fimmtudagur, 5. júní 2008

ESB óhress með Northern Rock björgun

Financial Times birtir grein á vefsíðu sinni í gærkvöldi um það að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geri verulega fyrirvara við björgun breska ríkisins á Northern Rock húsnæðislánabankanum. Um er að ræða fyrsta álit og er birt í "Official Journal" Evrópusambandsins, sem eru nokkurs konar stjórnartíðindi þess.

Samkvæmt frétt Financial Times hefur ESB einkum áhyggjur af því að aðstoðin hafi verið of víðtæk, nái til of langs tíma og draga hefði mátt úr samkeppnistruflandi áhrifum björgunarinnar. Búast má við endanlegum úrskurði síðar á þessu ári, og ef ESB kemst að þeirri niðurstöðu að björgunin hafi verið á skjön við reglur ESB verður að endurgreiða aðstoðina. Ef sú yrði niðurstaðan má jafnvel búast við að einhverjir samkeppnisaðilar Northern Rock muni fara fram á skaðabætur vegna samkeppnistruflandi áhrifa björgunarinnar.

Athyglisvert er að skv. greininni hefur fjármálaráðherra breta littlar áhyggjur af framkominni afstöðu ESB.

Þess má geta að ég hef áður fjallað um málefni Northern Rock hér og hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.