Hér í gamla daga fannst stundum einstaka þingmanni að ráðamenn þjóðarinnar færu fullfrjálst með þau fríðindi að geta fengið lánaða flugvél flugmálastjórnar. Hafa ber í huga að það var þó ætíð gegn sanngjörnu gjaldi, skv. upplýsingafulltrúa þeirrar ágætu stofnunar á þeim tíma. Um þetta var rætt á þingi og fluttar fréttir í fjölmiðlum.
Allt reyndist það nú varla stormur í vatnsglasi.
Athyglisvert er þó að þar voru að munnhöggvast núverandi forseti Alþingis og núverandi bæjarstjóri Akranes. Þeir voru þá úr sama kjördæmi en í sitthvorum flokknum.
Tímarnir breytast og mennirnir með. Nú er einungis annar þeirra á þingi, en báðir eru í sama flokknum.
Ekkert hefur hins vegar heyrst af afnotum ráðamanna af vél flugmálastjórnar árum saman, enda tæpast ástæða til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.