sunnudagur, 14. desember 2008

Ríkisstjórnarráðdeild

Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa báðir nú um helgina gefið því undir fótinn að breytingar séu framundan á samsetningu ríkisstjórnarinnar.

Á dagskrá á gamlársdag er væntanlega hefðbundinn fundur ríkisráðs og þá gæti verið tími til tilkynninga á breytingum.

Í dag sitja í ríkisstjórn alls tólf ráðherrar. Auk þess hefur verið litið á embætti Forseta Alþingis sem jafngildi ráðherraembættis.

Ein leið er sú að skipta út ráðherrum og fá nýja í staðinn, en halda óbreyttum fjölda. Í ljósi krafna um niðurskurð og ráðdeild í ríkissrekstri má hins vegar til sanns vegar færa að aldrei sé meira tilefni en einmitt nú til að fækka ráðherrum.

Þannig er hugsanlegt að á ríkisráðsfundinn á gamlársdag fari inn 12 ráðherrar, en ekki komi nema 8 til 10 út aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.