miðvikudagur, 4. júní 2008

Efnahagsvandinn í hnotskurn



Fyrir okkur "fólkið í landinu" upplýsist efnahagsvandinn í hnotskurn ef við nennum að lesa smáaletrið á greiðsluseðlunum.

Hér er dæmi um einfalt húsnæðislán upp á 24 milljónir sem tekið var fyrir ári síðan. Nú einungis ári síðar, eftir að greiddar hafa verið afborganir að meðaltali upp á 130 þúsund á mánuði, eða rúmar 1,5 milljónir, eru eftirstöðvar lánsins 26 milljónir 627 þúsund 844 krónur!


Það er hækkun á höfuðstólnum upp á rúmar 2,6 milljónir.


Samtals er lánið búið að kosta á einu ári tæpar 4 milljónir - með lántökukostnaði og stimpilgjöldum u.þ.b. 4,5 milljónir.


Allir sáttir?

4 ummæli:

  1. Að halda öðrum fram en að þetta sé fullkomlega eðlilegt er ekkert annað en föðurlandssvik. Það er allavega skoðun Heimsýnar.

    SvaraEyða
  2. Aðalatriðið er að búa vel að þingmönnum og ráðherrum, það er að þeir búi vel að sjálfum sér. Og bönkunum.

    Hugsaðu þér til dæmis hvað það getur verið erfitt að fá vinnu eftir að maður hættir sem þingmaður eða ráðherra. Ha? Það er raunveruleg lífsbarátta. Það er vandamál. Þín vandamál eru smámunir. Almenningur á Íslandi hefur það gott og það er einmitt stjórnmálmönnum að þakka. Og bönkunum. Hjálpum þeim.

    Spurðu því eigi ...

    Rómverji

    SvaraEyða
  3. Eftir 40 ár miðað við verðbólgu dagsins verður upphæðin komin í
    1.376.078.428 kr. Við getum ekki annað en litið björtum augum á framtíðina.

    SvaraEyða
  4. Hvað myndi gerast ef verðtryggingin yrði tekin af? maður spyr sig

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.