þriðjudagur, 22. júní 2010

Vaxtaverkir

Samúðin sem fjármálafyrirtækin eru að fá frá ólíklegustu stöðum er stórmerkileg. Að þeir sem gráta hæst töpuð veðmál fjármálafyrirtækjanna séu framámenn til vinstri í íslenskri pólitík er súrrealískt.

Ég hins vegar velti fyrir mér hvort, í ljósi þess að forsendur samninganna voru dæmdar ólöglegar, hvort það er ekki valkostur við uppgjör þeirra að það sem út af stendur fari á nýjan samning með íslenskum vaxtakjörum.

Það er kannski eina "sanngirnismómentið" fyrir fjármálafyrirtækin. Af hverju ættu þau að vera neydd til að halda til streitu lánasamningi sem dæmdur hefur verið ólögmætur?

Uppgjör núverandi stöðu ætti hins vegar að fara fram í samræmi við dómsniðurstöðuna og ekki á að koma með afturvirkar eftiráreddingar.

6 ummæli:

  1. Jú kannski af því þau brutu lögin og hafa ekkert gert (að ráði) til að semja uppá nýtt þrátt fyrir l a n g a n aðdraganda að þessari niðurstöðu. En á meðan mátti fólk lepja dauðan úr skel og jafnvel verra en það.

    SvaraEyða
  2. ,,Af hverju ættu þau að vera neydd til að halda til streitu lánasamningi sem dæmdur hefur verið ólögmætur?"

    Samningurinn sem slíkur er ekki ólöglegur heldur einungis gengistryggingarákvæðið í samningnum.

    Jón Ottesen

    SvaraEyða
  3. Samtök fjármálafyrirtækja vissu fyrir 9 árum síðan að þessi tegund lánastarfsemi væri ólögleg. Þrátt fyrir það þá var ekki einasta farið út í að bjóða þessi lán heldur var þeim beinlínis ýtt að neytendum (á sama tíma og téð fjármálafyrirtæki tóku stöðu gegn krónunni á bak við tjöldin).

    Ég sé því ekki betur en fjármögnunarfyrirtækin hafi vísvitandi ætlað að hagnast með ólögmætu athæfi.

    Síðan þegar upp kemst um glæpinn þá ætlast þau til að þeim sé - á grundvelli "sanngirnis og réttlætis" - engu að síður afhentur sá hagnaður sem þau voru búin að reikna sér í Excel?

    Og undir þetta taka vinstri- og jafnaðarmenn?

    Svei mér þá ... ég veit ekki á hvorum ég hef meiri skömm. Mér er í það minnsta flökurt ...

    SvaraEyða
  4. Samúðin með fjármögnunarfyrirtækjum er engin, heldur fyrirlitningin algjör á þeim og stjörnulögfræðingum þeirra. Sumir stjórnmálamenn til vinstri, eins og t.d. Mörður, benda á vandann sem kemur upp nú í kjölfar dómsins. Þegar ákveðinn hluti lántakenda kemst upp með að borga aðeins lítinn hluta verðmætanna sem voru tekin að láni til baka þarf restin af þjóðfélaginu að bera mismuninn. Kostnaðinum verður nefnilega velt yfir á okkur hin með hærri vöxtum og sköttum.

    SvaraEyða
  5. Sangirni er ekki til í orðabók fjármögnunarfyrirtækja. Þessir menn rifu eigur af fóki hægri, vinstri ólöglegar. Þeir sviftu af fólki atvinnu æru og von. Það sem stjórnvöld ættu að vera að einbeita sér að er að ákæra þessa menn og koma í fangelsi alla með tölu. Svo ættu þau að einbeita sér að því að leiðrétta krónulán um 25-30% vegna forsendubrests.

    SvaraEyða
  6. Gengistryggd lan voru bestu lan sem hægt var ad fa vegna thess ad med theim var hægt ad losna vid verdtrygginguna og hugsanlega einhvertiman ad borga lanid nidur.

    Fjarmalafyrirtækin thurftu ekkert serstaklega ad halda thessum lanum ad folki, thedda var einfaldlega besti kosturinn.

    Ef afgreida a thessi lan nuna med thvi ad breyta theim yfir i verdtryggd verdur verdtryggingin fest i sessi og thad getur ekki verid thad sem folk vill.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.