Í stuttu máli gengur þessi aðferð, sem við skulum kalla þýsku leiðina, út á það að skipta út núverandi gjaldmiðli fyrir nýjan Á MISMUNANDI GENGI.
Ekki s.s. eins og gert var á Íslandi 1980 þegar einfaldlega 2 núll voru tekin af.
Ekki eins og í Argentínu með dollaravæðingu, eða í Svartfjallalandi þar sem Evra var tekin upp einhliða.
Nei, þetta er upptaka nýs gjaldmiðils þar sem hin óumflýjanlega og óumdeilda staðreynd að núverandi gjaldmiðill landsins er ónýtur og haldið uppi á platgengi með gjaldeyrishöftum er viðurkennd og afgreidd með róttækum hætti þannig að valdi sem minnstu uppnámi.
Það er hægt að gera það þannig að rífa plásturinn af og láta gengið falla, með tilheyrandi óðaverðbólgu og upplausn. Lokaniðurstaðan yrði á endanum sú að taka yrði upp nýjan gjaldmiðil, t.d. með þeim hætti sem þjóðverjar gerðu á Weimarlýðveldistímanum.
Það er hægt að gera það skref fyrir skref - velja sigurvegarana - þ.e. þá sem fá að fara fyrst á hæsta genginu. Það yrðu fyrst og fremst aflandskrónu- og skuldabréfaeigendur. Almenningur myndi hins vegar sitja uppi með tapið. Og á endanum munum við sitja uppi með ónýtan gjaldmiðil og þurfa að skipta honum út.
Það er líka hægt að krossleggja fingurnar og vona að þetta reddist, t.d. með aðild að ESB og Evru einhverntíma, mögulega, kannski, í langri framtíð. Getum við beðið? Sama hvort við erum með eða á móti aðild að ESB? Ég held ekki. Viljum við þar fyrir utan fara inn í ESB með fjárskuldbindingar ónýts gjaldmiðils á bakinu?
Og síðan er hægt að gera þetta með þýsku aðferðinni, þeirri hinni sömu og beitt var af þjóðverjum eftir lok seinni heimstyrjaldar, þegar þeir skiptu út Reichsmark fyrir Deutsche Mark. Best heppnaða efahagsaðgerð síðustu aldrar og leysti úr læðingi efnahagsundrið fræga.
Fyrir Ísland gæti þetta gerst t.d. svona:
Laun og innistæður að 20 þús evrum (lágmarkstrygging innistæða) er skipt á genginu 1:1.
Öðrum fjárskuldbindingum er skipt t.d. á genginu 1:4 til 10. Einnig má láta markaðinn ráða, eða setja mismunandi gengi eftir eðli fjárskuldbindinganna. T.d aðrar innistæður umfram lágmark, ríkisskuldabréf, hússnæðislán og lífeyrissjóðslán á 1:5, en allar aðrar fjárskuldbindingar á 1:10.
Þetta er allt útfærsluatriði, en meginmálið er þetta: Efnahagsaðgerð af þessu tagi er framkvæmanleg og reynsla þeirra sem hana hafa reynt hefur verið góð.
Já, í henni felst ákveðin eignaupptaka, en það er eignaupptaka á eign sem hefur ekkert raunverulegt virði nema platvirði gjaldeyrishafta.
Ein leið til þess að gera þetta væri að taka upp nýjan gjaldmiðil með sama skráningargengi og Evru. Jafnframt taka upp tímabundna fastgengisstefnu til ákveðins tíma, t.d. 5 ára. Að þeim tíma loknum væri án efa orðið ljóst hvort Ísland yrði aðili að ESB. Ef svo, þá yrðu skiptin yfir Evru án vandkvæða. Ef ekki, þá yrði gjalmiðlinum leyft að fljóta að nýju.
Að mínu mati yrði að fylgja aðgerð af þessu tagi ákveðin tiltekt í efnahagsmálum almennt, s.s. algert afnám verðtryggingar og helst tiltekt og einföldun í skatta- og gjaldaumhverfi landsins.
Er svo galið að fylgja fordæmi þjóðverja í efnahagsmálum og efnahagsaðgerðum?
(PS: Seðlabanki Íslands hefur þegar framfylgt "misgengisstefnu" t.d. þegar að samningurinn var gerður við Seðlabankann í Lúxemborg í fyrra.)
Leysir engan raunverulegan vanda. Stenst ekki stjórnarskrá. Myndi eyðileggja orðspor okkar inn á við og út á við um langa framtíð. Myndi skilja hagkerfið eftir í rúst. Er fullkomlega galið. Þeir sem taka undir svona bull stimpla sig út úr marktækri umræðu.
SvaraEyðaGóð færsla Friðrik og tek undir með þér að grunnhugtök tilverunnar valda sérkennilegum augnhreyifngum þeirra sem hafa ekki kynnt sér málin.
SvaraEyðaVilhjálmur, er ekki nær að ræða þetta frekar "on the merits"? Vissuleg er þetta róttæk leið, en, enn og aftur, hefur verið reynd áður með ágætum árangri. Það þarf jafnvel ekki að fara að með jafn-róttækum hætti og þjóðverjar gerðu á sínum tíma. Rétt að minna á að þjóðverjar beittu sömu misgengisaðferðinni við yfirtöku á Ost-mark 1990. Upphrópanir um "bull" eru ekki sérlega málefnalegar. Værir þú hins vegar til í að rökstyðja af hverju þetta stenst ekki stjórnarskrá?
SvaraEyðaGunnar, þakka þér. Skrýtið samt hvað það að benda á dæmi úr hagsögunni getur farið í taugarnar á fólki...
Friðrik: Það er fjarstæða að jafna saman aðstæðum í íslenska hagkerfinu núna og hjá Þjóðverjum eftir seinni heimsstyrjöld. Hliðstæður er beinlínis erfitt að finna í þeim samanburði.
SvaraEyða72. gr. stjórnarskrárinnar: "Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."
Ef þú hefur keypt íslenskt ríkisskuldabréf, eða skuldabréf Íbúðalánasjóðs, og færð svo 1/4 af því til baka, heldurðu að þú munir kaupa aftur slíkt bréf í bráð? Svarið er nei. Lánstraust íslenska ríkisins, ÍLS, Landsvirkjunar o.s.frv. væri fyrir bí næstu áratugi.
Hvað ætlarðu að gera við lífeyrissjóðina í þessu?
Ég trúi því eiginlega varla að þú sért að setja þetta fram í alvöru, verandi starfsmaður Alþjóðabankans. Hefurðu hugsað málið í meira en tvær mínútur?
Vilhjálmur, það er laukrétt hjá þér að aðstæður okkar eru langt í frá eins slæmar og hjá þjóðverjum eftir seinni heimstyrjöld. Því þarf t.d. ekki að ganga eins langt og þeir gerðu á sínum tíma. Vek þó athygli á því að endanlegt gengi fjárskuldbindinga réðust af verði á markaði. Tilvitnun þín í stjórnarskrá á ekki við þar sem í henni felst ekki ábyrgð á verði eignar. Verðgildi krónunnar er EKKI stjórnarskrárvarið.
SvaraEyðaLífeyrissjóðirnir eru vissulega ákveðið vandamál í þessu samhengi, en, þeir eru það hvort eð er. Það er í reynd viðvarandi vandamál íslenska hagkerfisins hversu háð það er t.d. verðtryggingu. Koma mætti til móts við vanda lífeyrssjóðanna með t.d. tvennum hætti, annars vegar með beinni fjárinnspítingu í kjölfar myntbreytingar, og/eða að auka hlut veltukerfis í íslensku lífeyriskerfi, a.m.k. tímabundið. Eflaust mætti þá nota tækifærið og draga úr yfirbyggingu kerfisins í leiðinni. Kannski mæti þá líka beina ákveðnum hluta framtíðartekna af t.d. auðlindagjaldi inn í lífeyrissjóðakerfið.
Ég vil taka fram að skoðanir mínar og vangaveltur hér hafa ekkert með starf mitt að gera. Þær eru mínar eigin. Og já, ég hef hugsað málið í meira en tvær mínútur, öndvert við marga aðra sem hafa tjáð sig. Ég hef lesið mér töluvert til um efnahagsmál, þ.m.t. þýsk, er áhugamaður um hagsögu og síðasta bók í þeim efnum sem ég las var bók Kenneth Rogoffs et al "This time it's different" sem er einkar athyglisverð.
En gott og vel. Ef við afgreiðum þessar vangaveltur sem algerlega óraunhæfar, hver er valkosturinn? Markaðslausnin á þessu máli væri einfaldlega að afnema gjaldeyrishöftin og síðan leyfa því að gerast sem að gerist. M.v. magn fjárskuldbindinga í umferð, peninga og annarra, er ljóst að gengið ætti að falla all verulega. Hins vegar yrði sama sagan hér að eigendur verðtryggðra pappíra nytu sérverndar eins og venjulega.
Hvernig sérð þú fyrir þér að komast úr þessum vítahring?
Hvernig í ósköpunum ætlar þú að framkvæma þetta!
SvaraEyðaVið fyrstu fréttir af svona lögum myndi allt laust fé streyma út úr bönkunum, menn myndu kaupa fasteignir og annað svipað, fasteignaverð mundi rjúkla upp úr öllu valdi. Hagnaðarvon fjárfesta yrði gríðaleg.
Td Jón á 100 millur, hann sér fram á að eftir Hamskiptin eigi hann um 13 millur (10% umfram 20.000 evrur). Hann tekur alla peningana út og kaupir 5 einbýlishús á 100 millur hver, (80% veðhlutfall), skuldar semsé 400 millur. Eftir Hamskiptin þegar búið er að niðurfæra skuldir hanns um 90% þá skuldar hann 40 millur en á eignir uppá 500 millur. Það er ágætis ávöxtun.
Jónas Kr.
Ég mæli með að nýjum gjaldmiðli verði skipt yfir í á genginu 1.1000 ISK = 1,6420 ?IS. Það að fara í svona fléttu eins og talið er upp hérna að ofan er óþarfi og veldur vandræðum í hagkerfinu til lengri tíma litið.
SvaraEyðaÞetta á auðvitað að vera 1,1000 (ein komma ein króna). Það er auðvitað hægt að velja aðrar tölur, bara að þær séu skynsamlegar.
SvaraEyðaJónas, þetta er laukrétt hjá þér, þetta væri ákveðin áhætta. Við henni væri hægt að bregðast við með mismunandi hætti. Eitt, ypta öxlum og segja so what, markaðurinn leysir þetta. Þú reyndar sér ákveðin anga af þessu vera hafin heima, þ.e. að menn eru byrjaðir að færa fjármuni sína yfir í fastar eignir, því sama hvað gerist hafa fæstir peningamenn trúa á því að núverandi gengi haldi eftir afnám hafta. Tvö, það er hægt að taka aftur þjóðverja sér til fyrirmyndar og tilkynna ekkert fyrirfram, en framkvæma þessa breytingi í einu vettvangi. Þrjú, það er hægt að ákveða þetta og setja á viðskiptahöft þar til breytingin er gengin um garð. Ekkert af þessu er endilega auðvelt eða sjálfsagt. En, ef það sem ég hef velt upp er ekki ásættanlegt, endilega leggið til aðrar lausnir. Hvernig komumst við út vítahring hafta, aflandskróna og gríðarlegra fjárskuldbindinga í íslenskum krónum?
SvaraEyðaJón Frimann, ég tel það ekki nóg.
SvaraEyða...og svona til fróðleiks, þá er hér tengill á fyrstu bloggfærslumína með þessum pælingum - frá því í nóvember 2008!
SvaraEyðahttp://fridrik.eyjan.is/2008/11/njan-gjaldmiil-nna.html
Og hvaða sátt heldur þú að yrði um þessa eignaupptöku? Þ.e. þarna myndi fólk missa kannski 1/4 af innistæðum sínum ofan á allt sem nú er orðið. Lífeyrissjóðir væntanlega missa allt í helming eigna sinna og svo framvegis.
SvaraEyðaÞað er ekki hægt að miða okkur við Þýskaland þar sem var allt í rúst eftir stríðið. Búið að sprengja heilu og hálfu borginar í frumeindir og því mikið pláss fyrir þennslu í bygginariðnaði og milljónir sem vantaði vinnu. Hér eru 15 þúsund manns atvinnulausar en nú þegar til byggingar bæði íbúðir og iðnaðarhúsnæði á lager til nokkra ára.
Væri ekki eðlilegra að semja við ESB um möguleikan að við fengjum að tengja krónuna við Evru á meðan að viðræður okkar við ESB standa yfir með stuðning frá Evrópska seðlabankanum.
Svo sé ekki hvernig þetta myndi leysa vandamálið varðandi eigendur krónubréfa sem vilja losna héðan. Það hlýtur að kosta okkur gjaldeyrir þó við séum komin með nýja mynt. Og þeir væntanlega líta á þetta sem beina árás á sig.
Magnús, þetta er ekki raunveruleg eignaupptaka ef þú horfir til þess að núverandi verðmiðinn á krónunni er ekki réttur. Hann er fals í faldi hafta. Aflandsgengi krónunnar t.d. gagnvart dollar er að ég held eitthvað í kringum 180 krónur. Aflandsgengi Evru eflaust í kringum 250 krónur. Jafnvel það gengi er of hátt í ljósi hafta.
SvaraEyðaHingað til hefur enginn "tapað" innistæðum vegna þess að ríkið ábyrgðist allar innistæður upp í topp og það án lagaheimildar. Sú ábyrgð stenst eingöngu vegna gjaldeyrishaftanna.
Það er ekkert að því að horfa til Þýskalands. Við þurfum eflaust ekki að vera jafn róttæk í gengismálum, ef sambærileg leið yrði farin. Efnahagsvandinn sem tekið er á með þessari aðgerð er OFFRAMBOÐ af skuldbindingum í íslenskum krónum. Í því liggur okkar vandi, sem nú er frestað með höftunum.
Það eru littlar sem engar líkur á því að við getum samið við ESB/ECB um tengingu við evru á næstunni. Til þess þyrfti fyrst að koma aðild. Slíkur samningur yrði eflaust líka ekki uppi á borðum fyrr en EFTIR að höftum hefur veirð aflétt og gengi krónunnar aðlagasta markaðsaðstæðum (ergo, gengið fallið).
Og jú þetta leysi vandan varðandi krónueigendur þannig að þeir myndu fá útleið - á lægra gengi, vissulega, EN ÞAÐ MUN GERAST HVORT EÐ ER, nema menn fari út í þá smáskammtaaðferð að afnema höftin í smáskömmtum og leyfa krónubréfaeigendum að komast fyrst út og á hæsta genginu. Verður sátt um það?
Markaðsleiðin til þess að leysa þetta er einfaldlega að afnema höftin og láta markaðinn ráða gengi krónunnar. Afleiðingarnar af því, til skamms tíma, gæti hins vegar orðið skelfilegar, sérstaklega vegna vixlverkunar gengis, verðlags og verðtryggingar.
Þetta er virkilega fín leið og auðvitað ættu menn að skoða hana vel. Mig grunar að ESB sinnar vilji ekki sjá hana enda telja þeir að hún ógni ESB aðild. En eins og þú bendir á þá þurfum við að fleyta krónunni til að finna raun gengi áður en við fáum Evru. Því ætti þessi leið ekki að vera nein ógn fyrir ESB sinna heldur raunveruleg leið til að leysa þennan mikla vanda sem krónan finnur sig í.
SvaraEyðaÁgætur Friðrik; - - ´þú sýnir að þú skilur málið . . en "spunagleiðasta liðið" úr Samfylkingunni er komið á fullt - - með upphrópanir og vill ekki efnislega umræðu um þetta mál og möguleikana sem í því kynnu að felast . .
SvaraEyðaFriðrik, það er kannski eini kosturinn við innlegg þitt að það sýnir hvers konar fáránlegheit koma inn í myndina sem Plan B, ef við förum ekki rökréttustu leiðina inn í ERM II og svo evru. Við getum verið komin inn í ERM II aðlögun, eins og danska krónan er í, innan skamms tíma frá aðild. Í ERM II njótum við stuðnings ECB við að halda krónunni innan tiltekinna vikmarka frá evru. Þegar Maastricht-viðmiðum er náð, en þó aldrei skemur en tveimur árum frá upphafi ERM II aðlögunar tekur svo alvöru evra við. Við stöndum nokkuð vel gagnvart öllum Maastricht-viðmiðunum nema skuldum ríkissjóðs, en þar verðum við á réttri leið og munum geta sýnt fram á lækkandi skuldaprósentu, sem hefur þótt nægja.
SvaraEyðaUndirliggjandi stærðir í viðskiptajöfnuði eru jákvæðar um þessar mundir. Vöruskiptajöfnuður er jákvæður um 100 ma á ári, og hreinn viðskiptajöfnuður að teknu tilliti til uppgjörs þrotabúa bankanna og fallinna eignarhaldsfélaga, og án Actavis, er talinn vera nærri 200 milljarðar á ári, jákvæður. (Sjá nýlega skýrslu Seðlabankans um skuldastöðu þjóðarbúsins, bls. 31.)
Það er því mögulegt að aflétta gjaldeyrishöftum að hluta og í varlegum skrefum, en það er næsta öruggt að krónan sem slík mun aldrei fljóta á ný án einhvers konar fastgengisfyrirkomulags og mikilla takmarkana, t.d. á vaxtamunarviðskipti og gjaldeyrislán.
Vandamálið við krónuna er að hún er örmynt. Það yrði nisk líka. Eitthvað mun prentunin og slátturinn á nýja gjaldmiðlinum kosta.
SvaraEyðaAf hverju stingið þið ekki bara uppá matadorpeningum? Nú eða eldspítum, þær virka ágætlega í póker og má örugglega líka nota í öðrum fjárhættuspilum.
Vilhjálmur, vandinn við það að aflétta gjaldeyrishöftum "að hluta og í varlegum skrefum" er sá, eins og ég bendi á, að þá er farið að velja sigurvegara, þ.e. þá sem fá að skipta krónum á hagstæðara gengi en þeir sem á eftir koma. Stóri vandinn er, sem sést svo vel þegar að skýrslur SÍ eru skoðaðar, að fjárskuldbindingar í íslenskum krónum eru langt fyrir utan öll beranleg mörk, nema að komi til meiriháttar gengisfalls til viðbótar við það sem þegar hefur orðið. Svo ég vitni í áramótabloggið mitt: "Heildar innlendar skuldir íslensks banka- og peningakerfis hafa vaxið úr tæpum 500 milljörðum 2001 í næstum 3.500 milljarða undir lok nóvembers síðastliðinn. Heildar erlendar skuldir í íslenskum krónum talið hafa aukist úr 417,5 milljörðum 2001 í tæpa 433 milljarða í lok nóvember sl. eftir að hafa risið hæst skv. tölum Seðlabankans í rúma 10 þúsund milljarða 2008."
SvaraEyðaÉg reyndar tel aðgerð af þessu tagi myndi frekar hjálpa til við aðild að ESB en hitt. Það er ekki sérlega eftirsóknarvert að fara með ofangreindar skuldbindingar inn í ESB.
Ég held líka að nýr gjaldmiðill, þ.e.a.s. ný íslensk mynt, gæti einungis þolað fastgengisstefnu í takmarkaðan tíma, þ.e. t.d. á meðan að við erum í aðildarviðræðum við ESB, og ef aðild verður samþykkt, fram að aðild og síðan upptöku Evru. Um leið og það er út úr myndinni, t.d ef aðild verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, yrði út um fastgengisstefnuna og nýr gjaldmiðill yrði að fljóta. Og já, þá yrði verðið á honum að ráðast af markaðsaðstæðum og almennri traust og trú á stjórn og stöðu íslenskra efnahagsmála.
Friðrik - ég eyddi heilu ári í að rífast við hann Vilhjálm. Að sjálfsögðu gengur þessi upptalning hans alls ekki upp. Meira að segja 2020 plan ríkisstj. miðar við að ná skilyrðum eftir 9 ár, þá bætast væntanlega við 2 ár.
SvaraEyðaEn, ég kaupi ekki svona draumóra. En, það sést af pirringi hans gagnvart hugmyndum þínum, að þar fer maður sem kominn er með sannfæringu.
Þess vegna ræðst hann að hugmyndum þínum eins og hann gerir. Því, þ.e. einmitt háttur sannfærðra að ráðast á hugmyndir sem passa ekki við sannfæringuna.
Að mínu viti, eru hugmyndir þær sem þú hefur sett fram, sennilega þær bestu er fram hafa komið um það, hvernig er hægt að vinda ofan af höftunum - og samtímis að vinda ofan af því umframfjármagni sem hér er til staðar.
En, klárt er að það mun skapa verulega hættu annars, við afnám haftanna. Vilja streyma út.
Ég skal segja þér eitt, að mér lýst alls ekki á þess goggunarraðar aðferð, því henni fylgir svo klár alvarleg spillingarhætta. En ljóst er að þeir sem fara fyrst græða mest - þetta skapar klára hættu að menn borgi peninga undir borð til að komast framarlega í röðina.
Ég veit ekki hvort það liggur fiskur undir steini með þessum hætti í hans tilviki.
Kv.
Hvað með sparnað venjulegs fólks?
SvaraEyðaSvona fyrirkomulag myndi fæla allan sparnað úr landi og þá fyrst þyrfti að setja alvöru gjaldeyrishöft á landi.
Afgangur af viðskiptum við útlönd sér til þess að gengi krónunnar fellur ekki niður úr öllu valdi.
Ef höftin yrðu afnumin í dag þá myndi krónan líklega lækka en síðan yrði hún sterkari. Það myndi skila aukinni atvinnu, kaupmáttaraukningu og lægri verðbólgu.
Ekki gleyma því að krónueigendur eru ekki að fara með vextina úr landi nema að hluta. Varla haldiði að krónueigendurnir fari frekar með vextina út á genginu 260 en á genginu 160 kr./eur?
Það sem kemur mér mest á óvart er að auðmenn komast undan skilaskyldu á fjármagnstekjum! Það sama gildir ekki um almenna borgara í landinu! Lilja, ásamt 55 öðrum þingmönnum hefur ekki séð ástæðu til að gagnrýna þetta eða sýnt vilja til að breyta því.
Við munum halda áfram að spara, en viljum eflauat geta gert það í gjaldmiðli sem hefur einhvert raunverulegt virði.
SvaraEyðaÞað að núverandi eigendur krónubréfa eru ekki að taka alla sína vexti úr landi í formi gjaldeyris, þó þeim sé það heimilt, er vissulega jákvætt. En ég treysti mér ekki til þess að meta það sem svo að það sé vegna einhvers trausts á gjaldmiðlinum...
Lúðvík - nettó gjaldeyrisafgangur með teknu tilliti til afborgana af vöxtum og lánum, mínus reiknaðir vextir af þrotabúum; er ekki það mikill. Heyrt töluna 4% nettó miðað við síðasta ár, miðað við 11% brúttó. AGS lánapakki kemur til afborgana á næsta ári. Þannig, að gjaldeyristekjur í reynd eru í járnum.
SvaraEyðaÞannig, að afgangurinn er hvergi nærri nægur til að skila þeim jákvæði áhrifum á gengi krónunnar, sem þú talar um.
Í dag er bankakerfið, með of mikið fjármagn, vel yfir 100% að þjóðarframleiðslu, allt sem þarf að ávaxta hér. Hvernig á það að geta verið sjálfbært ástand? Þ.e. augljóst að hundruðir milljarða munu streyma út úr því við fyrsta tækifæri fyrir utan krónubréf.
Við erum að tala um gengisfall krónu um prósentu tugi.
Kv.
Friðrik takk fyrir svarið.
SvaraEyðaÞú segir: "Við munum halda áfram að spara, en viljum eflauat geta gert það í gjaldmiðli sem hefur einhvert raunverulegt virði."
Höftin eru til að koma í veg fyrir að við spörum erlendis. Málið er að ríkið þarf allan sparnaðinn. Því getur þetta ekki nema orðið til þess að höftunum verði ekki aflétt.
Einar, ef krónueignirnar fara úr landi og gengið fellur um tugi prósenta þá er það hið besta mál. Það þýðir að innlendir aðilar kaupa eignirnar á brunaútsölu! Eftir því sem gengið fellur meira og hraðar því hraðar fer það upp aftur og hærra.
Hins vegar er hægt að hleypa krónueigendunum út án þess að steypa genginu líka. Það er gert með afléttingu hafta í þrepum.
Lúðvík, vissulega má færa fyrir því rök að ríkið þurfi allan sparnaðinn. En er þetta sjálfbært eins og við gerum það núna? Við setjum sparnaðinn okkar í banka, sem aftur leggur þann sparnað inn á bók í seðlabanka sem aftur lánar ríkinu. Bankinn "græðir" á vaxtamuninum milli innláns okkar og innláns hans í SÍ. Sí borgar fyrir vextina með því að lána ríkinu, aftur með vaxtamun. Ríkið fjármagnar sig með frekari lánum. Allt er þetta hringamyndun peningaprentunar án raunverulegrar verðmætasköpunar. Ríki eyðir orðið mestu í vexti. Er hins vegar að draga úr fjárfestingum sem annað hvort skapa eða byggja undir verðmæti, fjárfestingu í innviðum, menntun og heilsu.
SvaraEyðaMarkaðsleiðin er vissulega að rífa pláseturinn af og afnema höftin og síðan tína upp brotin þar á eftir. Leiðin sem ég hef verið að fleyta gerir ekki annað en að taka mikilvægasta hluta hagkerfisins út fyrir sviga í þeim efnum, almenning, þannig að ekki verði hér þjóðfélagsupplausn. Ég vil frekar beita áðferðum Þýskalands 1948, en aðferðum Þýskalands 1918 til 1922...
Af hverju ættu þær að hækka aftur? Þvert á móti held ég að "runaway panick" skapist, að salan ýti undir að fleiri selji o.s.frv.
SvaraEyðaMín skoðun er að fjármálakerfið sé of stórt, hefði aldrei átt að endurreisa bankakerfið stærra en svona cirka 70% af þjóðarframleiðslu.
Hafkerfið, beri ekki innanlandsbanka með eignir umfram stærð hagkerfisins. Plane simple.
Ef þær myndu verðlækka niður í svona 70-80% af verðmæti hagkerfisins, myndi geta skapast sjálfbært ástand.
Kv.
Einar, gengi krónunnar myndast af framboði og eftirspurn. Ef krónueigendur flýja landið þá lækkar krónan vegna þess að framboð af krónum verður meira en eftirspurn. Síðan næst jafnvægi í framboð og eftirspurn.
SvaraEyðaÞegar krónueigendurnir eru búnir að selja krónurnar sínar til innlendra aðila þá fara ekki allir vextirnir úr landi. Það ætti að styðja við gengið.
Lúðvík - samspilið er reyndar ranglega lýst með þessum hætti, því bankar geta búið til eins mikið af peningum nánast og þeir vilja - þannig viðhaldið eftirspurn vegna þess að þeir tryggja að það myndist ekki skortur á peningum.
SvaraEyðaEn til að viðhalda jafnvægi á sínum bókum, selja þeir einfaldlega skuldabréf á móti. Með þessum hætti gátu bankakerfi vesturlanda vaxið nánst veldisvexti á sl. áratug. Peningamagn einnig.
Peningar eru í reynd ekki alveg hefðbundin vara.
--------------
Vandinn sem við búum við í dag, er að tekjur hagkerfisins hrundu e-h um 40% miðað við dollar, en peningamagn skrapp ekki saman. Svo, allt í einu eru mun minni verðmæti á bakvið þá peninga sem hér eru til staðar.
Þeir féllu eðlilega við þetta í verði, en peningamagn mun aukast enn meir með krónubréfunum + aflandskrónum.
Með áframhaldandi efnahagssamdrætti, erum við því að horfa fram á mikla verðlækkun okkar gjaldmiðils. Því, peningamagn mun vaxa og það verulega, sama tíma að hagkerfið er enn að skreppa saman.
Þetta setur mjög öfluga verðpressu á okkar krónu.
Auðvitað vegur e-h annað á móti, en lækkunar forsendurnar eru einfaldlega of öflugar.
Kv.
Kv.
Einar, þetta er greinilega eitthvað sem við erum ósammála um. Vonandi verða skýrar tölulegar upplýsingar um vandann þegar áætlun um afnám gjaldeyrishafta verður birt. Þá er hægt að ræða þetta á öðrum forsendum en þeim að þú hljótir að vita þetta betur en ég.
SvaraEyðaPeningar eru allt annað en venjuleg vara.
Sumir hagfræðingar hafa viljað fleiri krónur í umferð til að örva atvinnulífið á meðan aðrir hafa viljað fækkað þeim til að byggja á meiri stöðugleika.
Sumir halda því fram að gengislækkun bæti samkeppnisstöðu landsins og hafi forðað landinu frá miklu atvinnuleysi á meðan aðrir hafa kennt gengislækkuninni um að geta ekki lengur borgað af skuldum sínum.
.. ég sé ekki tilgang að þræta um svona hér.
Spurningin er hvort eignaupptaka sé réttlætanleg og hvort hún nái markmiði sínu.
Eignaupptaka er ekki réttlætanleg og hún nær ekki markmiði sínu ef hún fælir allan sparnað úr landi í framtíðinni.
Ég átta mig ekki á þessu eignaupptöku tali - en verðmæti í krónum þessa stundina eru ekki mikið traustari í dag en verðmæti þau eru stóðu á bakvið mörg þeirra bólu fyrirtækja er hrundu.
SvaraEyðaÉg sé ekki að það sé verið að taka af þér raunveruleg verðmæti, því það sé einungis verið að láta rétt verð þeirra verðmæta birtast eða það verð sem er nær því að vera rétt verð.
Í reynd er ég að segja, að væntingar byggðar á núverandi verðlagi, séu óraunhæfar. Í reynd er ég að segja, að verðbólan sem varð til á sl. áratug, sé ekki en að fullu hjöðnuð.
Svo, ég get ekki samþykkt að um eignaupptöku sé að ræða.
Ég bendi þér á fordæmi, 2 hæstaréttardóma snemma á 10. áratugnum, sem snerust um rétt ríkisins til að breyta forsendum láns á grundvelli endurreikninga lánskjaravísitölu. Mál voru rekin á grundvelli að það hefði átt sér staða ólögleg eignaupptaka, en Hæstiréttur dæmi ríkinu í vil í báðum tilvikum.
Mér sýnist, þó þetta sé ekki beint það akkúrat sama, að þetta bendi til þess - að slík aðgerð væri fullkomlega lögleg.
Ég held að fjárfestar myndu þvert á móti, laðast frekar að landinu - enda líta þeir fyrst og fremst á framtíðarforsendur. En, í dag tel ég einmitt, að það ósjálfbæra ástand er enn er til staðar, sé einmitt mjög fælandi. Með því, að umbreyta ástandinu með þeim hætti, að það verði sjálfbært og því bæta forsendur til framtíðarstöðuleika og vaxtar; verði landið meir aðlaðandi.
Kv.
Kv.
Einar, viltu ekki benda mér á þessa 2 dóma? Þú minnist bara á þá í svarinu án þess að segja mér nánar hvar ég get nálgast nánari gögn.
SvaraEyðaÞrátt fyrir að vísitölubinding sé ekki talin eignaupptaka, þá þýðir það ekki að nýr gjaldmiðill með margfaldri gengisskráningu sé það ekki. Ég skil þess vegna ekki hvernig þú telur þetta styðja mál þitt "fullkomlega".
Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég heyri að eignaupptaka á eignum erlendra aðila hvetji fleiri til að koma til landsins. Áhugaverð niðurstaða. Hefurðu sett þetta upp í formúlu þannig að hægt sé að hámarka bæði erlenda fjárfestingu og eignaupptöku?