Á bls. 2 í Fréttablaðinu í dag er að finna eftirfarandi frétt:
Breytt dreifing Fréttablaðsins:
Blaðið fært nær lesendunum
Fréttablaðinu verður komið fyrir í dreifikössum á Selfossi, í Hveragerði, Reykjanesbæ, Akranesi og Borgarnesi í stað dreifingar á hvert heimili.
„Með þessu erum við að færa blaðið nær lesendunum,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365-miðla. Þannig sé til dæmis hægt að hengja kassana á ljósastaura í hverfinu, að sögn Ara. Þetta bæti þjónustuna á stöðum þar sem dreifing var aðeins á sölustöðum. Breytingarnar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Blaðberum hefur í kjölfarið verið sagt upp störfum á fyrrnefndum stöðum. - vsp
Já, það liggur í augum uppi, sérstaklega núna þegar haustlægðirnar eru farnar að berja á okkur, að það mun standa mér mun nær að staulast mót vindi út að einhverjum ljósastaur í stað þess að fá blaðið í lúguna heima!
Þetta er alveg lygilegur spuni í forstjóranum. Þessir menn telja að fólk sé fífl.
SvaraEyðaEn það verður fínt að losna við að þessu drasli sé troðið inn á mann.
"Betri þjónusta", my ass!
SvaraEyða