ)

9. þm.

Suðurk.

Sjálfstfl.

1

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS)

5. þm.

Reykv. n.

Vinstri-gr.

1

Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ)

1. þm.

Norðvest.

Sjálfstfl.

1

Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD)

9. þm.

Norðvest.

Vinstri-gr.

1

Ásta R. Jóhannesdóttir (ÁRJ)

10. þm.

Reykv. s.

Samf.

1

Birgir Ármannsson (BÁ)

11. þm.

Reykv. s.

Sjálfstfl.

1

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ)

9. þm.

Reykv. s.

Hreyf.

1

Birkir Jón Jónsson (BJJ)

2. þm.

Norðaust.

Framsfl.

1

Bjarni Benediktsson (BjarnB)

2. þm.

Suðvest.

Sjálfstfl.

1

Björn Valur Gíslason (BVG)

8. þm.

Norðaust.

Vinstri-gr.

1

Einar K. Guðfinnsson (EKG)

5. þm.

Norðvest.

Sjálfstfl.

1

Eygló Harðardóttir (EyH)

7. þm.

Suðurk.

Framsfl.

1

Guðbjartur Hannesson (GuðbH)

3. þm.

Norðvest.

Samf.

1

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ)

5. þm.

Reykv. s.

Sjálfstfl.

1

Guðmundur Steingrímsson (GStein)

8. þm.

Norðvest.

Framsfl.

1

Gunnar Bragi Sveinsson (GBS)

4. þm.

Norðvest.

Framsfl.

1

Helgi Hjörvar (HHj)

4. þm.

Reykv. n.

Samf.

1

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ)

6. þm.

Norðaust.

Framsfl.

1

Jóhanna Sigurðardóttir (JóhS)

1. þm.

Reykv. n.

Samf.

1

Jón Bjarnason (JBjarn)

2. þm.

Norðvest.

Vinstri-gr.

1

Jón Gunnarsson (JónG)

12. þm.

Suðvest.

Sjálfstfl.

1

Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG)

10. þm.

Norðaust.

Samf.

1

Katrín Jakobsdóttir (KJak)

2. þm.

Reykv. n.

Vinstri-gr.

1

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl)

4. þm.

Suðvest.

Samf.

1

Kristján Þór Júlíusson (KÞJ)

4. þm.

Norðaust.

Sjálfstfl.

1

Kristján L. Möller (KLM)

3. þm.

Norðaust.

Samf.

1

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM)

6. þm.

Norðvest.

Vinstri-gr.

1

Lilja Mósesdóttir (LMós)

6. þm.

Reykv. s.

Vinstri-gr.

1

Magnús Orri Schram (MSch)

11. þm.

Suðvest.

Samf.

1

Margrét Tryggvadóttir (MT)

10. þm.

Suðurk.

Hreyf.

1

Mörður Árnason (MÁ)

11. þm.

Reykv. n.

Samf.

1

Oddný G. Harðardóttir (OH)

5. þm.

Suðurk.

Samf.

1

Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn)

3. þm.

Suðvest.

Vinstri-gr.

1

Óli Björn Kárason (ÓBK)

5. þm.

Suðvest.

Sjálfstfl.

1

Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ)

7. þm.

Norðvest.

Samf.

1

Ólöf Nordal (ÓN)

2. þm.

Reykv. s.

Sjálfstfl.

1

Pétur H. Blöndal (PHB)

7. þm.

Reykv. n.

Sjálfstfl.

1

Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ)

2. þm.

Suðurk.

Sjálfstfl.

1

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR)

8. þm.

Suðvest.

Sjálfstfl.

1

Róbert Marshall (RM)

8. þm.

Suðurk.

Samf.

1

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG)

8. þm.

Reykv. n.

Framsfl.

1

Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER)

7. þm.

Norðaust.

Samf.

1

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII)

4. þm.

Reykv. s.

Samf.

1

Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ)

3. þm.

Suðurk.

Framsfl.

1

Sigurður Kári Kristjánsson (SKK)

3. þm.

Reykv. n.

Sjálfstfl.

1

Siv Friðleifsdóttir (SF)

6. þm.

Suðvest.

Framsfl.

1

Skúli Helgason (SkH)

7. þm.

Reykv. s.

Samf.

1

Steingrímur J. Sigfússon (SJS)

1. þm.

Norðaust.

Vinstri-gr.

1

Svandís Svavarsdóttir (SSv)

3. þm.

Reykv. s.

Vinstri-gr.

1

Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH)

9. þm.

Norðaust.

Sjálfstfl.

1

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK)

6. þm.

Suðurk.

Sjálfstfl.

1

Valgerður Bjarnadóttir (VBj)

6. þm.

Reykv. n.

Samf.

1

Vigdís Hauksdóttir (VigH)

8. þm.

Reykv. s.

Framsfl.

1

Þór Saari (ÞSa)

9. þm.

Suðvest.

Hreyf.

1

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSveinb)

7. þm.

Suðvest.

Samf.

1

Þráinn Bertelsson (ÞrB)

9. þm.

Reykv. n.

Utan þfl.

1

Þuríður Backman (ÞBack)

5. þm.

Norðaust.

Vinstri-gr.

1

Ögmundur Jónasson (ÖJ)

10. þm.

Suðvest.

Vinstri-gr.

1

Össur Skarphéðinsson (ÖS)

1. þm.

Reykv. s.

Samf.

1

Samtals:

34

26

3


34 með, 26 á móti og 3 muni sitja hjá. Aðrir gætu komist að annarri niðurstöðu, en þessa töflu má hins vegar hugsanlega nota í samkvæmisleiki fram að því að þing kemur saman að nýju. En kannski væri einmitt best að þingið tæki málið til umfjöllunar að nýju og ef niðurstaðan verður í samræmi við ofangreint að halda þá ótrauð áfram. Lýðræðisfjendurnir gætu þá kannski slakað aðeins á fúkyrðaflaumnum og einbeitt sér að einhverju uppbyggilegu.

Nú, ef að málið félli á þingi, þá liggur náttúrulega beinast við að það verði kosningar.

15 ummæli:

  1. Tekið skal fram að töfluyfirlitið yfir þingmenn var afritað af vef Alþingis.

    SvaraEyða
  2. Það er ekki rétt hjá þér að skoðanakannanir meðal þjóðarinnar á ESB aðild hafi sveiflast upp og niður undanfarið ár. Alveg frá í fyrra haust hefur verið mikill og vaxandi meirihluti þjóðarinnar gegn ESB aðild.

    Það getur vel verið að þingið afgreiði þetta með einhverjum álíka hætti. En þá eru líka þeir þingmenn VG sem ekki greiða atkvæði á móti aðildarumsókninni að fara á móti stærstum hluta stuðningsmanna flokksins.

    SvaraEyða
  3. "Nafnlaus" það er kannski rétt líka að benda þér á að í siðustu kosningum í apríl 2009 Vildi samfylkingin sækja um aðild að ESB, Sjálfstæðisflokkur taldi að sæka ætti um og leyfa þjóðinni að greiða atkvæði, framsókn taldi að sækja ætti um og setja ströng skilyrði sem ætti að ná i samningum, (Borgara)Hreyfingin taldi að sækja ætti um og sjá hvort að samningur um aðild yrði ásættanlegur. Vg taldi að þjóðinn ætti að ákveða með inngöngu í ESB. Þeir væru á móti en myndu hlýta vilja þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Svo má benda á að skv. könnunum Samtaka iðnaðarins hefur verið meirihluti fyrir aðildarviðræðum við ESB meirihluta síðustu 10 ára. Og ég held að meirihluti þjóðarinnar vilji sjá hvaða samningum um aðild hægt sé að ná.

    SvaraEyða
  4. Já, það eru margir býsna kokvíðir á þinginu, það er svo sem vitað.

    SvaraEyða
  5. Mætti segja mér að fleiri Vg-arar eða framsóknarmenn hallist að hjásetu. Annars er þetta bísna trúverðugt,

    SvaraEyða
  6. Hvað segja lýðræðissinnarnir um að afgreiða þetta mál með lýðræðislegum hætti og leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort umsóknin verði dregin til baka? Þjóðin ákveður og þá verður sátt um að annað hvort haldi viðræður áfram eða að við hættum við þetta. Þjóðin kýs og allir sætta sig við niðurstöðuna og við fáum frið.

    Þórarinn

    SvaraEyða
  7. Djöfull básunið þið um eigið ágæti og lýðræðisást.
    Þá getið þið bara staðið við það og sett málið í þjóðaratkvæði, eða grjóthaldið lygakjaftinum á ykkur.

    Kanski forsetinn sjái til þess að þjóðin fái að ráða? Það væri óskandi.

    Nú þarf að skora á forsetann og safna undirskriftum.
    Látum ekki alþingispakkið og þeirra hækjur valta yfir okkur eina ferðina enn.

    SvaraEyða
  8. Georg Georgsson (gosi)30. ágúst 2010 kl. 20:07

    Ef forsetinn á að eiga lokaorðið i öllum málum ,þá liggur beinast við að leggja niður lýðræðið og koma á einhvers konar einveldi?? þar sem þeir sem mest eiga undir sér geta keypt sér framgang mála, td. með þvi að byggja fyrir hann forsetahöll eða fjármagna einhverskonar lýðveldisher. þetta er ekki óþekkt td. Írak,Íran og mörg önnur fyrirmyndarríki.

    SvaraEyða
  9. Ég er ekki sammála þér um að Sigmundur Davíð og Eygló muni greiða atkvæði með því að draga umsókn að ESB til baka - þótt þau hafi

    Þau eru bæði það skynsöm að þau átta sig á að umsóknarferlinu þarf að ljúka með samningi semlagður verði í dóm þjóðarinnar - það þýði ekki að gera bjölluat.

    Þau myndu að mínu mati sitja hjá.

    SvaraEyða
  10. Georg,

    Hvernig er málskotsrétturinn "lokaorð" forsetans í öllum málum? Er það ekki hjá þjóðinni, sé honum beitt?

    SvaraEyða
  11. Þetta er örugglega ekki fjarri lagi hjá þér. Sjálfur spái ég 36/25/2.

    SvaraEyða
  12. Samt svona í ljósi umræðna síðustu ára varðandi floksaga (með neikvæðum formerkjum) hvaða flokkar það eru sem menn leifa sér að hafa mismunandi skoðanir og í hvaða flokk ALLIR eru á sömu skoðun.
    Stundum hefði þetta verið túlkað svo að enginn þorði að vera á móti forystunni, aðrir kalla svoan veikleikamerki en svo eru sumir sem kalla það veikleikamerki ef það eru ekki allir sammála.
    Gamann hvað fólk hefur misjafna sýn á svona mál eftir aðstæðum hverju sinni.

    Eins er gamann að sjá hvernig báðir hópar misnota lýðræðsisástarspilið sér í vil.

    SvaraEyða
  13. Flott tafla hjá þér. Nú er bara að fá þetta staðfest á þingi, kjósa upp á nýtt og leyfa ES andstæðingum að redda málunum fyrir okkur.
    Það ætti að vera létt verk fyrir VG og Sjálfstæðisflokkinn!!!

    SvaraEyða
  14. Ef svo ólýðræðisleg tillaga að þingsályktun verður tekin á dagskrá Alþingis - sem ég tel ekki sjálfgefið - og svo illa fer að hún verði samþykkt er það slíkur áfellisdómur yfir lýðræði innanlands og háttsemi gagnvart öðrum ríkjum að ég tel koma til greina að túlka 21. gr. stjskr. bókstaflega - þ.e. að sitjandi utanríkisráðherra í starfsstjórn fram yfir þingkosningar virði breyttan þingvilja að vettugi og fresti því að afturkalla aðildarbeiðni okkar Íslendinga þar til þjóðin hefur gefið álit sitt í þingkosningum sem eru sjálfsagðar í kjölfarið.

    SvaraEyða
  15. Þegar þér þókknast, Friðrik, að kalla þá menn "lýðræðisfjendur", sem vilja fylgja eftir því, að 70,3% þeirra, sem afstöðu tóku í könnun birtri 14. júní sl., vilja að stjórnvöld dragi ESB-umsókn til baka, sbr. að 1. júlí sl. kom í ljós að aðeins fjórðungur vill í ESB, – þá er eitthvað meira en lítið að þínum ályktunarfræðum.
    Jón Valur Jensson.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.