mánudagur, 20. júní 2011

Pólitískar hreinsanir boðaðar

Óþól sumra andstæðinga aðildarviðræðna við ESB tekur á sig nýjar og enn ósmekklegri myndir.

Persónugering þessa óþols tekur á sig nýja og áður óþekkta mynd á opinberu bloggi Heimssýnar í dag.

Þar er upplýst um óánægju Heimssýnar með aðalsamningamann Íslands í aðildarferlinu, sem þarf nú svo sem ekki að koma á óvart. Niðurlag pistilsins er hins vegar einkar athyglisverður:

"Þegar Össur tekur upp tjaldhælana sína í ráðuneytinu verður fararsnið á fleiri en honum einum."

Það var og...!

Ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að þegar og ef fulltrúar Heimssýnar komast til valda í stjórnarráðinu, og þá sérstaklega utanríkisráðuneytinu, munu s.s. fara fram pólitískar hreinsanir og væntanlega allir reknir sem unnið hafa að aðildarferlinu.

Huggulegt, ekki satt?

Er byrjað að skrifa niður nöfnin?

Þarf eitthvað að rifja upp í hverslags þjóðfélögum slíkt hefur tíðkast?

2 ummæli:

 1. Ekki fallegt hjá Heimssýn en sama sort og hreinsunarstefna Össurar; sem leggur fólk í einelti og sparkar út í hafsauga til að sýna vald sitt. Það ríkir ógnarstjórn eins og hjá Davíð í utanríkisráðuneytinu núna, með nokkra stráka í hirðinni og hina utangarðs.

  SvaraEyða
 2. Las þessa grein með öðrum augum en þú.

  Það sem átt er við með setningunni;

  "Þegar Össur tekur upp tjaldhælana sína í ráðuneytinu verður fararsnið á fleiri en honum einum."

  ...er að þegar Ísland gengur í ESB, mun Össur alveg örugglega krækja sér í feitt embætti niður í Brussel, og að hans nánustu fylgisveinar sem raðað hafa sér á jötuna í ráðuneytinu í hans tíð, muni fylgja honum sjálfviljugir til Brussel þar sem þessir sömu aðilar munu fá mjög góðar stöður.

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.