miðvikudagur, 6. október 2010

Eignarréttaröngstrætið

Eignarrétturinn er friðhelgur segir stjórnarskráin. Engan má heldur svipta eign sinni nema að almannahagsmunir séu í húfi og skulu þá koma fullar fébætur fyrir.

Þetta er svo vandlega oftúlkað hér á landi í kjölfar hrunsins að reynt er að bæta fram í rauðan dauðann "eignarrétt" þeirra sem gömbluðu með pappíra sem vitað var að hvenær sem er gátu tapað verðgildi sínu, hvort sem það voru hlutabréf, peningamarkaðsbréf, skuldabréf eða íslenskar krónur.

Aðallega virðist þetta gert með því að ganga á eignarrétt annarra, þ.e. þeirra sem áttu eitthvað handfast, eins og fasteign eða bíl, eða framtíðareignarrétt með því að koma í veg fyrir að núverandi kynslóðir og kynslóðir framtíðarinnar geti nokkurn tíma eignast eitthvað.

Eignarréttur gambleranna er varinn með því að svipta okkur hin, börnum okkar og barnabörnum, eignarréttinum!

6 ummæli:

 1. Ef eignarrétturinn er varinn með því að svipta aðra eignarréttinum, þá er eignarrétturinn alls ekki varinn. Nú er mikilvægt að menn fari ekki að gera neinar málamiðlanir með þann grunnrétt sem eignarrétturinn er. Ef eignarréttur ALLRA er virtur þá er það strangari túlkun en það sem þú kallar oftúlkun, en eina túlkunin sem viðheldur sanngirni og réttlæti í samfélaginu. Ef stjórnvöld fara nú að grafa undan eignarréttinum þá er fokið í flest skjól.

  SvaraEyða
 2. Punkturinn er nú kannski sá að manni virðist ansi mikill tími fara í að verja eignarétt þeirra sem eiga pappíra og það á kostnað hinna, jafnvel þó að eðli pappíranna væri það að eignin sem í þeim fólst var ekki endielga raunverueg, né var hún tryggð - sérstaklega stóð aldrei til að hún yrði tryggð með "mínum" peningum, bæði þeim sem á, og þeim sem ég á kannski eftir að eignast/vinna mér fyrir.

  SvaraEyða
 3. Hugtakið eign í 1. mgr. 72. gr. stjskr. felur ekki bara í sér áþreifanlega hluti, heldur er um víðtækari merkingu að ræða. Undir ákvæðið geta því fallið ýmis konar fjárhagsleg réttindi, kröfuréttindi, veðréttindi o.s.frv.

  Slíkt er engin nýlunda og ég veit því ekki um hvaða "oftúlkun" þú ert að tala. Raunar finnst mér sem þú sjálfur sért að snúa eignarréttarhugtakinu í óskiljanlega hringi svo úr verða órökréttar upphrópanir.

  SvaraEyða
 4. var að lesa þessa færslu hjá þér:

  http://fridrik.eyjan.is/2008/04/vlan-orvaldi.html

  einstaklega gaman að lesa hana svona 2 árum eftir hrun. Þú varst greinilega með all á hreinu.

  SvaraEyða
 5. Bjarni, kannski er ég full loðinn í framsetningu, en punkturinn er nú kannski líka sá að í því sem gert hefur verið hefur kannski helst skort á ákveðið jafnvægi og þ.a.l. virðist skortur á "réttlæti" í því sem gert er.

  Helgi, já netið gleymir engu! :-) Ýmislegt sem maður hélt og trúði fyrir hrun hefur algerlega breyst. "The loss of innocence!" Hafandi t.d. kynnst með beinum og óbeinum hætti "rannsóknum" Ríkisendurskoðunnar hef ég ekki mikla trú á því batteríi, því miður og tel í dag að absólútt eigi að fara almennilega í saumana á þessari einkavæðingu. Kom þá á daginn að þvælan var meiri í mér en Þorvaldi...!

  SvaraEyða
 6. Tillaga Hagsmunasamtaka heimilanna til stjórnlagaráðs varðandi eignarréttinn

  http://stjornlagarad.is/erindi/nanar/item33186/

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.