laugardagur, 6. desember 2008

Viðbragðsáætlun Seðlabankans

Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við viðskiptaráðherra í morgun setur mann hljóðan. Sérstaklega lýsing hans á atburðum helgarinnar þegar ákvörðunin er tekin um þjóðnýtingu Glitnis. 

Í ljósi fullyrðinga formanns bankaráðs Seðlabankans um það að þessi bankakrísa og fall íslensku bankanna hafi meira og minna verið fyrirséð og í júní sl. hafi hann verið á þeirri skoðun að það væru 0% líkur á því að íslensku bankarnir gætu lifað af verður að gera kröfu um að upplýst verði um þau minnisblöð sem gerð voru innan bankans um þessi málefni.

Bankarnir eru fallnir, trúnaðarvernd vegna viðkvæmra upplýsinga sem gætu haft skaðleg áhrif á markaði á því vart lengur við. 

Ef ástandið var svona slæmt hlýtur Seðlabankinn að hafa verið undirlagður í gerð viðbragðsáætlanna, minnisblaða og valkostapappíra. Allt frá í vor hlýtur bankinn og starfsfólk hans að hafa verið vakið og sofið í samningu slíkra pappíra. 

Hvar eru þeir? Getum fengið að sjá þá? Geta fjölmiðlar ekki óskað afrita með vísan til upplýsingalaga?

Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, í langri gagnrýnisgrein sinni í Fréttablaðinu þann 21. nóvember sl. sagði þar í lið 11. að "Ófaglegt er að engin viðbragðsáætlun hafi verið til í bankanum vegna fjármálakreppu."

Í álíka löngu svari Ingimundar Friðrikssonar, seðlabankastjóra, var svarið við þessum lið eftirfarandi: "Viðbragðsáætlanir höfðu verið gerðar í Seðlabankanum."

Svo?

Sýnið okkur.

6 ummæli:

  1. Það voru ekki margir reykskynjarar á stjórnarheimilinu hja Framsóknar og Sjálfstæðisparinu. Man þegar herin fór. Ætli viðbragsáætlunin hafi ekki verið á þessa leið "Spyrja Davíð!"

    SvaraEyða
  2. Er alltof sammála þér Friðrik. http://gesturgudjonsson.blog.is/blog/gesturgudjonsson/entry/704069/
    Nafnlaus: Þegar enginn reykur er, fara reykskynjararnir ekki í gang. Hins vegar er alltaf þörf á því að fara í eldvarnarskoðun á heimilinu.

    SvaraEyða
  3. Brann allt kerfið á reyks?

    SvaraEyða
  4. Getur ekki einhver Eyjubloggarinn tekið saman smá blogg um hvað bankaleyndin er?
    Fellur ekki einhver hluti af henni úr gildi þegar sjúklingurinn (bankinn) er látinn?

    SvaraEyða
  5. Er það ekki harla óvanalegt að ráðherra skuli aldrei hafa rölt niður í Seðlabanka, fengið sér kaffi og kleinur í mötuneytinu og spjallað við Seðlabankastjóra?

    Er viss um að ráðherrar voru tíðir gestir þarna í gamla daga.

    SvaraEyða
  6. Björgvin er froðusnakkur. Ekkert annað. Týpískur Samfylkingarmaður.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.