mánudagur, 21. júní 2010

Gnarr, bjargaðu TÞM

Ágæti Jón Gnarr,

Nú ertu orðinn borgarstóri. Gott og vel, og gangi þér vel. Ég sé þú ert strax farin að passa ágætlega í rulluna, búin að afhenda viðurkenningar og veiða fyrsta laxinn í Ellliðaánum.

Sem er ágætt.

En þú hefur væntanlega á borðinu hjá þér mál sem er brýnt að leysa. Mál sem þér ætti að renna blóðið til skyldunnar að taka af skarið með og bjarga í snatri.

Það er fjárhags- og húsnæðisvandi Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar.

Leystu málið Herra Borgarstjóri.

Þú hefur níu daga. Það á að bera út og loka sjoppunni núna í júlí ef ekkert verður að gert.

Það má rifja upp í grunninn um hvað málið snýst með því að lesa viðtal við Herra Pollock hér.

Ef ennþá lifir eitthvað af gamla pönkaranum og rokkaranum fyrir innan glansmyndina þá lætur þú það ekki gerast að TÞM verði lokað.

Með kveðju frá Akranesi

Friðrik

Félagi í facebook-hópnum Ekki loka TÞM

4 ummæli:

  1. Nei, takk, nú þarf að spara, dægurmál sem þessi mega missa sín að mestu, krakkar redda sér æfingaaðstöðu í bílskúrum rétt eins og þegar TÞM var ekki til.

    SvaraEyða
  2. þá veist þú lítið um hvað þetta mál snýst. lestu þig betur til um starfsemi TÞM áður en þú heldur því fram að við tónlistafolk eigum ekki betri skilið en að grafa okkur í eitthverja skúr út í bæ. Þetta eru fordómar! loka TÞM þá má líka loka öll íþrótta hús. seljið nokkra landrovera, ráða nokkur starfsmenn í húsið í stað fyrir að borga þeim atvinnuleysisbætur, og þá er málið leyst.

    SvaraEyða
  3. Hættu að láta sem svo að það sé sjálfsagt að fara í vasa minn sem skattborgara bara af því að það hentar þér að aðrir borgi fyrir áhugamál þitt, því það er það ekki. Hér var tónlist og hér æfðu bönd fyrir tíð TÞM sama hvað þið reynið að dramatísera þetta, að taka forréttindi af einhverjum hefur reyndar aldrei endað með að þeir sem njóta forréttindi væli ekki, þetta er fyrirsjáanlegt, menn verða bara að hlusta ekki á vælið út um allt og skera niður þar sem minnst er sársaukafullt.

    SvaraEyða
  4. Sjálfsagt? Við íslendingar finnst sjálfsagt að súpa af gróðanum sem kemur til landsins þökk sé listamenningu okkur. Aldrei hefur verið jafn mikil ferðamennska til landsins sem fylgjast með heims frægð Bjarkar síðar Sigur rós og fleiri. Margar milljónir hafa skilað sig til landsins eftir airwaves hátíðinna.
    Samt á að gefa okkur skít og skúr. Þetta miklu meira en áhugamál þetta er fyrir marga atvinna.
    ekkert á móti fótbolta og fleiri ''tómstundir''
    en er þá ekki sjalfsagt og þaug fara bara aftur að sparka bolta út á túni?
    dramatískt! Já að missa þetta húsnæði er hörmungur. og en og aftur lestu þig betur til um þetta starfsema, reiknaðu út hvað listamenningin okkar hefur skilað miklu aftur landsins. þú veist ekki rassgat!

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.