sunnudagur, 17. ágúst 2008

15 framsóknarmenn!

Skoðannakönnun Fréttablaðsins er athyglisverð og sýnir að það verður ærið verkefni fyrir nýjan meirihluta að vinna sig í áliti hjá borgarbúum.

Fyrir okkur framsóknarmenn var könnunin ekki sú versta sem við höfum séð - stígandi lukka og allt það...

M.v. þátttökuna í könnuninni voru það 15 svarendur sem lýstu yfir stuðningi við flokkinn. Í Capacent-Gallup um daginn voru þeir ekki nema 10 og þar var úrtak og svarhlutfall hærra.

Þetta er 50% fjölgun á örstuttum tíma. Ef ég ynni í banka og stundaði "trend analysis" með Excel þá væri framtíðarspágreiningin mjög fín og ég myndi ráðleggja hlutabréfakaup í Framsóknarflokknum í Reykjavík fyrir næstu sveitastjórnarkosningar!

10 ummæli:

  1. já,vonandi fer þessi spillti flokkur að heyra sögunni til

    SvaraEyða
  2. Þið framsóknarmenn eruð sjálfum ykkur verstir. Kjósendur vilja ekki stjórnmálamenn sem eru í stjórnmálum til að umbuna sjálfum sér eða flokknum. En eins og allir vita hefur það verið megin markmið framsóknarmanna að maka krókinn þegar þeir hafa átt kost á því.

    SvaraEyða
  3. Guðmundur: það var eitthvað að læðast innaf innsláttarvillum og hefur verið leiðrétt. Þökk sé þér fyrir ábendinguna.

    Nafnlausir: þetta spillingarraus er tómt píp með littla stoð í raunveruleikanum.

    SvaraEyða
  4. Samt má telja á fingrum annarrar handar þá sem hafa snúist á sveif með framsókn í kjölfar nýjasta kúppsins.

    SvaraEyða
  5. Samt má telja á fingrum annarrar handar þá sem hafa snúist á sveif með framsókn í kjölfar nýjasta kúppsins.

    SvaraEyða
  6. ...og reyndu að laga stillingar hjá þér með komment, maður getur ekki tjáð sig nema undir nafnleysi, er það kannski einhver framsóknarstefna? :=O

    SvaraEyða
  7. óskar á eftir ráða sig beggja vegna borðsins eins og síðast og maka krókin vel þessi 2 síðustu ár sem framsókn er með mann í borgarstjórn.

    Um að gera að mjólka kúnna eins vel og hægt er.

    SvaraEyða
  8. Eins og að eiga hlutabréf í Titanic vinur sæll

    SvaraEyða
  9. "þetta spillingarraus er tómt píp með littla stoð í raunveruleikanum."

    Vakna Friðrik, það er ekki seinna vænna fyrir ykkur að átta ykkur á því hvers vegna fylgið hrynur af ykkur.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.