fimmtudagur, 1. október 2009

Verst rekni banki landsins

Það er vert að hafa í huga í ljósi síðustu gerninga og tilkynninga hagfræðisértrúarsafnaðarins í Seðlabanka Íslands að Seðlabankinn er og hefur verið m.v. skoðun ársreikninga síðustu ára einn verst rekni banki landsins. Fimm af síðustu sex árum voru rekin með tapi - og á því síðasta varð bankinn í reynd gjaldþrota. Þetta þrátt fyrir hæstu þjónustugjöld á byggðu bóli í formi okurvaxta.

Áfram er svo þessi bankinn rekinn á sömu fílósófíu.

Nú er rifist um ICESAVE enn eina ferðina. Blekkingarleikur um hvort og hvernig megi flýja hið óumflýanlega. Samt er hugsanlegur skaði af ICESAVE einungis brot af þeim skaða sem við vinnum okkur sjálf þökk sé viðvarandi efnahagslegri villutrú Seðlabankans.

Eftir efnahagslegt hrun verður að grípa til róttækra aðgerða.

Tryggja þarf peningamagn í umferð, þ.a.l. á ekki að gefa út ný ríkisskuldabréf.

Innlánsvextir a.m.k. verða lækka niður í nánast núll, jafnvel þó útlánsvöxtum verði haldið hærri eitthvað áfram.

Í núverandi ástandi þarf að koma fjármagni á hreyfingu. Á meðan að bjóðast tryggir innlánsvextir í boði Seðlabankans upp á næstum 10% er enginn hvati til fjárfestingar í íslensku atvinnulífi.

Peningaprentun er ekki öll slæm, en peningaprentun sem byggir á engu öðru en prentun til að greiða fyrir innlánsvexti án nokkurrar verðmætasköpunar er í núverandi umhverfi eingöngu til ills.

Það verður að koma böndum yfir bankann. Hann er rekstrarlega, hugmyndafræðilega og hagfræðilega gjaldþrota.

Skilanefnd?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.