fimmtudagur, 26. júní 2008

Kolefnis-Björn

Björn Lomborg ritar grein í Washington Post í dag þar sem hann færir rök fyrir því að upptaka kolefnisskatta og skilgreining takmarkanna á losun gróðurhúsalofttegunda sé dýr leið til þess að draga úr losun þeirra og væntanlegur árangur nánast ómerkjanlegur. Í grein sinni færir hann rök fyrir þessari skoðun sinni og að auki leggur hann til að fé sé betur varið til stóraukinna rannsókna og þróunar á öðrum orkugjöfum en olíu til orkuframleiðslu.

Fullyrðir hann m.a. að án stóraukinna framlaga til rannsókna og þróunar á öðrum orkugjöfum verði umhverfisvæn orka, eins og t.d. sólarorka, dæmd til þess að verða aldrei annað en leiksoppur sýndarmennsku sterkefnaðra til að sýnast umhverfisvænir!

Ávallt umdeildur, en ætíð áheyrilegur. Og vart verður annað sagt en að við íslendingar hljótum að geta tekið undir að frekari framþróun annarra orkugjafa en olíunnar sé af hinu góða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.