fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Fatapóker

Sjálfseyðingarhvöt félaga minna í Framsóknarflokknum virðast engin takmörk sett. Nær væri að halda að einstakir flokksfélagar væru komnir í samkeppni við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í aulahætti.

Varla er flokkurinn búin að jafna sig á hnífasetta- og fatapeningafíflagangi en að hinn annars geðþekki þingmaður flokksins í norð-austur kjördæmi, Birkir Jón Jónsson, ákveður að stofna til einhverskonar borgarlegra mótmæla með því að taka þátt í pókermóti.

Vissulega getur margt verið til í röksemdum Birkis fyrir því að póker sé mismunað m.v. bridge og bann á fjárhættuspilum séu úrelt. En þetta er ekki aðferðafræðin. Skárra hefði þá verið að fá einhverja félaga sína með sér í að skipuleggja pókermót í þágu góðs málefnis, en nei, frekar skal plebbast.

Og átján þúsund kallinn í plús, er hann ekki skattskyldur? Í gvöðanna bænum ekki klikka á því smáatriði til viðbótar.

3 ummæli:

  1. Þetta kallast læmingjaheilkennið, er mér sagt.

    SvaraEyða
  2. Birkir óx reyndar í áliti hjá mér við þetta ...fyrsta skipti sem það gerist :)

    SvaraEyða
  3. Framsókn alltaf í peninga-plokki, ef ekki löglega, þá ólöglega og helst siðlaust.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.