föstudagur, 22. ágúst 2008

Svandís?

Ég viðurkenni fúslega að vera laumuaðdáandi Svandísar Svavarsdóttir sem stjórnmálamanns. Styð lítt hennar pólitík, en það er aukaatriði. Hún hefur staðið sig fantavel í oddvitahlutverki VG í borginni og ekki ástæðulaus sú spá margra að hér fari framtíðarformaður þess flokks.

Því vöktu tvær fréttir af Svandísi í fjölmiðlum gærdagsins sérstaka athygli mína, og ekki af góðu.

Fyrri fréttin birtist á vef Viðskiptablaðsins, en þar er haft eftir Svandísi að hún hafi spurt "...í ræðu sinni hvort rétt væri að athuga að stjórnmálaflokkar þyrftu minnst tvo fulltrúa til að taka ákvarðanir á sveitastjórnarstigi." Oddviti grasrótarlýðræðisflokksins í borgarstjórn virðist s.s. telja fulla ástæðu til þess að skerða lýðræðislega möguleika kjörinna fulltrúa til pólitískra áhrifa! Öðruvísi mér áður brá.

Hin fréttin var um furðu hennar á skipan fulltrúa Óskars Bergssonar og Framsóknarflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. "Enn eitt dæmið um einkavinavæðingu Framsóknarflokksins segir oddviti Vinstri grænna" segir í fréttinni.

Nú hefur Svandís, rétt eins og ég og fleiri, heldur búist við að Óskar myndi skipa í það sæti einhverja pólitíska poppstjörnu, núverandi eða fyrrverandi. Hann velur hins vegar að skipa sem fulltrúa sinn náin samstarfsmann og, ógn og skelfing, vin.

Og hvað?

Svandís gefur í skyn að þar fari í raun einhver "spilling", önnur og meiri en að skipa einfaldlega sjálfan sig, en fulltrúi VG í stjórn OR er Svandís Svavarsdóttir.

Á meðan Orkuveita Reykjavíkur er opinbert fyrirtæki og því er þannig fyrirkomið að stjórn þess er skipuð pólítískum fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að fyrirtækinu er engin málefnaleg forsenda fyrir þessu tuði Svandísar. Annað fyrirkomulag á stjórn OR fengist tæpast án einkakvæðingar fyrirtækisins.

Hverfandi líkur eru á því að oddviti Vinstri Grænna í borgastjórn leiði baráttuna fyrir því!

3 ummæli:

  1. Svandís skeit upp á bak með þessu tuði. Hún setur ekkert spurningamerki við hæfi annarra í stjórninni.
    Stjórnina skipa nú utan Guðlaugs:

    Kjartan Magnússon sagnfræði drop-out, fráfarandi stjórnarformaður!
    Júlíus Vífill Ingvarsson óperusongvari og lögfræðingur.
    Sigrún Elsa Smáradóttir matvælafræðingur og MBA.
    Svandís Svavarsdóttir málfræðingur.

    SvaraEyða
  2. Er einhver munu á að Óskar velur sér mann sem hann treystir til góðra verka eða þegar Samfylking og Vinstri grænir settu Bryndísi Hlöðversdóttur í embættið.
    Hvað varðar hugmyndir Svandísar um 2 eða fleiri eru þetta ekki "Rússneskar" hugmyndir um einræðisvald?
    GEIN.

    SvaraEyða
  3. Meiriháttar aulaleg athugasemd Svandísar um smáflokka. Finnst henni virkilega að VG sem hlaut tæp 9000 atkvæði í síðustu borgarstjórnarkosningum sé í aðstöðu til þess að gera lítið úr umboði F-lista með 6500 atkvæði og Framsóknar með 4000 atkvæði?

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.